Aldursvænn háskóli – ónýtt auðlind Halldór S. Guðmundsson og Sigrún Júlíusdóttir skrifar 29. júlí 2019 09:43 Með breyttri aldursamsetningu þjóðarinnar er komin upp ný staða sem felst í aukinni eftirspurn eldra fólks eftir menntun á háskólastigi. Samhliða þessu kann að verða stöðnun eða samdráttur í fjölda yngri nemenda í háskóla. Alkunna er að nú eiga sér stað breytingar í aldurssamsetningu vestrænna þjóða með fyrirsjáanlegri mikilli fjölgun íbúa eldri en 67 ára. Þessar breytingar eru komnar lengra í Evrópu og Norður Ameríku en hér á landi. Þær hafa ásamt áhrifum af tæknilegri þróun, leitt af sér nýjar þarfir fyrir menntun, virkni og þátttöku eldra fólks. Þrátt fyrir þessa staðreynd eru nemendur í háskólum hvorki mjög upplýstir um öldrun né eiga samskipti við aldrað fólk í námi sínu. Bent hefur verið á að af þessum sökum þurfi sérstaklega að auka almenna fræðslu og þekkingu um öldrun og að slík fræðsla sé grundvöllur þess að samfélög geti höndlað ný verkefni sem leiða af ört vaxandi hlut eldra fólks í samfélaginu. Á sama hátt má færa rök fyrir að eldri borgarar hafi mikla þörf fyrir aukna fræðslu og samskipti við yngra fólk, meðal annars til að takast á við breytt hlutverk, áherslu á tölvu- og tæknigetu, eigin umönnun, sjálfsþjónustu og vaxandi hlut sjálfsafgreiðslu af ýmsu tagi. Af þessum ástæðum hafa háskólar og rannsóknastofnanir víða erlendis farið að kynna sig út frá áherslum á aldursvæna háskóla (e. age friendly university). Í því felst að í kjarnastarfsemi háskólanna, kennslu og rannsóknum, sé gert ráð fyrir aðgengi og virkri þátttöku eldra fólks. Þessar áherslur eru útfærðar í tíu grunnreglum samtaka aldursvænna háskóla. Í dag er enginn íslensku háskólanna að vinna markvisst með þessar áherslubreytingar svo vitað sé. Um nokkurt skeið hafa þó eftirlaunaþegar innan Háskóla Íslands getað gert persónulega verkefnasamninga um starfsframlag, vinnuaðstöðu og tölvuþjónustu Í byrjun árs 2019 kom út hefti af tímaritinu „Gerontology & Geriatrics Education“ (Öldrunarfræði og menntun), sem helgað var umfjöllun um starfsemi, áherslur og áskoranir sem háskólar í Samtökum aldursvænna háskóla takast á við samkvæmt þessu nýja markmiði sínu. Í stuttu máli virðist reynsla þeirra skóla sem lagt hafa út á þessa braut, vera sú að það eru næg og vaxandi verkefni sem lúta að því að endurmeta og uppræta hina rótgrónu aldursmúra innan háskóla. Leggja þurfi aukna áherslur á fjölbreytni, horfa til þátttöku í ævilangri menntun og starfsþróun og samhliða þurfi að koma á auknum samskiptum og miðlun reynslu og þekkingar milli kynslóða. Þau breyttu viðhorf sem hér kom fram endurspegla jafnframt siðferðileg gildi sem vinna gegn aldurssmánun (e. ageism). Þróun í þessa átt er álitin mikilvægur þáttur í að efla getu hvers samfélags til að takast á við fyrirsjáanleg og krefjandi verkefni sem leiða af fjölgun aldraðra og þar með getu samfélagsins til að viðhalda og auka persónuleg lífsgæði bæði eldra og yngra fólks á næstu áratugum. Tíu áhersluþættir aldursvænna háskóla. Að hvetja til þátttöku eldra fólks í allri kjarnastarfsemi háskólans, þar með talið í stefnumótun og þróun, kennslu- og rannsóknaáætlunum.Að stuðla að persónulegri og starfstengdri þróun einstaklinga á seinni hluta lífsins með því að styðja þá sem vilja þroska annan starfs- eða lífsferil en fyrra nám beindist að.Að viðurkenna breytt áhugasvið og námsþarfir eldra fólks, bæði þeirra sem hættu námi snemma og þeirra sem óska eftir að leggja stund á framhaldsnám síðar á ævinni.Að stuðla að námi sem miðast við að miðla sérþekkingu milli ólíkra aldurshópa og kynslóða.Að auka aðgengi að fræðsluefni á netinu til að skapa fjölbreyttar leiðir til þátttöku fyrir eldra fólk.Að tryggja að rannsóknaráætlanir háskólans taki mið af og efli umræðu um hvernig háskólamenntun geti betur svarað fjölbreyttum hagsmunum og þörfum eldra fólks. Að auka skilning háskólanemenda á ávinningi langlífis og þeirri auðlind margbreytileika sem felst í þroska og reynslu aldraðs fólks fyrir samfélagsið.Að auka aðgengi aldraðs fólk að rannsóknum sem tengjast heilsu- og lífsgæðaverkefnum sem og lista- og menningarstarfsemi.Að gefa gaum að eigin eftirlaunaþegum sem auðlind og að gagnsemi þess samfélags innan háskólans. Að tryggja reglulega samræðu og víðtæk tengsl við hagsmunasamtök aldraðra.Halldór S. Guðmundsson er framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar og dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Sigrún Júlíusdóttir er prófessor emerita við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Með breyttri aldursamsetningu þjóðarinnar er komin upp ný staða sem felst í aukinni eftirspurn eldra fólks eftir menntun á háskólastigi. Samhliða þessu kann að verða stöðnun eða samdráttur í fjölda yngri nemenda í háskóla. Alkunna er að nú eiga sér stað breytingar í aldurssamsetningu vestrænna þjóða með fyrirsjáanlegri mikilli fjölgun íbúa eldri en 67 ára. Þessar breytingar eru komnar lengra í Evrópu og Norður Ameríku en hér á landi. Þær hafa ásamt áhrifum af tæknilegri þróun, leitt af sér nýjar þarfir fyrir menntun, virkni og þátttöku eldra fólks. Þrátt fyrir þessa staðreynd eru nemendur í háskólum hvorki mjög upplýstir um öldrun né eiga samskipti við aldrað fólk í námi sínu. Bent hefur verið á að af þessum sökum þurfi sérstaklega að auka almenna fræðslu og þekkingu um öldrun og að slík fræðsla sé grundvöllur þess að samfélög geti höndlað ný verkefni sem leiða af ört vaxandi hlut eldra fólks í samfélaginu. Á sama hátt má færa rök fyrir að eldri borgarar hafi mikla þörf fyrir aukna fræðslu og samskipti við yngra fólk, meðal annars til að takast á við breytt hlutverk, áherslu á tölvu- og tæknigetu, eigin umönnun, sjálfsþjónustu og vaxandi hlut sjálfsafgreiðslu af ýmsu tagi. Af þessum ástæðum hafa háskólar og rannsóknastofnanir víða erlendis farið að kynna sig út frá áherslum á aldursvæna háskóla (e. age friendly university). Í því felst að í kjarnastarfsemi háskólanna, kennslu og rannsóknum, sé gert ráð fyrir aðgengi og virkri þátttöku eldra fólks. Þessar áherslur eru útfærðar í tíu grunnreglum samtaka aldursvænna háskóla. Í dag er enginn íslensku háskólanna að vinna markvisst með þessar áherslubreytingar svo vitað sé. Um nokkurt skeið hafa þó eftirlaunaþegar innan Háskóla Íslands getað gert persónulega verkefnasamninga um starfsframlag, vinnuaðstöðu og tölvuþjónustu Í byrjun árs 2019 kom út hefti af tímaritinu „Gerontology & Geriatrics Education“ (Öldrunarfræði og menntun), sem helgað var umfjöllun um starfsemi, áherslur og áskoranir sem háskólar í Samtökum aldursvænna háskóla takast á við samkvæmt þessu nýja markmiði sínu. Í stuttu máli virðist reynsla þeirra skóla sem lagt hafa út á þessa braut, vera sú að það eru næg og vaxandi verkefni sem lúta að því að endurmeta og uppræta hina rótgrónu aldursmúra innan háskóla. Leggja þurfi aukna áherslur á fjölbreytni, horfa til þátttöku í ævilangri menntun og starfsþróun og samhliða þurfi að koma á auknum samskiptum og miðlun reynslu og þekkingar milli kynslóða. Þau breyttu viðhorf sem hér kom fram endurspegla jafnframt siðferðileg gildi sem vinna gegn aldurssmánun (e. ageism). Þróun í þessa átt er álitin mikilvægur þáttur í að efla getu hvers samfélags til að takast á við fyrirsjáanleg og krefjandi verkefni sem leiða af fjölgun aldraðra og þar með getu samfélagsins til að viðhalda og auka persónuleg lífsgæði bæði eldra og yngra fólks á næstu áratugum. Tíu áhersluþættir aldursvænna háskóla. Að hvetja til þátttöku eldra fólks í allri kjarnastarfsemi háskólans, þar með talið í stefnumótun og þróun, kennslu- og rannsóknaáætlunum.Að stuðla að persónulegri og starfstengdri þróun einstaklinga á seinni hluta lífsins með því að styðja þá sem vilja þroska annan starfs- eða lífsferil en fyrra nám beindist að.Að viðurkenna breytt áhugasvið og námsþarfir eldra fólks, bæði þeirra sem hættu námi snemma og þeirra sem óska eftir að leggja stund á framhaldsnám síðar á ævinni.Að stuðla að námi sem miðast við að miðla sérþekkingu milli ólíkra aldurshópa og kynslóða.Að auka aðgengi að fræðsluefni á netinu til að skapa fjölbreyttar leiðir til þátttöku fyrir eldra fólk.Að tryggja að rannsóknaráætlanir háskólans taki mið af og efli umræðu um hvernig háskólamenntun geti betur svarað fjölbreyttum hagsmunum og þörfum eldra fólks. Að auka skilning háskólanemenda á ávinningi langlífis og þeirri auðlind margbreytileika sem felst í þroska og reynslu aldraðs fólks fyrir samfélagsið.Að auka aðgengi aldraðs fólk að rannsóknum sem tengjast heilsu- og lífsgæðaverkefnum sem og lista- og menningarstarfsemi.Að gefa gaum að eigin eftirlaunaþegum sem auðlind og að gagnsemi þess samfélags innan háskólans. Að tryggja reglulega samræðu og víðtæk tengsl við hagsmunasamtök aldraðra.Halldór S. Guðmundsson er framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar og dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Sigrún Júlíusdóttir er prófessor emerita við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun