Hátt í fjörutíu daga bið eftir aðgerð: „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 23. júlí 2019 20:30 Hjónin Reynir Guðmundsson og Sigríður Lárusdóttir segja biðina erfiða fyrir fjölskylduna. Stöð 2 Sjúklingar á lungna- og hjartadeild Landspítalans hafa þurft að bíða á legudeild spítalans eftir því að komast í aðgerð í hátt í fjörutíu daga. Ástæðan er plássleysi á gjörgæslu. Maður sem beðið hefur í einn og hálfan mánuð segir biðina hafa mjög slæm áhrif á hann andlega sem og fjölskyldu hans. Yfirlæknir segir ástandið glatað og óviðunandi. Reynir Guðmundsson, fékk hjartabilun í byrjun júní og þarf að fara í hjartaaðgerð. Hann liggur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans og hefur aðgerðinni ítrekað verið frestað þar sem gjörgæslan getur ekki tekið við honum að aðgerð lokinni vegna skorts á rúmum. „Ég er búin að bíða í 39 daga og það er búið að fresta henni þrisvar sinnum og það er ekki viðeigandi ástand.“ Biðin hafi haft mikil áhrif á andlega heilsu hans og fjölskyldunnar. „Þetta er erfitt fyrir fjölskylduna, þetta er erfitt fyrir hann og þetta er bara ömurlegt.“ „Það er náttúrulega ekkert boðlegt að bíða í fjörutíu daga eftir aðgerð á spítala, segir Sigríður Lárusdóttir, kona Reynis. Reynir hefur sent alþingismönnum bréf vegna málsins þar sem hann hefur óskað eftir því að farið sé yfir stöðuna sem uppi er á gjörgæsludeildinni. Yfirlæknir tekur í sama streng. „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand sem við búum við akkúrat núna. Okkar sjúklingar þurfa gjörgæslurými eftir opnar hjartaskurðaðgerðir í einn til tvo daga og þetta eru þá kannski einu gjörgæslusjúklingarnir sem hægt er að stýra hérna inn í þessi rými þannig að þeir sitja á hakanum fyrir aðeins veikari sjúklingum,“ segir Gunnar Mýrdal, yfirlæknir á hjarta- og lungnadeild Landspítalans. Aðgerðirnar skipti umrædda sjúklingana þó gríðarlega miklu máli. Aðgerðirnar séu venjulega framkvæmdar innan nokkurra daga en biðin sé nú um 25 - 30 dagar. Fólkið sé það veikt að það geti ekki beðið heima. Þá velta hjónin fyrir sér kostnaði samfélagsins af því að hafa fólk sem gæti verið í vinnu í biðstöðu. „Ég hef ekkert farið í vinnu heldur. Þannig að þetta kostað samfélagið. það eru fleiri og fleiri manns sem liggja bara hér og geta ekki annað, segir Sigríður. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Sjúklingar á lungna- og hjartadeild Landspítalans hafa þurft að bíða á legudeild spítalans eftir því að komast í aðgerð í hátt í fjörutíu daga. Ástæðan er plássleysi á gjörgæslu. Maður sem beðið hefur í einn og hálfan mánuð segir biðina hafa mjög slæm áhrif á hann andlega sem og fjölskyldu hans. Yfirlæknir segir ástandið glatað og óviðunandi. Reynir Guðmundsson, fékk hjartabilun í byrjun júní og þarf að fara í hjartaaðgerð. Hann liggur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans og hefur aðgerðinni ítrekað verið frestað þar sem gjörgæslan getur ekki tekið við honum að aðgerð lokinni vegna skorts á rúmum. „Ég er búin að bíða í 39 daga og það er búið að fresta henni þrisvar sinnum og það er ekki viðeigandi ástand.“ Biðin hafi haft mikil áhrif á andlega heilsu hans og fjölskyldunnar. „Þetta er erfitt fyrir fjölskylduna, þetta er erfitt fyrir hann og þetta er bara ömurlegt.“ „Það er náttúrulega ekkert boðlegt að bíða í fjörutíu daga eftir aðgerð á spítala, segir Sigríður Lárusdóttir, kona Reynis. Reynir hefur sent alþingismönnum bréf vegna málsins þar sem hann hefur óskað eftir því að farið sé yfir stöðuna sem uppi er á gjörgæsludeildinni. Yfirlæknir tekur í sama streng. „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand sem við búum við akkúrat núna. Okkar sjúklingar þurfa gjörgæslurými eftir opnar hjartaskurðaðgerðir í einn til tvo daga og þetta eru þá kannski einu gjörgæslusjúklingarnir sem hægt er að stýra hérna inn í þessi rými þannig að þeir sitja á hakanum fyrir aðeins veikari sjúklingum,“ segir Gunnar Mýrdal, yfirlæknir á hjarta- og lungnadeild Landspítalans. Aðgerðirnar skipti umrædda sjúklingana þó gríðarlega miklu máli. Aðgerðirnar séu venjulega framkvæmdar innan nokkurra daga en biðin sé nú um 25 - 30 dagar. Fólkið sé það veikt að það geti ekki beðið heima. Þá velta hjónin fyrir sér kostnaði samfélagsins af því að hafa fólk sem gæti verið í vinnu í biðstöðu. „Ég hef ekkert farið í vinnu heldur. Þannig að þetta kostað samfélagið. það eru fleiri og fleiri manns sem liggja bara hér og geta ekki annað, segir Sigríður.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira