Hver á hvað? Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 24. júlí 2019 08:00 Ég átti afmæli um helgina og í tilefni af því gistu barnabörnin hjá ömmu og afa. Yfir hafragrautnum á mánudagsmorgni horfði ég á eitt þriggja ára andlit og annað fimm ára og það var verið að ræða málin. „Ég á ykkur,“ sagði ég til að reyna þau. „Ég er amma ykkar og ég á ykkur!“ Þá horfði þriggja ára nafna mín á mig og sagði: „Nei, þú átt okkur ekki, við eigum þig!“ Ég reyndi að malda í móinn og endurtók yfirlýsingu mína heldur ákveðnari, en hún svaraði fullum hálsi og ítrekaði afstöðu sína. Fimm ára drengurinn vildi milda stemninguna og mælti: „En Guð á okkur öll!“ Og þar með lauk þeirri umræðu en ný málefni tekin á dagskrá. Í rauninni var ég heldur ánægð með yfirlýsingar barnanna beggja. – Þriggja ára skottið bar fram sjálfstæðisyfirlýsingu en fimm ára heimspekingurinn minnti á ást Guðs á öllum mönnum. Það er sístætt umræðuefni þetta með eignarréttinn. Hver á hvað í þessum heimi? Nýlega lá ég á mosaþembu og horfði úr svimandi hæð á fuglinn bjástra í bjarginu undir Arnarstapa líkt og hann hefur gert í þúsundir ára. Uppstreymið af bjarginu bar með sér stækan þef af driti í bland við ilm af hafi. Á heimleiðinni gargaði krían í eyru mér í miklum ham við að verja varpsvæði sitt. Tvær kríur höfðu tyllt sér á skilti við veginn sem á var letrað: „Einkavegur“ líkt og upp á grín, því krían veit betur og fylgir sínum málum ekki síður fast eftir en hún nafna mín. „Þú átt mig ekki, ég á þig!“ Í árþúsundir hefur vorað á Íslandi og gróandinn tekið völdin með fuglasöng, flugnasuði og tófugaggi. Svo mun áfram verða hvað sem öllu mannlífi líður. Við eigum ekki þetta land, landið á okkur. Og vilji einhver um það deila mælir fimm ára barnsröddin: „En Guð á okkur öll!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Sjá meira
Ég átti afmæli um helgina og í tilefni af því gistu barnabörnin hjá ömmu og afa. Yfir hafragrautnum á mánudagsmorgni horfði ég á eitt þriggja ára andlit og annað fimm ára og það var verið að ræða málin. „Ég á ykkur,“ sagði ég til að reyna þau. „Ég er amma ykkar og ég á ykkur!“ Þá horfði þriggja ára nafna mín á mig og sagði: „Nei, þú átt okkur ekki, við eigum þig!“ Ég reyndi að malda í móinn og endurtók yfirlýsingu mína heldur ákveðnari, en hún svaraði fullum hálsi og ítrekaði afstöðu sína. Fimm ára drengurinn vildi milda stemninguna og mælti: „En Guð á okkur öll!“ Og þar með lauk þeirri umræðu en ný málefni tekin á dagskrá. Í rauninni var ég heldur ánægð með yfirlýsingar barnanna beggja. – Þriggja ára skottið bar fram sjálfstæðisyfirlýsingu en fimm ára heimspekingurinn minnti á ást Guðs á öllum mönnum. Það er sístætt umræðuefni þetta með eignarréttinn. Hver á hvað í þessum heimi? Nýlega lá ég á mosaþembu og horfði úr svimandi hæð á fuglinn bjástra í bjarginu undir Arnarstapa líkt og hann hefur gert í þúsundir ára. Uppstreymið af bjarginu bar með sér stækan þef af driti í bland við ilm af hafi. Á heimleiðinni gargaði krían í eyru mér í miklum ham við að verja varpsvæði sitt. Tvær kríur höfðu tyllt sér á skilti við veginn sem á var letrað: „Einkavegur“ líkt og upp á grín, því krían veit betur og fylgir sínum málum ekki síður fast eftir en hún nafna mín. „Þú átt mig ekki, ég á þig!“ Í árþúsundir hefur vorað á Íslandi og gróandinn tekið völdin með fuglasöng, flugnasuði og tófugaggi. Svo mun áfram verða hvað sem öllu mannlífi líður. Við eigum ekki þetta land, landið á okkur. Og vilji einhver um það deila mælir fimm ára barnsröddin: „En Guð á okkur öll!“
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun