Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð rúmir fjórir mánuðir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. júlí 2019 15:00 Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans. Skjáskot/Stöð 2 Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð á Landspítalanum eru 4,3 mánuðir og er það einum og hálfum mánuði lengri bið en viðmið Landlæknis segja til um. Lengst er biðin í liðskipta- og offituaðgerðir eða sex til átta mánuðir. Í vikunni hefur verið fjallað um alvarlegt ástand sem skapast hefur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans en það sem af er ári hefur hjartaskurðaðgerðum verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum. Ástæðan er skortur á gjörgæslurýmum og stafar sá skortur aðallega af vöntun á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum. Sjúklingar hafa þurft að bíða í hátt í fjörutíu daga eftir aðgerð en það er talsvert lengri tími en öruggt er talið. Ástandið á hjarta- og lungnadeild fer batnandi að sögn Vigdísar Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs spítalans. Hjúkrunarfræðingar hafa tekið á sig mikla aukavinnu til að bregðast við ástandinu. Í samræmi við tilmæli Landlæknis eiga sjúklingar ekki að bíða lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð en langir biðlistar eiga við um fleiri aðgerðir á spítalanum. Meðtalbiðtíminn er lengri en viðmið Landlæknis segja til um, eða 4,3 mánuðir. Vigdís segir að flestar sérgreinar nái þó að veita þjónustu innan viðmiðanna. „En í ákveðnum aðgerðaflokkum hefur það ekki alveg tekist. Þar eru til dæmis liðskiptaaðgerðirnar dæmi, okkur hefur ekki gengið alveg nógu vel þar, og líka offituaðgerðir. Þar bíða sjúklingar kannski upp undir hálft ár eftir því að komast í aðgerð.“ Bið eftir liðskiptaaðgerð eftir að sjúklingur er komin á biðlista sé um 6 til 8 mánuðir. Þá sé biðtími eftir augnsteinaaðgerð vel innan við þrjá mánuðir. Vigdís segir að krabbameinsaðgerðir séu í forgangi. „Biðtíminn þar er svona tvær til fjórar vikur. Þá er oft verið að nýta glugga í meðferð sjúklinga til að taka þá í aðgerð og það hefur gengið vel.“ Vigdís segir að stöðugt sé unnið að því að stytta biðtímann eftir aðgerð. Það þurfi að fjölga hjúkrunarfræðingum, bæði á gjörgæslu og á legudeildunum. „Við höfum þurft að loka plássum á legudeildunum okkar líka og það gerir það að verkum að þessi samhangandi keðja sem skurðaðgerðarferlið er gengur ekki alltaf upp.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð á Landspítalanum eru 4,3 mánuðir og er það einum og hálfum mánuði lengri bið en viðmið Landlæknis segja til um. Lengst er biðin í liðskipta- og offituaðgerðir eða sex til átta mánuðir. Í vikunni hefur verið fjallað um alvarlegt ástand sem skapast hefur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans en það sem af er ári hefur hjartaskurðaðgerðum verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum. Ástæðan er skortur á gjörgæslurýmum og stafar sá skortur aðallega af vöntun á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum. Sjúklingar hafa þurft að bíða í hátt í fjörutíu daga eftir aðgerð en það er talsvert lengri tími en öruggt er talið. Ástandið á hjarta- og lungnadeild fer batnandi að sögn Vigdísar Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs spítalans. Hjúkrunarfræðingar hafa tekið á sig mikla aukavinnu til að bregðast við ástandinu. Í samræmi við tilmæli Landlæknis eiga sjúklingar ekki að bíða lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð en langir biðlistar eiga við um fleiri aðgerðir á spítalanum. Meðtalbiðtíminn er lengri en viðmið Landlæknis segja til um, eða 4,3 mánuðir. Vigdís segir að flestar sérgreinar nái þó að veita þjónustu innan viðmiðanna. „En í ákveðnum aðgerðaflokkum hefur það ekki alveg tekist. Þar eru til dæmis liðskiptaaðgerðirnar dæmi, okkur hefur ekki gengið alveg nógu vel þar, og líka offituaðgerðir. Þar bíða sjúklingar kannski upp undir hálft ár eftir því að komast í aðgerð.“ Bið eftir liðskiptaaðgerð eftir að sjúklingur er komin á biðlista sé um 6 til 8 mánuðir. Þá sé biðtími eftir augnsteinaaðgerð vel innan við þrjá mánuðir. Vigdís segir að krabbameinsaðgerðir séu í forgangi. „Biðtíminn þar er svona tvær til fjórar vikur. Þá er oft verið að nýta glugga í meðferð sjúklinga til að taka þá í aðgerð og það hefur gengið vel.“ Vigdís segir að stöðugt sé unnið að því að stytta biðtímann eftir aðgerð. Það þurfi að fjölga hjúkrunarfræðingum, bæði á gjörgæslu og á legudeildunum. „Við höfum þurft að loka plássum á legudeildunum okkar líka og það gerir það að verkum að þessi samhangandi keðja sem skurðaðgerðarferlið er gengur ekki alltaf upp.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira