Ekki gera ekki neitt Jóhannes Þ. Skúlason skrifar 10. júlí 2019 09:45 Undanfarna áratugi hefur samband afkomu í útflutningsgreinum þjóðarinnar og lífskjara almennings í landinu stimplast rækilega inn í þjóðarsálina, þar sem sveiflur gjaldmiðils og gjöfulleiki auðlindanna hefur ráðið miklu um lífsskilyrðin. Lengi vel var sjávarútvegur nær einráður um þetta sveiflusamband og áhrif hans á efnahagslíf þjóðarinnar réð mestu um ákvarðanir stjórnvalda á hverjum tíma. Stóriðja bættist við þegar fram liðu stundir og hefur ráðið stórum ákvörðunum um bæði útgjöld og stefnu um nýtingu náttúruauðlinda. Og nú hefur ferðaþjónusta bæst við og á fáum árum orðið stærsta útflutningsgrein Íslendinga og færir sem slík björg í bú í formi gjaldeyristekna – lífæð lítils útflutningshagkerfis. Á sama hátt og ýmsar lykilákvarðanir stjórnvalda miðuðust á árum áður við að bregðast við vanda eða ýta undir gott gengi sjávarútvegs og orkufreks iðnaðar með það að markmiði að bæta efnahagslega stöðu þjóðarinnar og þoka lífskjörum upp á við, er í dag skynsamlegt fyrir stjórnvöld og samfélagið að bregðast við vanda og ýta undir gott gengi ferðaþjónustu.Af hverju er það efnahagslega skynsamlegt? Í dag þarf ekki að fella gengi gjaldmiðilsins handvirkt eða sökkva stórum svæðum undir vatn til að treysta stoðir atvinnusköpunar. Með tilkomu ferðaþjónustunnar hefur efnahagslegur raunveruleiki Íslands breyst. Allar útflutningsatvinnugreinar landsins eru mikilvægar, en með ferðaþjónustu hefur orðið til fjölbreytni sem var sárlega þörf. Samfelldur jákvæður vöru- og þjónustujöfnuður undanfarins áratugar hefur að stórum hluta grundvallast á þessari breytingu og skapað grunn fyrir mikla lífskjarasókn. Stærstu áskoranir í rekstri fyrirtækja á Íslandi í dag tengjast stórauknum kostnaði á ýmsum sviðum. Hvort sem litið er til aðfanga, launa eða fjárfestinga hafa kostnaðarþættir í rekstri fyrirtækja hækkað ótrúlega hratt á síðasta áratug. Í slíku umhverfi er það skynsamleg nálgun af hálfu stjórnvalda að koma til móts við atvinnulíf með lækkun opinberra gjalda og skatta og ýta þannig undir að atvinnustig haldist hátt, að rekstur fyrirtækja skili arði og þar með sköttum til samfélagsins. Fyrirtæki sem fer úr rekstri vegna ómögulegra rekstraraðstæðna er tapað fé fyrir ríkissjóð. Samtök ferðaþjónustunnar hafa bent ítrekað á það undanfarna mánuði að ýmsar aðgerðir sem nýta mætti til að örva ferðaþjónustu á samdráttartímum hafa einmitt bein áhrif til örvunar atvinnulífs í heild sinni. Með hröðum og miklum launahækkunum undanfarin fjögur ár hefur lækkun tryggingagjalds orðið jafnvel enn mikilvægari en áður. Þáttur launa og launatengdra gjalda í rekstri fyrirtækja er orðinn gríðarstór, mun stærri þáttur en í samkeppnislöndum okkar. Lækkun fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði getur einnig skipt miklu máli við að lækka kostnað margra fyrirtækja. Hvers vegna skiptir þetta máli? Lykillinn sæm ætti að stýra afstöðu og ákvörðunum um álögur á atvinnugreinar er samkeppnishæfni. Samkvæmt skýrslu World Economic Forum frá 2017 um samkeppnishæfni ferðaþjónustu var viðskiptaumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi mælt í 19. sæti – neðst Norðurlandaþjóða. Heildarsamkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu var í 25. sæti og hafði þá fallið um sjö sæti síðan 2015. Von er á nýrri skýrslu á þessu ári og miðað við þróunina er líklegt að samkeppnishæfni Íslands muni falla niður töfluna enn á ný. Ákvarðanir stjórnvalda sem örva ferðaþjónustu og bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja hafa mikið að segja um samkeppnishæfni og ferðaþjónusta er atvinnugrein í harðri alþjóðlegri samkeppni. Fjárfesting í rekstrarumhverfi ferðaþjónustu og markaðssetningu Íslands sem ferðamannalands skilar sér því ríkulega til samfélagsins, í bættri samkeppnishæfni, betri afkomu fyrirtækja, hærri skattgreiðslum en ella, betri efnahagslegri afkomu, bættum lífskjörum fólks, hærra atvinnustigi og uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni. Fjárfesting í uppbyggingu innviða og styrkingu ferðamannastaða getur svo bætt enn fremur við þessa örvandi þróun, ekki síst á tímum efnahagslegrar niðursveiflu eins og nú. Í dag, alveg eins og áður, er það gengi útflutningsatvinnugreina sem ræður efnahagslegri afkomu samfélagsins og þar með lífskjörum almennings í landinu. Aðgerðir sem bæta aðstæður og samkeppnishæfni lykilatvinnugreina eins og ferðaþjónustu munu því gagnast öllu samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Undanfarna áratugi hefur samband afkomu í útflutningsgreinum þjóðarinnar og lífskjara almennings í landinu stimplast rækilega inn í þjóðarsálina, þar sem sveiflur gjaldmiðils og gjöfulleiki auðlindanna hefur ráðið miklu um lífsskilyrðin. Lengi vel var sjávarútvegur nær einráður um þetta sveiflusamband og áhrif hans á efnahagslíf þjóðarinnar réð mestu um ákvarðanir stjórnvalda á hverjum tíma. Stóriðja bættist við þegar fram liðu stundir og hefur ráðið stórum ákvörðunum um bæði útgjöld og stefnu um nýtingu náttúruauðlinda. Og nú hefur ferðaþjónusta bæst við og á fáum árum orðið stærsta útflutningsgrein Íslendinga og færir sem slík björg í bú í formi gjaldeyristekna – lífæð lítils útflutningshagkerfis. Á sama hátt og ýmsar lykilákvarðanir stjórnvalda miðuðust á árum áður við að bregðast við vanda eða ýta undir gott gengi sjávarútvegs og orkufreks iðnaðar með það að markmiði að bæta efnahagslega stöðu þjóðarinnar og þoka lífskjörum upp á við, er í dag skynsamlegt fyrir stjórnvöld og samfélagið að bregðast við vanda og ýta undir gott gengi ferðaþjónustu.Af hverju er það efnahagslega skynsamlegt? Í dag þarf ekki að fella gengi gjaldmiðilsins handvirkt eða sökkva stórum svæðum undir vatn til að treysta stoðir atvinnusköpunar. Með tilkomu ferðaþjónustunnar hefur efnahagslegur raunveruleiki Íslands breyst. Allar útflutningsatvinnugreinar landsins eru mikilvægar, en með ferðaþjónustu hefur orðið til fjölbreytni sem var sárlega þörf. Samfelldur jákvæður vöru- og þjónustujöfnuður undanfarins áratugar hefur að stórum hluta grundvallast á þessari breytingu og skapað grunn fyrir mikla lífskjarasókn. Stærstu áskoranir í rekstri fyrirtækja á Íslandi í dag tengjast stórauknum kostnaði á ýmsum sviðum. Hvort sem litið er til aðfanga, launa eða fjárfestinga hafa kostnaðarþættir í rekstri fyrirtækja hækkað ótrúlega hratt á síðasta áratug. Í slíku umhverfi er það skynsamleg nálgun af hálfu stjórnvalda að koma til móts við atvinnulíf með lækkun opinberra gjalda og skatta og ýta þannig undir að atvinnustig haldist hátt, að rekstur fyrirtækja skili arði og þar með sköttum til samfélagsins. Fyrirtæki sem fer úr rekstri vegna ómögulegra rekstraraðstæðna er tapað fé fyrir ríkissjóð. Samtök ferðaþjónustunnar hafa bent ítrekað á það undanfarna mánuði að ýmsar aðgerðir sem nýta mætti til að örva ferðaþjónustu á samdráttartímum hafa einmitt bein áhrif til örvunar atvinnulífs í heild sinni. Með hröðum og miklum launahækkunum undanfarin fjögur ár hefur lækkun tryggingagjalds orðið jafnvel enn mikilvægari en áður. Þáttur launa og launatengdra gjalda í rekstri fyrirtækja er orðinn gríðarstór, mun stærri þáttur en í samkeppnislöndum okkar. Lækkun fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði getur einnig skipt miklu máli við að lækka kostnað margra fyrirtækja. Hvers vegna skiptir þetta máli? Lykillinn sæm ætti að stýra afstöðu og ákvörðunum um álögur á atvinnugreinar er samkeppnishæfni. Samkvæmt skýrslu World Economic Forum frá 2017 um samkeppnishæfni ferðaþjónustu var viðskiptaumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi mælt í 19. sæti – neðst Norðurlandaþjóða. Heildarsamkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu var í 25. sæti og hafði þá fallið um sjö sæti síðan 2015. Von er á nýrri skýrslu á þessu ári og miðað við þróunina er líklegt að samkeppnishæfni Íslands muni falla niður töfluna enn á ný. Ákvarðanir stjórnvalda sem örva ferðaþjónustu og bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja hafa mikið að segja um samkeppnishæfni og ferðaþjónusta er atvinnugrein í harðri alþjóðlegri samkeppni. Fjárfesting í rekstrarumhverfi ferðaþjónustu og markaðssetningu Íslands sem ferðamannalands skilar sér því ríkulega til samfélagsins, í bættri samkeppnishæfni, betri afkomu fyrirtækja, hærri skattgreiðslum en ella, betri efnahagslegri afkomu, bættum lífskjörum fólks, hærra atvinnustigi og uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni. Fjárfesting í uppbyggingu innviða og styrkingu ferðamannastaða getur svo bætt enn fremur við þessa örvandi þróun, ekki síst á tímum efnahagslegrar niðursveiflu eins og nú. Í dag, alveg eins og áður, er það gengi útflutningsatvinnugreina sem ræður efnahagslegri afkomu samfélagsins og þar með lífskjörum almennings í landinu. Aðgerðir sem bæta aðstæður og samkeppnishæfni lykilatvinnugreina eins og ferðaþjónustu munu því gagnast öllu samfélaginu.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar