Landvernd, höldum staðreyndunum til haga! Ásgeir Margeirsson skrifar 10. júlí 2019 08:15 Í liðnum mánuði skrifaði Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar, grein í Fréttablaðið undir yfirskriftinni „Glæpur gegn náttúru Íslands“. Þar fer hann m.a. yfir rannsóknir á jarðhitasvæðinu í Trölladyngju og notar í skrifum sínum orðfæri eins og „þau miklu og óþörfu landspjöll … án nokkurs ávinnings fyrir samfélagið“. Hann segir að einstaklega fögrum jarðhitasvæðum hafi bókstaflega verið rústað. Enn fremur ritar hann: „… ávinningurinn er enginn, þjóðin glataði enn einu af náttúrudjásnum sínum.“ Þetta er alrangt hjá formanninum. Rétt er að Hitaveita Suðurnesja (forveri HS Orku) og Hafnarfjarðarbær hófu rannsóknir í Trölladyngju árið 2000 og stóðu að fyrstu rannsóknarborun á svæðinu, árið 2001. Árið 2006 lét Hitaveita Suðurnesja bora aðra rannsóknarholu á svæðinu. Fyrri holan er vel nýtanleg með afköstum sem samsvara raforkuframleiðslu fyrir um 4.000 manna byggð. Hiti í holunum gaf góð fyrirheit en ljóst var að þörf var á frekari borunum til að finna kjarna jarðhitakerfisins. Ekki hefur verið ráðist í þær rannsóknarboranir m.a. af ástæðum sem skýrðar eru hér að neðan. Aðalatriðið er þó að rannsóknir á svæðinu leiddu í ljós að Trölladyngjusvæðið væri mjög álitlegt til auðlindanýtingar þar sem sjálfbærni væri höfð að leiðarljósi. Bæði til raforkuvinnslu og til að afla höfuðborgarsvæðinu aukinna tækifæra í öflun heits vatns til hitaveitu. Vöxtur byggðar á höfuðborgarsvæðinu er og hefur verið slíkur að nauðsynlegt er að huga að frekari möguleikum til að tryggja heimilum og fyrirtækjum nægjanlegt heitt vatn til framtíðar, framleiddu með endurnýjanlegum hætti. Það er alls ekki sjálfgefið hvernig slík framtíðarþörf verður uppfyllt. Reynslan af Auðlindagarðinum á Suðurnesjum, sem byggst hefur upp samfara jarðhitanýtingu í Svartsengi og á Reykjanesi, sýnir að fjöldi tækifæra skapast samhliða auðlindanýtingu, þar sem unnin eru verðmæt störf, útflutningstekjur eru miklar og ferðaþjónusta gríðarleg. Viðbúið er að sambærileg tækifæri myndu skapast við nýtingu jarðhitaauðlindarinnar í Trölladyngju. Auðlindagarðurinn hefur haft mjög jákvæð efnahagsleg áhrif á nærsamfélagið og vert er að benda á þá staðreynd að í Auðlindagarðinum starfa í dag um 1.300 manns og hjá HS Orku 65 manns, sem gerir hann að einum stærsta vinnustað Suðurnesja. Þá hefur verið sýnt fram á verulega jákvæð áhrif Auðlindagarðsins á þjóðarhag og útflutningstekjur. Öll starfsemi Auðlindagarðsins er beintengd jarðhitanýtingu, sem er frumforsenda hans. Það er alrangt að rannsóknir í Trölladyngju hafi engu skilað, þvert á móti benda allar rannsóknir til hins gagnstæða. Ástæða þess að ekki hefur verið haldið áfram með jarðhitarannsóknir í Trölladyngju er að verkefnið er í biðflokki Rammaáætlunar. Þegar verkefni er í biðflokki er ekki heimilt að leggja í s.k. matsskyldar framkvæmdir til nánari rannsókna. HS Orka virðir leikreglur samfélagsins og fylgir þeim í einu og öllu. Án leyfa er ekki ráðist í framkvæmdir. Fáist hins vegar leyfi og tilskilin samþykki, eins og lög og reglur gera ráð fyrir, er verkefnum í sumum tilvikum haldið áfram. Tilgangurinn er í raun einfaldur; að taka þátt í að mæta þörfum samfélagsins, tryggja þá endurnýjanlegu orku sem það þarfnast og samhliða því að skapa frjóan jarðveg fyrir afleidda starfsemi og fjölda verðmætra starfa, eins og dæmin sýna í Auðlindagarðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í liðnum mánuði skrifaði Tryggvi Felixson, formaður stjórnar Landverndar, grein í Fréttablaðið undir yfirskriftinni „Glæpur gegn náttúru Íslands“. Þar fer hann m.a. yfir rannsóknir á jarðhitasvæðinu í Trölladyngju og notar í skrifum sínum orðfæri eins og „þau miklu og óþörfu landspjöll … án nokkurs ávinnings fyrir samfélagið“. Hann segir að einstaklega fögrum jarðhitasvæðum hafi bókstaflega verið rústað. Enn fremur ritar hann: „… ávinningurinn er enginn, þjóðin glataði enn einu af náttúrudjásnum sínum.“ Þetta er alrangt hjá formanninum. Rétt er að Hitaveita Suðurnesja (forveri HS Orku) og Hafnarfjarðarbær hófu rannsóknir í Trölladyngju árið 2000 og stóðu að fyrstu rannsóknarborun á svæðinu, árið 2001. Árið 2006 lét Hitaveita Suðurnesja bora aðra rannsóknarholu á svæðinu. Fyrri holan er vel nýtanleg með afköstum sem samsvara raforkuframleiðslu fyrir um 4.000 manna byggð. Hiti í holunum gaf góð fyrirheit en ljóst var að þörf var á frekari borunum til að finna kjarna jarðhitakerfisins. Ekki hefur verið ráðist í þær rannsóknarboranir m.a. af ástæðum sem skýrðar eru hér að neðan. Aðalatriðið er þó að rannsóknir á svæðinu leiddu í ljós að Trölladyngjusvæðið væri mjög álitlegt til auðlindanýtingar þar sem sjálfbærni væri höfð að leiðarljósi. Bæði til raforkuvinnslu og til að afla höfuðborgarsvæðinu aukinna tækifæra í öflun heits vatns til hitaveitu. Vöxtur byggðar á höfuðborgarsvæðinu er og hefur verið slíkur að nauðsynlegt er að huga að frekari möguleikum til að tryggja heimilum og fyrirtækjum nægjanlegt heitt vatn til framtíðar, framleiddu með endurnýjanlegum hætti. Það er alls ekki sjálfgefið hvernig slík framtíðarþörf verður uppfyllt. Reynslan af Auðlindagarðinum á Suðurnesjum, sem byggst hefur upp samfara jarðhitanýtingu í Svartsengi og á Reykjanesi, sýnir að fjöldi tækifæra skapast samhliða auðlindanýtingu, þar sem unnin eru verðmæt störf, útflutningstekjur eru miklar og ferðaþjónusta gríðarleg. Viðbúið er að sambærileg tækifæri myndu skapast við nýtingu jarðhitaauðlindarinnar í Trölladyngju. Auðlindagarðurinn hefur haft mjög jákvæð efnahagsleg áhrif á nærsamfélagið og vert er að benda á þá staðreynd að í Auðlindagarðinum starfa í dag um 1.300 manns og hjá HS Orku 65 manns, sem gerir hann að einum stærsta vinnustað Suðurnesja. Þá hefur verið sýnt fram á verulega jákvæð áhrif Auðlindagarðsins á þjóðarhag og útflutningstekjur. Öll starfsemi Auðlindagarðsins er beintengd jarðhitanýtingu, sem er frumforsenda hans. Það er alrangt að rannsóknir í Trölladyngju hafi engu skilað, þvert á móti benda allar rannsóknir til hins gagnstæða. Ástæða þess að ekki hefur verið haldið áfram með jarðhitarannsóknir í Trölladyngju er að verkefnið er í biðflokki Rammaáætlunar. Þegar verkefni er í biðflokki er ekki heimilt að leggja í s.k. matsskyldar framkvæmdir til nánari rannsókna. HS Orka virðir leikreglur samfélagsins og fylgir þeim í einu og öllu. Án leyfa er ekki ráðist í framkvæmdir. Fáist hins vegar leyfi og tilskilin samþykki, eins og lög og reglur gera ráð fyrir, er verkefnum í sumum tilvikum haldið áfram. Tilgangurinn er í raun einfaldur; að taka þátt í að mæta þörfum samfélagsins, tryggja þá endurnýjanlegu orku sem það þarfnast og samhliða því að skapa frjóan jarðveg fyrir afleidda starfsemi og fjölda verðmætra starfa, eins og dæmin sýna í Auðlindagarðinum.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun