Hver er Boris? Sif Sigmarsdóttir skrifar 27. júlí 2019 10:45 Boris Johnson tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í vikunni. En hver er Boris Johnson? Er hann góðlátlegur klaufabárður, trúður sem álpaðist í embætti forsætisráðherra? Er hann pólitískur bragðarefur, kaldrifjaður valdafíkill sem velur sér skoðanir eftir hentisemi? Breskir fjölmiðlar hafa undanfarið verið uppfullir af frásögnum fólks af kynnum þess við Boris. „Borisar saga“ fjölmiðlamannsins Jeremy Vine fangar sagna best hversu flókin spurningin er.Borisar saga Johnson Árið er 2006. Fjórar mínútur eru til stefnu þegar Boris Johnson kemur hlaupandi inn í hátíðarsal Hilton hótelsins við Park Lane í London. Hann er ræðumaður kvöldsins. Jeremy Vine situr við eitt kvöldverðarborðanna og á að veita verðlaun. Boris rýkur á Jeremy. „Jeremy. Hvar er ég staddur?“ „Þú ert á Alþjóðlegu verðbréfunarverðlaununum.“ „Hver er ræðumaðurinn?“ „Þú.“ „Jesús minn! Hvenær á ég að tala?“ „Umm … Núna.“ „Ein spurning: Hvað er verðbréfun?“ Viðstaddir reyna að útskýra. Boris biður um blað. Einn gestanna snýr við matseðli kvöldsins og réttir Boris. „Er einhver með penna?“ Jeremy fylgist með Boris hripa niður punkta. Boris rymur af áreynslu. Skipuleggjandi verðlaunanna horfir á þá uggandi. Jeremy greinir orðin „sauðfé“ og „hákarl“. Skyndilega glymur í hljóðkerfinu: „Bjóðið hjartanlega velkominn þingmanninn Boris Johnson.“ Boris er dreginn upp á svið. Jeremy tekur eftir því að Boris gleymdi blöðunum með ræðunni á borðinu. Hann sýpur hveljur. Ætti hann að hlaupa á eftir honum? En það er um seinan. Boris er byrjaður að tala. „Umm … verið velkomin á … umm …“ Boris er búinn að gleyma hvar hann er staddur. Jeremy sekkur ofan í sæti sitt. Hvílíkt klúður. Boris tvístígur á sviðinu. En skyndilega snýr hann sér við í púltinu með leikrænum tilburðum. Yfirskrift samkomunnar blasir við á veggnum fyrir aftan hann. „Velkomin á Alþjóðlegu verðbréfunarverðlaunin,“ hrópar Boris sigri hrósandi. Viðstaddir skellihlæja. Boris rótar í hárinu á sér. „Umm … Sauðfé.“ Boris segir sögu af frænda sínum sem er sauðfjárbóndi og má ekki urða dýr sem drepast heldur þarf að fá sláturhús í málið. „Kind drapst í dag. Út af reglugerð Evrópusambandsins þurfti frændi að hringja í náunga í sláturhúsi í fimmtíu mílna fjarlægð. Hann hét Mick – nei, Jim – nei, fyrirgefið, Margrét, það var Margrét.“ Salurinn veltist um af hlátri. „Þetta er ástæðan fyrir því að borgarstjórinn í myndinni Jaws er pólitísk hetja mín. Hann hélt ströndunum opnum. Hann afnam allar kjánalegar heilsu- og öryggisreglugerðir og sagði fólki bara að synda, synda, synda. Ég geri mér grein fyrir því að afleiðingar þess voru að hákarl át nokkur saklaus börn. En hugsið ykkur gleðina sem meirihlutinn fékk út úr ströndunum vegna áræðni borgarstjórans í Jaws.“ Fagnaðarlæti brjótast út. Boris hafði breytt klúðri í einlægan gamanleik. Eða hvað? Átján mánuðum síðar: Jeremy Vine er á ný staddur á samkomu til að veita verðlaun. Skipuleggjendur eru órólegir. Aðalræðumaðurinn er ókominn. Skyndilega þýtur Boris Johnson inn í salinn. „Jeremy. Hvar er ég?“ Jeremy þylur yfirskrift samkomunnar. „Hver á að tala? Ha, ég? Er einhver með penna?“ Boris hripar niður stikkorð á blað. „Sauðfé“. „Hákarl“. Hann er dreginn upp á svið. „Verið velkomin á … umm …“ Boris snýr sér við og les af veggnum. „En vandræðalegt. Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður.“ Salurinn hlær. Jeremy Vine gapir. Sauðféð; frændinn; Mick, Jim og Margrét; borgarstjórinn úr Jaws. Allt er á sínum stað. Er líf á öðrum hnöttum? Hvað varð um Ameliu Earhart? Hver er Boris Johnson? Spurningin bætist nú við fleiri óleystar ráðgátur veraldar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Boris Johnson tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í vikunni. En hver er Boris Johnson? Er hann góðlátlegur klaufabárður, trúður sem álpaðist í embætti forsætisráðherra? Er hann pólitískur bragðarefur, kaldrifjaður valdafíkill sem velur sér skoðanir eftir hentisemi? Breskir fjölmiðlar hafa undanfarið verið uppfullir af frásögnum fólks af kynnum þess við Boris. „Borisar saga“ fjölmiðlamannsins Jeremy Vine fangar sagna best hversu flókin spurningin er.Borisar saga Johnson Árið er 2006. Fjórar mínútur eru til stefnu þegar Boris Johnson kemur hlaupandi inn í hátíðarsal Hilton hótelsins við Park Lane í London. Hann er ræðumaður kvöldsins. Jeremy Vine situr við eitt kvöldverðarborðanna og á að veita verðlaun. Boris rýkur á Jeremy. „Jeremy. Hvar er ég staddur?“ „Þú ert á Alþjóðlegu verðbréfunarverðlaununum.“ „Hver er ræðumaðurinn?“ „Þú.“ „Jesús minn! Hvenær á ég að tala?“ „Umm … Núna.“ „Ein spurning: Hvað er verðbréfun?“ Viðstaddir reyna að útskýra. Boris biður um blað. Einn gestanna snýr við matseðli kvöldsins og réttir Boris. „Er einhver með penna?“ Jeremy fylgist með Boris hripa niður punkta. Boris rymur af áreynslu. Skipuleggjandi verðlaunanna horfir á þá uggandi. Jeremy greinir orðin „sauðfé“ og „hákarl“. Skyndilega glymur í hljóðkerfinu: „Bjóðið hjartanlega velkominn þingmanninn Boris Johnson.“ Boris er dreginn upp á svið. Jeremy tekur eftir því að Boris gleymdi blöðunum með ræðunni á borðinu. Hann sýpur hveljur. Ætti hann að hlaupa á eftir honum? En það er um seinan. Boris er byrjaður að tala. „Umm … verið velkomin á … umm …“ Boris er búinn að gleyma hvar hann er staddur. Jeremy sekkur ofan í sæti sitt. Hvílíkt klúður. Boris tvístígur á sviðinu. En skyndilega snýr hann sér við í púltinu með leikrænum tilburðum. Yfirskrift samkomunnar blasir við á veggnum fyrir aftan hann. „Velkomin á Alþjóðlegu verðbréfunarverðlaunin,“ hrópar Boris sigri hrósandi. Viðstaddir skellihlæja. Boris rótar í hárinu á sér. „Umm … Sauðfé.“ Boris segir sögu af frænda sínum sem er sauðfjárbóndi og má ekki urða dýr sem drepast heldur þarf að fá sláturhús í málið. „Kind drapst í dag. Út af reglugerð Evrópusambandsins þurfti frændi að hringja í náunga í sláturhúsi í fimmtíu mílna fjarlægð. Hann hét Mick – nei, Jim – nei, fyrirgefið, Margrét, það var Margrét.“ Salurinn veltist um af hlátri. „Þetta er ástæðan fyrir því að borgarstjórinn í myndinni Jaws er pólitísk hetja mín. Hann hélt ströndunum opnum. Hann afnam allar kjánalegar heilsu- og öryggisreglugerðir og sagði fólki bara að synda, synda, synda. Ég geri mér grein fyrir því að afleiðingar þess voru að hákarl át nokkur saklaus börn. En hugsið ykkur gleðina sem meirihlutinn fékk út úr ströndunum vegna áræðni borgarstjórans í Jaws.“ Fagnaðarlæti brjótast út. Boris hafði breytt klúðri í einlægan gamanleik. Eða hvað? Átján mánuðum síðar: Jeremy Vine er á ný staddur á samkomu til að veita verðlaun. Skipuleggjendur eru órólegir. Aðalræðumaðurinn er ókominn. Skyndilega þýtur Boris Johnson inn í salinn. „Jeremy. Hvar er ég?“ Jeremy þylur yfirskrift samkomunnar. „Hver á að tala? Ha, ég? Er einhver með penna?“ Boris hripar niður stikkorð á blað. „Sauðfé“. „Hákarl“. Hann er dreginn upp á svið. „Verið velkomin á … umm …“ Boris snýr sér við og les af veggnum. „En vandræðalegt. Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður.“ Salurinn hlær. Jeremy Vine gapir. Sauðféð; frændinn; Mick, Jim og Margrét; borgarstjórinn úr Jaws. Allt er á sínum stað. Er líf á öðrum hnöttum? Hvað varð um Ameliu Earhart? Hver er Boris Johnson? Spurningin bætist nú við fleiri óleystar ráðgátur veraldar.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar