Adam Sandler sagður sýna stjörnuleik í væntanlegri mynd Birgir Olgeirsson skrifar 23. júlí 2019 15:32 Adam Sandler í Uncut Gems. TIFF Bandaríski leikarinn Adam Sandler er sagður sýna stjörnuleik í væntanlegri mynd sem verður sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. Myndin ber heitið Uncut Gems en þar er Sandler sagður í góðu formi og mögulega á pari við það sem hann sýndi í Punch Drunk Love eftir Paul Thomas Anderson og einnig í The Meyerowitz Stories eftir Noah Baumbach. Sandler hefur undanfarin ár verið þekktur fyrir gamanmyndir sem þykja ansi lágkúrulegar og latar en gagnrýnendur hafa keppst við að tæta þær í sig. Engu að síður státar Sandler af gífurlegum vinsældum en myndir hans eru með eitt mesta áhorfið á streymisveitum. Í Uncut Gems leikur Sandler skartgripasala í New York sem er gæddur miklum persónutöfrum. Skartgripasalinn er ávallt á höttunum eftir næsta stóra feng en í myndinni leggur hann allt í sölurnar til að ná þeim stærsta. Listrænn stjórnandi alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Toronto, Cameron Bailey, segir í samtali við IndieWire að Uncut Gems sé glæpatryllir sem gefi ekki tommu eftir. „Og það er hressandi að sjá Sandler í sinni bestu frammistöðu síðan hann var í Punch-Drunk Love,“ segir Bailey. Leikstjórar Uncut Gems eru bræðurnir Josh og Benny Safdie sem eiga að baki myndina Good Time sem skartaði Robert Pattinson í aðalhlutverki. Leikarinn hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína í þeirri mynd og var lengi vel orðaður við tilnefningu til Óskarsverðlauna. Aðrir leikarar í Uncut Gems eru Lakeith Stanfield, Idina Menzel, Judd Hirsch, Eric Bogosian, og Pom Klementieff. Netflix mun sjá um dreifingu myndarinnar á alþjóðavísu síðar á árinu. Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bandaríski leikarinn Adam Sandler er sagður sýna stjörnuleik í væntanlegri mynd sem verður sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. Myndin ber heitið Uncut Gems en þar er Sandler sagður í góðu formi og mögulega á pari við það sem hann sýndi í Punch Drunk Love eftir Paul Thomas Anderson og einnig í The Meyerowitz Stories eftir Noah Baumbach. Sandler hefur undanfarin ár verið þekktur fyrir gamanmyndir sem þykja ansi lágkúrulegar og latar en gagnrýnendur hafa keppst við að tæta þær í sig. Engu að síður státar Sandler af gífurlegum vinsældum en myndir hans eru með eitt mesta áhorfið á streymisveitum. Í Uncut Gems leikur Sandler skartgripasala í New York sem er gæddur miklum persónutöfrum. Skartgripasalinn er ávallt á höttunum eftir næsta stóra feng en í myndinni leggur hann allt í sölurnar til að ná þeim stærsta. Listrænn stjórnandi alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Toronto, Cameron Bailey, segir í samtali við IndieWire að Uncut Gems sé glæpatryllir sem gefi ekki tommu eftir. „Og það er hressandi að sjá Sandler í sinni bestu frammistöðu síðan hann var í Punch-Drunk Love,“ segir Bailey. Leikstjórar Uncut Gems eru bræðurnir Josh og Benny Safdie sem eiga að baki myndina Good Time sem skartaði Robert Pattinson í aðalhlutverki. Leikarinn hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína í þeirri mynd og var lengi vel orðaður við tilnefningu til Óskarsverðlauna. Aðrir leikarar í Uncut Gems eru Lakeith Stanfield, Idina Menzel, Judd Hirsch, Eric Bogosian, og Pom Klementieff. Netflix mun sjá um dreifingu myndarinnar á alþjóðavísu síðar á árinu.
Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira