Einar Andri: Vonbrigði en virði ákvörðunina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júlí 2019 13:30 Einar Andri getur ekki nýtt krafta A-landsliðsmannanna Hauks Þrastarsonar og Teits Arnar Einarssonar á HM á Spáni. mynd/sigurjón Einar Andri Einarsson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla í handbolta, viðurkennir að það hafi verið vonbrigði að leikmenn á borð við Hauk Þrastarson og Teit Örn Einarsson hafi ekki gefið kost á sér til að spila á HM á Spáni sem hefst í næstu viku. „Það eru ákveðin vonbrigði að þeir skuli ekki vera með okkur. En við getum ekkert dvalið við það. Við erum með gott lið og góða leikmenn sem fá tækifæri í staðinn,“ sagði Einar Andri í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni í dag. En er hann ánægður með skýringarnar sem hann fékk frá leikmönnunum sem gáfu ekki kost á sér í verkefnið? „Ég virði bara það sem þeir segja og ekkert sem ég get gert í því. Við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Einar Andri. Markmiðið að komast upp úr langsterkasta riðlinumÍsland er í D-riðli sem stendur sannarlega undir nafni sem Dauðariðilinn. Ásamt Íslandi eru Danmörk, Þýskaland, Noregur, Síle og Argentína í honum. „Við erum í gríðarlega erfiðum riðli, þeim langsterkasta á mótinu. Stóra markmiðið okkar er að komast upp úr riðlinum og í 16-liða úrslit. Í útsláttarkeppninni getur svo allt gerst,“ sagði Einar Andri. „Við spiluðum við Argentínu á æfingamóti í Portúgal á dögunum og unnum þá með tveimur mörkum í hörkuleik. Þetta lið spilaði svo við Síle fyrir tveimur árum og vann með þremur mörkum. Við vitum að þessi lið standa okkur ekki langt að baki og hin þrjú liðin eru frábær. Þetta er virkilega verðugt verkefni.“ Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn Síle á þriðjudaginn. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Haukur fer ekki með á HM Búið er að velja íslenska hópinn sem keppir á HM U-21 ára karla í handbolta. 10. júlí 2019 14:31 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Fleiri fréttir Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Sjá meira
Einar Andri Einarsson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla í handbolta, viðurkennir að það hafi verið vonbrigði að leikmenn á borð við Hauk Þrastarson og Teit Örn Einarsson hafi ekki gefið kost á sér til að spila á HM á Spáni sem hefst í næstu viku. „Það eru ákveðin vonbrigði að þeir skuli ekki vera með okkur. En við getum ekkert dvalið við það. Við erum með gott lið og góða leikmenn sem fá tækifæri í staðinn,“ sagði Einar Andri í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni í dag. En er hann ánægður með skýringarnar sem hann fékk frá leikmönnunum sem gáfu ekki kost á sér í verkefnið? „Ég virði bara það sem þeir segja og ekkert sem ég get gert í því. Við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Einar Andri. Markmiðið að komast upp úr langsterkasta riðlinumÍsland er í D-riðli sem stendur sannarlega undir nafni sem Dauðariðilinn. Ásamt Íslandi eru Danmörk, Þýskaland, Noregur, Síle og Argentína í honum. „Við erum í gríðarlega erfiðum riðli, þeim langsterkasta á mótinu. Stóra markmiðið okkar er að komast upp úr riðlinum og í 16-liða úrslit. Í útsláttarkeppninni getur svo allt gerst,“ sagði Einar Andri. „Við spiluðum við Argentínu á æfingamóti í Portúgal á dögunum og unnum þá með tveimur mörkum í hörkuleik. Þetta lið spilaði svo við Síle fyrir tveimur árum og vann með þremur mörkum. Við vitum að þessi lið standa okkur ekki langt að baki og hin þrjú liðin eru frábær. Þetta er virkilega verðugt verkefni.“ Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn Síle á þriðjudaginn.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Haukur fer ekki með á HM Búið er að velja íslenska hópinn sem keppir á HM U-21 ára karla í handbolta. 10. júlí 2019 14:31 Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Fleiri fréttir Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Sjá meira
Haukur fer ekki með á HM Búið er að velja íslenska hópinn sem keppir á HM U-21 ára karla í handbolta. 10. júlí 2019 14:31