Ólafur bóndi telur listrænt framlag Svenna í Plúsfilm lítið Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2019 12:45 Í greinargerð sem lögmaður Ólafs skrifaði verður ekki betur séð en Sveinn hafi verið hálfgerður kostgangari á Þorvaldseyri og tekið myndir samkvæmt fyrirskipunum bónda. Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri telur listrænt framlag Sveins M. Sveinssonar kvikmyndagerðarmanns lítið og hann hafi alltaf litið svo á að myndefni sem notað er í kvikmyndina Eyjafjallajökull Erupts hafi verið í sinni eigu.Vísir greindi frá sérkennilegu deiluefni milli þeirra Sveins og Ólafs í gær. Sveinn telur Ólaf hafa hlunnfarið sig um tugi milljóna en Ólafur sýndi um árabil heimildamynd hans Eyjafjallajökull Erupts í gosstofu. Er metið að um 500 þúsund manns hafi séð myndina sem gerir hana mest sóttu heimildamynd Íslandssögunnar. Tekjur af aðgangseyri skipta hundruðum miljóna en Sveinn hefur aldrei séð krónu af þeim hagnaði. Vísir hafði samband við Ólaf í gær og óskaði eftir hans hlið á þessu sérstaka og sérkennilega máli en Ólafur sagðist ekki hafa neinn áhuga á að tjá sig um það í fjölmiðlum. Í gær barst hins vegar Sveini greinargerð frá lögmanni Ólafs, lögmanninum Hjördísi Halldórsdóttur hjá LOGOS, þar sem afstaða bóndans kemur fram. Himinn og haf er á milli þess hvaða augum þeir kvikmyndgerðarmaðurinn og bóndi líta heimildamyndina.Myndirnar áttu bara að vera fyrir fjölskylduna Vísir hefur þessa greinargerð undir höndum. Hún er átta blaðsíðna löng og þar kemur fram að Ólafur lítur svo á að hugmyndin að gerð myndarinnar hafi verið hans og hann hafi í raun leikstýrt myndinni. Rakið er ástandið á Suðurlandi var vegna gossins í Eyjafjallajökli og þá komið inn á það hvernig gerð heimildamyndarinnar er til komin: „Það var á þeim tíma [skömmu eftir að gos í Eyjafjallajökli hófst] sem íbúar matsþola, Eyrarbúsins, kynntust Sveini M. Sveinssyni, fyrir tilviljun. Þeir Sveinn og Ólafur Eggertsson, bóndi Eyrarbúsins, tóku tal saman og leitaði Ólafur eftir því að Sveinn gæti tekið myndir af búinu í gosinu og af lífinu á bænum með tilliti til þess hvernig það kæmi til með að þróast á næstu vikum.Ólafur Eggertsson og Guðný A Valberg bændur á Þorvaldseyri. Myndina tók Valli ljósmyndari árið 2011 en það ár, eða 11. apríl, á eins árs afmæli gossins, opnaði gosstofan hvar myndin hefur verið sýnd.fbl/valliÞessi myndataka átti eingöngu að vera fyrir fjölskylduna á Þorvaldseyri og á kostnað Eyrarbúsins, eins og svo varð. Ekki var minnst á nokkurs konar heimildamynd, þarna á sjötta degi gossins, sem síðar ætti að sýna á sjónvarpsstöðvum um allan heim. Myndirnar áttu eingöngu að vera fyrir fjölskylduna á bænum.“Frítt uppihald myndatökumannsins Sveins Í greinargerðinni segir að Sveinn hafi verið kallaður til af Ólafi bónda þegar honum þótti eitthvað þannig vaxið að vert væri að festa á filmu. „Í öll þau skipti sem óskað var eftir því að Sveinn tæki myndir á Þorvaldseyri var hann kallaður til af Ólafi, bónda Eyrarbúsins, sem var mikið í mun að mynda ferlið. Ólafur hafði umsjón með upptökum og ákvað Ólafur einnig hvaða atriði hann vildi láta festa á filmu. Ólafur var einnig í öllum tilfellum viðstaddur myndatökuna.“ Fram kemur að Sveinn hafi verið uppá heimilisfólkið kominn með flest sem að kvikmyndatökunni snýr.Sveinn M. Sveinsson telur ekki standa stein yfir steini í greinargerðinni.visir/jakob„Sveinn var ávallt einn á ferð í þessum heimsóknum og fékk frítt uppihald á bænum á meðan á þeim stóð. Þannig var það ekki svo að Sveinn væri með tilbúið „handrit“ eða eitthvað slíkt þegar hann kom að Þorvaldseyri til að taka myndir.Sjálfstætt listrænt framlag Sveins var því lítið við tökurnar og sá hann nær eingöngu um myndatökuna sjálfa. Ólafur stjórnaði því alfarið hvar og hvenær taka ætti upp myndbönd, enda tók hann allar ákvarðanir um það hvenær ætti t.d. að setja út kýrnar, slá korn eða hvað annað sem hann vildi fá myndir af. Þá er rétt að geta þess að Auður Elísabet Guðmundsdóttir var aldrei við tökur með Sveini á Þorvaldseyri, heldur var það aðeins Ólafur.“ Hugmyndirnar allar meira og minna Ólafs bónda Svo haldið sé áfram að vitna í greinargerðina þá segir seinna: „Hugmyndir af myndatökum komu aldrei frá Sveini heldur réði Ólafur ferðinni, eins og þegar hefur verið rakið. Það var ekki fyrr en stuttmyndin, Eyjafjallajökull Erupts, var tilbúin að Sveinn lagði til gerð stærri myndar en fékk engan hljómgrunn af hálfu heimilismanna eyrarbúsins. […]Hin vinsæla en umdeilda mynd. Á umslagi DVD disksins er Sveinn titlaður leikstjóri og handritahöfundur auk þess að hafa klippt myndina og tekið. Þeir Ólafur eru svo báðir titlaðir framleiðendur. Samkvæmt greinargerðinni hefur sú skráning verið afar ónákvæm.visir/jakobÞá skal tekið fram að Sveinn tók á síðari stigum viðtöl við þau hjónin Guðnýju og Ólaf á Þorvaldseyri en ekki voru tekin viðtöl við annað heimilisfólk. Það gerði hann fyrst eftir að eigendur Eyrarbúsins höfðu beðið hann að taka saman efni í stuttmynd. Eftir þessum viðtölum samdi Sveinn textann í myndina. Þá má lesa í greinargerðinni að Ólafur bóndi hafi aldrei haft „neinar aðrar hugmyndir en myndefnið væri að fullu í eigu matsþola enda hafði Sveinn verið fenginn til þess að taka þessar myndir af lífinu á bænum af hálfu matsþola löngu áður en hugmyndin að stuttmyndinni kom upp.“Heimilisfólkið í geðshræringu vegna gossins Samkvæmt því sem fram kemur stóð til að heimila Sveini að nýta myndefni matsþola, það er Ólafs, fyrir sjálfan sig í óskyld verkefni, og raunar stóð ekki til þegar myndin var gerð að hún yrði seld á DVD diskum. „Hafa þarf í huga að þegar umrætt efni var tekið upp voru heimilismenn í áfalli eftir þá lífsreynslu og það álag sem gosinu fylgdi. Komu heimilismenn því fram vansvefta og í geðshæringu og af þeirra hálfu kom aldrei til greina að deila þeim augnablikum með heimsbyggðinni.Sveinn og Guðný bóndi á Þorvaldseyri á gosstað við tökur.Í greinargerðinni er því haldið fram að allt frá því Gestastofan var opnuð hafi heimilismenn verið því mótfallnir því að DVD diskarnir yrðu seldir þar. En í frétt Vísis um málið í gær er sagt frá því að myndin hafi verið seld gestum og deildu þeir Ólafur og Sveinn hagnaði af þeirri sölu.Lokuðu eftir að Sveinn vildi söluhagnað af diskasölunni Svo áfram sé vitnað í greinargerðina: „Síðar fengu heimilismenn spurnir að því að myndin væri í sýningu á hótelum, m.a. á Hellishólum í Fljótshlíð og á hóteli í Reykjavík og í rútum og ferðaþjónustubílum. Þá kom það oft fyrir að komið væri á slíkum bílum og rútum í Gestastofuna og diskurinn keyptur og myndin sýnd í viðkomandi bílum eða rútum, í stað þess að ferðamenn borguðu sig inn á sýninguna. Má segja að við það hafi þolinmæði heimilismanna á Eyrarbúinu gagnvart þessari nýtingu á myndefni af þeim þorrið, enda ljóst að Gestastofan tapaði viðskiptum með sölu á DVD diskum sem slík nýting fylgdi.Var þannig farin réttlæting innan fjölskyldunnar á því að þola þessa sýningu á viðkvæmum augnablikum í lífi fjölskyldumeðlima. Þegar Sveinn gerði síðan kröfu um frekari greiðslur og hótaði því að láta stöðva sýningu myndarinnar í Gestastofunni með atbeina yfirvalda og eftir tilvikum dómstóla yrði ekki orðið við kröfum hans ákvað fjölskyldan að nóg væri komið, og hætta sölu á DVD diskum og loka Gestastofunni alfarið.“ Formanni SÍK sýnist Ólafur bóndi vita fátt eitt um kvikmyndagerð Sveinn segir í samtali við Vísi að þarna standi ekki steinn yfir steini, í greinargerðinni sé farið með rangt mál, augljóslega og í svo mörgu að það væri of langt mál að telja. Hyggst hann leita til SÍK – samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda með þetta mál sem snýr að höfundarrétti kvikmyndagerðarmanna.Kristinn er formaður SÍK. Hann hefur ekki náð að setja sig inn í málið enn sem komið er en honum sýnist í fljótu bragði það svo vera að Ólafur bóndi viti ekki mikið um höfundarréttarmál eða kvikmyndgerð, ef því er að skipta.Þar er formaður Kristinn Þórðarson. Kristinn segir, í samtali við Vísi, þetta forvitnilegt mál en ekki hafi gefist færi á að fara ofan í kjölinn á því enn sem komið er. Og Sveinn sé vissulega félagi í SÍK, sem standi þétt við bak sinna félagsmanna í málum sem þessum. „Við styðjum Svenna í þessu. Ég veit ekki nógu mikið um málið til að fullyrða um það en þetta hljómar eins og Sveinni hafi verið hlunnfarinn. Ég hef ekki séð samninga þeirra á milli, ef það eru fyrirliggjandi samningar, en við fyrstu sýn þá virðist sem Ólafur hafi engan skilning á því hvað felst í höfundarrétti né að hann viti yfirleitt hvað kvikmyndagerð er. Kristinn segir SÍK brýna það fyrir sínum félagsmönnum að ganga frá samningum, en það sé reyndar oft hægara um að tala en í að komast einkum er varðar heimildamyndir sem eru oft lengi í vinnslu. Þá vilji farast fyrir að ganga frá öllum lausum endum. „Þetta hljómar sem afar einkennilegt mál.“ Bíó og sjónvarp Dómsmál Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Rangárþing eystra Tengdar fréttir Svenni í Plúsfilm segir Ólaf bónda hafa hlunnfarið sig um tugi milljóna Ólafur Eggertsson bóndi áhugalaus um að deila hagnaði af sýningum á Eyjafjallajökull Erupts. 10. júlí 2019 13:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri telur listrænt framlag Sveins M. Sveinssonar kvikmyndagerðarmanns lítið og hann hafi alltaf litið svo á að myndefni sem notað er í kvikmyndina Eyjafjallajökull Erupts hafi verið í sinni eigu.Vísir greindi frá sérkennilegu deiluefni milli þeirra Sveins og Ólafs í gær. Sveinn telur Ólaf hafa hlunnfarið sig um tugi milljóna en Ólafur sýndi um árabil heimildamynd hans Eyjafjallajökull Erupts í gosstofu. Er metið að um 500 þúsund manns hafi séð myndina sem gerir hana mest sóttu heimildamynd Íslandssögunnar. Tekjur af aðgangseyri skipta hundruðum miljóna en Sveinn hefur aldrei séð krónu af þeim hagnaði. Vísir hafði samband við Ólaf í gær og óskaði eftir hans hlið á þessu sérstaka og sérkennilega máli en Ólafur sagðist ekki hafa neinn áhuga á að tjá sig um það í fjölmiðlum. Í gær barst hins vegar Sveini greinargerð frá lögmanni Ólafs, lögmanninum Hjördísi Halldórsdóttur hjá LOGOS, þar sem afstaða bóndans kemur fram. Himinn og haf er á milli þess hvaða augum þeir kvikmyndgerðarmaðurinn og bóndi líta heimildamyndina.Myndirnar áttu bara að vera fyrir fjölskylduna Vísir hefur þessa greinargerð undir höndum. Hún er átta blaðsíðna löng og þar kemur fram að Ólafur lítur svo á að hugmyndin að gerð myndarinnar hafi verið hans og hann hafi í raun leikstýrt myndinni. Rakið er ástandið á Suðurlandi var vegna gossins í Eyjafjallajökli og þá komið inn á það hvernig gerð heimildamyndarinnar er til komin: „Það var á þeim tíma [skömmu eftir að gos í Eyjafjallajökli hófst] sem íbúar matsþola, Eyrarbúsins, kynntust Sveini M. Sveinssyni, fyrir tilviljun. Þeir Sveinn og Ólafur Eggertsson, bóndi Eyrarbúsins, tóku tal saman og leitaði Ólafur eftir því að Sveinn gæti tekið myndir af búinu í gosinu og af lífinu á bænum með tilliti til þess hvernig það kæmi til með að þróast á næstu vikum.Ólafur Eggertsson og Guðný A Valberg bændur á Þorvaldseyri. Myndina tók Valli ljósmyndari árið 2011 en það ár, eða 11. apríl, á eins árs afmæli gossins, opnaði gosstofan hvar myndin hefur verið sýnd.fbl/valliÞessi myndataka átti eingöngu að vera fyrir fjölskylduna á Þorvaldseyri og á kostnað Eyrarbúsins, eins og svo varð. Ekki var minnst á nokkurs konar heimildamynd, þarna á sjötta degi gossins, sem síðar ætti að sýna á sjónvarpsstöðvum um allan heim. Myndirnar áttu eingöngu að vera fyrir fjölskylduna á bænum.“Frítt uppihald myndatökumannsins Sveins Í greinargerðinni segir að Sveinn hafi verið kallaður til af Ólafi bónda þegar honum þótti eitthvað þannig vaxið að vert væri að festa á filmu. „Í öll þau skipti sem óskað var eftir því að Sveinn tæki myndir á Þorvaldseyri var hann kallaður til af Ólafi, bónda Eyrarbúsins, sem var mikið í mun að mynda ferlið. Ólafur hafði umsjón með upptökum og ákvað Ólafur einnig hvaða atriði hann vildi láta festa á filmu. Ólafur var einnig í öllum tilfellum viðstaddur myndatökuna.“ Fram kemur að Sveinn hafi verið uppá heimilisfólkið kominn með flest sem að kvikmyndatökunni snýr.Sveinn M. Sveinsson telur ekki standa stein yfir steini í greinargerðinni.visir/jakob„Sveinn var ávallt einn á ferð í þessum heimsóknum og fékk frítt uppihald á bænum á meðan á þeim stóð. Þannig var það ekki svo að Sveinn væri með tilbúið „handrit“ eða eitthvað slíkt þegar hann kom að Þorvaldseyri til að taka myndir.Sjálfstætt listrænt framlag Sveins var því lítið við tökurnar og sá hann nær eingöngu um myndatökuna sjálfa. Ólafur stjórnaði því alfarið hvar og hvenær taka ætti upp myndbönd, enda tók hann allar ákvarðanir um það hvenær ætti t.d. að setja út kýrnar, slá korn eða hvað annað sem hann vildi fá myndir af. Þá er rétt að geta þess að Auður Elísabet Guðmundsdóttir var aldrei við tökur með Sveini á Þorvaldseyri, heldur var það aðeins Ólafur.“ Hugmyndirnar allar meira og minna Ólafs bónda Svo haldið sé áfram að vitna í greinargerðina þá segir seinna: „Hugmyndir af myndatökum komu aldrei frá Sveini heldur réði Ólafur ferðinni, eins og þegar hefur verið rakið. Það var ekki fyrr en stuttmyndin, Eyjafjallajökull Erupts, var tilbúin að Sveinn lagði til gerð stærri myndar en fékk engan hljómgrunn af hálfu heimilismanna eyrarbúsins. […]Hin vinsæla en umdeilda mynd. Á umslagi DVD disksins er Sveinn titlaður leikstjóri og handritahöfundur auk þess að hafa klippt myndina og tekið. Þeir Ólafur eru svo báðir titlaðir framleiðendur. Samkvæmt greinargerðinni hefur sú skráning verið afar ónákvæm.visir/jakobÞá skal tekið fram að Sveinn tók á síðari stigum viðtöl við þau hjónin Guðnýju og Ólaf á Þorvaldseyri en ekki voru tekin viðtöl við annað heimilisfólk. Það gerði hann fyrst eftir að eigendur Eyrarbúsins höfðu beðið hann að taka saman efni í stuttmynd. Eftir þessum viðtölum samdi Sveinn textann í myndina. Þá má lesa í greinargerðinni að Ólafur bóndi hafi aldrei haft „neinar aðrar hugmyndir en myndefnið væri að fullu í eigu matsþola enda hafði Sveinn verið fenginn til þess að taka þessar myndir af lífinu á bænum af hálfu matsþola löngu áður en hugmyndin að stuttmyndinni kom upp.“Heimilisfólkið í geðshræringu vegna gossins Samkvæmt því sem fram kemur stóð til að heimila Sveini að nýta myndefni matsþola, það er Ólafs, fyrir sjálfan sig í óskyld verkefni, og raunar stóð ekki til þegar myndin var gerð að hún yrði seld á DVD diskum. „Hafa þarf í huga að þegar umrætt efni var tekið upp voru heimilismenn í áfalli eftir þá lífsreynslu og það álag sem gosinu fylgdi. Komu heimilismenn því fram vansvefta og í geðshæringu og af þeirra hálfu kom aldrei til greina að deila þeim augnablikum með heimsbyggðinni.Sveinn og Guðný bóndi á Þorvaldseyri á gosstað við tökur.Í greinargerðinni er því haldið fram að allt frá því Gestastofan var opnuð hafi heimilismenn verið því mótfallnir því að DVD diskarnir yrðu seldir þar. En í frétt Vísis um málið í gær er sagt frá því að myndin hafi verið seld gestum og deildu þeir Ólafur og Sveinn hagnaði af þeirri sölu.Lokuðu eftir að Sveinn vildi söluhagnað af diskasölunni Svo áfram sé vitnað í greinargerðina: „Síðar fengu heimilismenn spurnir að því að myndin væri í sýningu á hótelum, m.a. á Hellishólum í Fljótshlíð og á hóteli í Reykjavík og í rútum og ferðaþjónustubílum. Þá kom það oft fyrir að komið væri á slíkum bílum og rútum í Gestastofuna og diskurinn keyptur og myndin sýnd í viðkomandi bílum eða rútum, í stað þess að ferðamenn borguðu sig inn á sýninguna. Má segja að við það hafi þolinmæði heimilismanna á Eyrarbúinu gagnvart þessari nýtingu á myndefni af þeim þorrið, enda ljóst að Gestastofan tapaði viðskiptum með sölu á DVD diskum sem slík nýting fylgdi.Var þannig farin réttlæting innan fjölskyldunnar á því að þola þessa sýningu á viðkvæmum augnablikum í lífi fjölskyldumeðlima. Þegar Sveinn gerði síðan kröfu um frekari greiðslur og hótaði því að láta stöðva sýningu myndarinnar í Gestastofunni með atbeina yfirvalda og eftir tilvikum dómstóla yrði ekki orðið við kröfum hans ákvað fjölskyldan að nóg væri komið, og hætta sölu á DVD diskum og loka Gestastofunni alfarið.“ Formanni SÍK sýnist Ólafur bóndi vita fátt eitt um kvikmyndagerð Sveinn segir í samtali við Vísi að þarna standi ekki steinn yfir steini, í greinargerðinni sé farið með rangt mál, augljóslega og í svo mörgu að það væri of langt mál að telja. Hyggst hann leita til SÍK – samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda með þetta mál sem snýr að höfundarrétti kvikmyndagerðarmanna.Kristinn er formaður SÍK. Hann hefur ekki náð að setja sig inn í málið enn sem komið er en honum sýnist í fljótu bragði það svo vera að Ólafur bóndi viti ekki mikið um höfundarréttarmál eða kvikmyndgerð, ef því er að skipta.Þar er formaður Kristinn Þórðarson. Kristinn segir, í samtali við Vísi, þetta forvitnilegt mál en ekki hafi gefist færi á að fara ofan í kjölinn á því enn sem komið er. Og Sveinn sé vissulega félagi í SÍK, sem standi þétt við bak sinna félagsmanna í málum sem þessum. „Við styðjum Svenna í þessu. Ég veit ekki nógu mikið um málið til að fullyrða um það en þetta hljómar eins og Sveinni hafi verið hlunnfarinn. Ég hef ekki séð samninga þeirra á milli, ef það eru fyrirliggjandi samningar, en við fyrstu sýn þá virðist sem Ólafur hafi engan skilning á því hvað felst í höfundarrétti né að hann viti yfirleitt hvað kvikmyndagerð er. Kristinn segir SÍK brýna það fyrir sínum félagsmönnum að ganga frá samningum, en það sé reyndar oft hægara um að tala en í að komast einkum er varðar heimildamyndir sem eru oft lengi í vinnslu. Þá vilji farast fyrir að ganga frá öllum lausum endum. „Þetta hljómar sem afar einkennilegt mál.“
Bíó og sjónvarp Dómsmál Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Rangárþing eystra Tengdar fréttir Svenni í Plúsfilm segir Ólaf bónda hafa hlunnfarið sig um tugi milljóna Ólafur Eggertsson bóndi áhugalaus um að deila hagnaði af sýningum á Eyjafjallajökull Erupts. 10. júlí 2019 13:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Svenni í Plúsfilm segir Ólaf bónda hafa hlunnfarið sig um tugi milljóna Ólafur Eggertsson bóndi áhugalaus um að deila hagnaði af sýningum á Eyjafjallajökull Erupts. 10. júlí 2019 13:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent