Fimleikafélagið staðfesti félagaskiptin síðdegis.
FH hefur samið við Morten Beck Guldsmed út keppnistímabilið 2019. Morten Beck er 31 ára sóknarmaður sem er að koma til okkar frá Viborg FF í Danmörku. Við FH-ingar bjóðum Morten Beck velkominn í Kaplakrika. #ViðerumFH#fotboltinetpic.twitter.com/2opiWUOpC3
— FHingar (@fhingar) July 25, 2019
Morten Beck lék með KR sumarið 2016. Hann skoraði þá sex mörk í 21 deildarleik.
Hinn 31 árs Morten Beck lék síðast með Viborg í heimalandinu. Hann hefur lengst af ferilsins leikið í dönsku B-deildinni.
FH hefur verið í framherjaleit í júlíglugganum og reyndi m.a. að fá Kristján Flóka Finnbogason frá Start. Hann samdi hins vegar við KR og kemur til liðsins í næstu viku.
Eftir 13 umferðir er FH í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar með 19 stig. Næsti leikur FH er gegn KA fyrir norðan á sunnudaginn.