Konan sem vistuð var í fangageymslu í nótt vegna brunans er ekki leigutaki íbúðarinnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2019 12:15 Vel gekk að slökkva eldinn og breiddi hann ekki úr sér í aðrar íbúðir. Vísir/aðsend Kona sem vistuð var í fangageymslu í nótt, vegna elds sem kom upp í stúdentaíbúð að Eggertsgötu, er ekki leigutaki íbúðarinnar. Upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta segir að riftun á leigusamningi komi til greina hafi leigutaki íbúðarinnar framleigt hana andstætt reglum stofnunarinnar. Töluverðar skemmdir urðu á íbúð að Eggertsgötu þegar eldur kom þar upp um kvöldmatarleytið í gær. Vel gekk að slökkva eldinn og breiddi hann ekki úr sér í aðrar íbúðir. Upptök hans og staðsetning er óljós. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, var aðili í íbúðinni þegar eldur kom þar upp. Var hann vistaður í fangageymslu í nótt og verður yfirheyrður upp úr hádegi.Slökkvistarfi lauk klukkan hálf átta í gærkvöld. fréttablaðið/Sigtryggur AriÍbúðin sem um ræðir er stúdentaíbúð sem er í eigu Félagsstofnunar stúdenta en þar búa einungis nemendur Háskóla Íslands. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar, staðfestir að sá sem gistir fangageymslu sé ekki leigutaki íbúðarinnar. „Nei þetta er ekki leigutakinn þannig að það liggur fyrir að aðilinn sem var í húsnæðinu er ekki sá sem leigði húsnæðið hjá okkur,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta. Þá séu dæmi um að leigutakar framleigi íbúðir andstætt reglum Félagsstofnunar stúdenta en slíkt er algengara á sumrin. Þó sé óljóst hvort staðan sé sú í þessu tilviki.Rebekka Sigurðardóttir.FBL/ErnirViðurlögin eru skýr „Við vitum náttúrulega ekki með hvaða hætti þetta er tilkomið en það kemur algjörlega skýt fram í leigusamningi hjá okkur að það má hvorki lána né framleiga húsnæðið nema með okkar leyfi. Viðurlögin við þessu eru mjög skýr það er bara tafarlaus riftun þegar um slíkt ræðir,“ segir Rebekka. „Við reynum að brýna fyrir fólki og hvetja íbúa til að láta okkur vita ef þeir átta sig á því að það eru aðrir en leigutakar sem búa í húsnæðiðnu, það eru náttúrulega ríkar ástæður fyrir því að við leggjum mikla áherslu á að fá slíkar upplýsingar og bregðumst mjög hart við svona brotum.“ Húsnæðismál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Reykkafarar slökktu eld á stúdentagörðum Sjónarvottur segir reyk leggja frá húsi á stúdentagörðum við Eggersgötu. 9. júlí 2019 18:32 Íbúi vistaður í fangageymslu í kjölfar brunans á Eggertsgötu Íbúi íbúðarinnar á Eggertsgötu þar sem eldur kviknaði á sjöunda tímanum í kvöld var í annarlegu ástandi þegar hún var færð á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 9. júlí 2019 22:36 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira
Kona sem vistuð var í fangageymslu í nótt, vegna elds sem kom upp í stúdentaíbúð að Eggertsgötu, er ekki leigutaki íbúðarinnar. Upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta segir að riftun á leigusamningi komi til greina hafi leigutaki íbúðarinnar framleigt hana andstætt reglum stofnunarinnar. Töluverðar skemmdir urðu á íbúð að Eggertsgötu þegar eldur kom þar upp um kvöldmatarleytið í gær. Vel gekk að slökkva eldinn og breiddi hann ekki úr sér í aðrar íbúðir. Upptök hans og staðsetning er óljós. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, var aðili í íbúðinni þegar eldur kom þar upp. Var hann vistaður í fangageymslu í nótt og verður yfirheyrður upp úr hádegi.Slökkvistarfi lauk klukkan hálf átta í gærkvöld. fréttablaðið/Sigtryggur AriÍbúðin sem um ræðir er stúdentaíbúð sem er í eigu Félagsstofnunar stúdenta en þar búa einungis nemendur Háskóla Íslands. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar, staðfestir að sá sem gistir fangageymslu sé ekki leigutaki íbúðarinnar. „Nei þetta er ekki leigutakinn þannig að það liggur fyrir að aðilinn sem var í húsnæðinu er ekki sá sem leigði húsnæðið hjá okkur,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta. Þá séu dæmi um að leigutakar framleigi íbúðir andstætt reglum Félagsstofnunar stúdenta en slíkt er algengara á sumrin. Þó sé óljóst hvort staðan sé sú í þessu tilviki.Rebekka Sigurðardóttir.FBL/ErnirViðurlögin eru skýr „Við vitum náttúrulega ekki með hvaða hætti þetta er tilkomið en það kemur algjörlega skýt fram í leigusamningi hjá okkur að það má hvorki lána né framleiga húsnæðið nema með okkar leyfi. Viðurlögin við þessu eru mjög skýr það er bara tafarlaus riftun þegar um slíkt ræðir,“ segir Rebekka. „Við reynum að brýna fyrir fólki og hvetja íbúa til að láta okkur vita ef þeir átta sig á því að það eru aðrir en leigutakar sem búa í húsnæðiðnu, það eru náttúrulega ríkar ástæður fyrir því að við leggjum mikla áherslu á að fá slíkar upplýsingar og bregðumst mjög hart við svona brotum.“
Húsnæðismál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Reykkafarar slökktu eld á stúdentagörðum Sjónarvottur segir reyk leggja frá húsi á stúdentagörðum við Eggersgötu. 9. júlí 2019 18:32 Íbúi vistaður í fangageymslu í kjölfar brunans á Eggertsgötu Íbúi íbúðarinnar á Eggertsgötu þar sem eldur kviknaði á sjöunda tímanum í kvöld var í annarlegu ástandi þegar hún var færð á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 9. júlí 2019 22:36 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar Sjá meira
Reykkafarar slökktu eld á stúdentagörðum Sjónarvottur segir reyk leggja frá húsi á stúdentagörðum við Eggersgötu. 9. júlí 2019 18:32
Íbúi vistaður í fangageymslu í kjölfar brunans á Eggertsgötu Íbúi íbúðarinnar á Eggertsgötu þar sem eldur kviknaði á sjöunda tímanum í kvöld var í annarlegu ástandi þegar hún var færð á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 9. júlí 2019 22:36