Varnarsamningurinn – fíllinn í stofunni Stefán Pálsson skrifar 24. júlí 2019 11:45 Stóraukin umsvif Nató og Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli hafa verið mikið í fréttum nú í sumar. Fregnir þessar koma illa við marga enda var lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði fagnað mjög haustið 2006. Rétt er að rifja upp að í aðdraganda lokunarinnar á sínum tíma var Bandaríkjastjórn einkum umhugað að spara fjármuni og færa til herafla, meðal annars vegna stríðsreksturs í Miðausturlöndum. Stjórnvöld í Washington vildu því hætta rekstri fullbúinnar herstöðvar, en höfðu þess í stað hug á að tryggja sér aðstöðu sem taka mætti í gagnið með skömmum fyrirvara ef aðstæður breyttust. Íslenskir ráðamenn tóku þeim umleitunum illa. Stjórnmálamenn sem dyggilega höfðu stutt hersetuna litu á hugmyndir um að leggja niður Keflavíkurstöðina sem persónuleg svik og margt bendir til þess að utanríkisráðuneytið hafi ofmetið þá velvild sem íslenskir ráðherrar töldu sig njóta hjá háttsettum aðilum í Hvíta húsinu, meðal annars vegna stuðnings Íslands við Íraksstríðið. Viðræðurnar um lokun herstöðvarinnar hlupu því í hnút og niðurstaðan varð umfangsmeiri niðurlagning hernaðarstarfsemi en Bandaríkjamenn hefðu líklega helst kosið. Herinn fór þó aldrei fyllilega. Áfram voru reknar fjarskipta- og ratsjárstöðvar á Íslandi sem gegna mikilvægu hlutverki í hernaðarkerfi Bandaríkjanna og í tengslum við lokun Keflavíkurstöðvarinnar var farið að skipuleggja flugæfingar fyrir orrustuvélar Nató-ríkja á Íslandi, svokölluð loftrýmisgæsla. Hún var kynnt til sögunnar sem tímabundin ráðstöfun, en fest varanlega í sessi í tíð vinstristjórannar og er í dag meira að segja bundin í þjóðaröryggisstefnu landsins.Blásið í herlúðra Á síðustu árum hefur áhugi Bandaríkjamanna á Norðurslóðum farið vaxandi. Reynt hefur verið að draga upp þá mynd að ógn stafi af hernaðarmætti Rússa í okkar heimshluta. Hugmyndin er fjarstæðukennd, þótt ekki sé horft til annars en þess hvílíkur munur er á efnahags- og hernaðarlegum styrk Rússa annars vegar en Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra hins vegar. Allir íslenskir stjórnmálaflokkar eru sekir um að hafa alið á þessari nýju Rússagrýlu, ýmist með því að taka undir hana eða með þögninni. Á grunni hennar hafa bandarísk umsvif á Keflavíkurflugvelli aukist jafnt og þétt, einkum í tengslum við kafbátaleitarflug og það er einmitt í því skyni sem stærstur hluti framkvæmdanna nú er hugsaður. Með varnarsamningnum svokallaða milli Íslands og Bandaríkjanna, sem og bókunum við hann – þar á meðal samkomulag það sem Lilja Alfreðsdóttir þáverandi utanríkisráðherra undirritaði sumarið 2016 – eru Bandaríkin komin í nákvæmlega þá stöðu sem þau óskuðu sér árið 2006. Bandaríkin hafa í raun sjálfdæmi um hvaða viðbúnað þau telja sig þurfa að hafa hér á landi og á hvaða aðstöðu það kalli. Til viðbótar við varnarsamningin bætist aðild Íslands að Nató, þar sem litið er svo á að þátttökugjald Íslendinga í hernaðarbandalaginu sé að tryggja Bandaríkjamönnum þá aðstöðu sem þeim þóknast. Það var mikil ógæfa að varnarsamningnum við Bandaríkin hafi ekki verið sagt upp um leið og lokun herstöðvarinnar var ákveðin. Sá samningur er fíllinn í stofunni sem flestir forðast að nefna þegar talið berst að misvinsælum hernaðarframkvæmdum hér á landi. Því fyrr sem alvöru umræða hefst um framtíð þess samnings, því betra.Höfundur er sagnfræðingur og friðarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Stóraukin umsvif Nató og Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli hafa verið mikið í fréttum nú í sumar. Fregnir þessar koma illa við marga enda var lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði fagnað mjög haustið 2006. Rétt er að rifja upp að í aðdraganda lokunarinnar á sínum tíma var Bandaríkjastjórn einkum umhugað að spara fjármuni og færa til herafla, meðal annars vegna stríðsreksturs í Miðausturlöndum. Stjórnvöld í Washington vildu því hætta rekstri fullbúinnar herstöðvar, en höfðu þess í stað hug á að tryggja sér aðstöðu sem taka mætti í gagnið með skömmum fyrirvara ef aðstæður breyttust. Íslenskir ráðamenn tóku þeim umleitunum illa. Stjórnmálamenn sem dyggilega höfðu stutt hersetuna litu á hugmyndir um að leggja niður Keflavíkurstöðina sem persónuleg svik og margt bendir til þess að utanríkisráðuneytið hafi ofmetið þá velvild sem íslenskir ráðherrar töldu sig njóta hjá háttsettum aðilum í Hvíta húsinu, meðal annars vegna stuðnings Íslands við Íraksstríðið. Viðræðurnar um lokun herstöðvarinnar hlupu því í hnút og niðurstaðan varð umfangsmeiri niðurlagning hernaðarstarfsemi en Bandaríkjamenn hefðu líklega helst kosið. Herinn fór þó aldrei fyllilega. Áfram voru reknar fjarskipta- og ratsjárstöðvar á Íslandi sem gegna mikilvægu hlutverki í hernaðarkerfi Bandaríkjanna og í tengslum við lokun Keflavíkurstöðvarinnar var farið að skipuleggja flugæfingar fyrir orrustuvélar Nató-ríkja á Íslandi, svokölluð loftrýmisgæsla. Hún var kynnt til sögunnar sem tímabundin ráðstöfun, en fest varanlega í sessi í tíð vinstristjórannar og er í dag meira að segja bundin í þjóðaröryggisstefnu landsins.Blásið í herlúðra Á síðustu árum hefur áhugi Bandaríkjamanna á Norðurslóðum farið vaxandi. Reynt hefur verið að draga upp þá mynd að ógn stafi af hernaðarmætti Rússa í okkar heimshluta. Hugmyndin er fjarstæðukennd, þótt ekki sé horft til annars en þess hvílíkur munur er á efnahags- og hernaðarlegum styrk Rússa annars vegar en Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra hins vegar. Allir íslenskir stjórnmálaflokkar eru sekir um að hafa alið á þessari nýju Rússagrýlu, ýmist með því að taka undir hana eða með þögninni. Á grunni hennar hafa bandarísk umsvif á Keflavíkurflugvelli aukist jafnt og þétt, einkum í tengslum við kafbátaleitarflug og það er einmitt í því skyni sem stærstur hluti framkvæmdanna nú er hugsaður. Með varnarsamningnum svokallaða milli Íslands og Bandaríkjanna, sem og bókunum við hann – þar á meðal samkomulag það sem Lilja Alfreðsdóttir þáverandi utanríkisráðherra undirritaði sumarið 2016 – eru Bandaríkin komin í nákvæmlega þá stöðu sem þau óskuðu sér árið 2006. Bandaríkin hafa í raun sjálfdæmi um hvaða viðbúnað þau telja sig þurfa að hafa hér á landi og á hvaða aðstöðu það kalli. Til viðbótar við varnarsamningin bætist aðild Íslands að Nató, þar sem litið er svo á að þátttökugjald Íslendinga í hernaðarbandalaginu sé að tryggja Bandaríkjamönnum þá aðstöðu sem þeim þóknast. Það var mikil ógæfa að varnarsamningnum við Bandaríkin hafi ekki verið sagt upp um leið og lokun herstöðvarinnar var ákveðin. Sá samningur er fíllinn í stofunni sem flestir forðast að nefna þegar talið berst að misvinsælum hernaðarframkvæmdum hér á landi. Því fyrr sem alvöru umræða hefst um framtíð þess samnings, því betra.Höfundur er sagnfræðingur og friðarsinni
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun