Opið bréf til heilbrigðisráðherra Reynir Guðmundsson skrifar 23. júlí 2019 08:00 Undirritaður skrifar þetta opna bréf til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til að vekja athygli á því alvarlega ástandi sem hefur skapast á hjarta – og lungnadeild Landspítalans við Hringbraut. Á dögunum fengu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og allir þingmenn sama bréf frá undirrituðum. Nokkrir þingmenn hafa séð sér fært að svara bréfinu en enn hefur enginn ráðherra séð sér fært að svara bréfinu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem undirritaður hefur þá hefur staðan á deildinni sjaldan verið jafn alvarleg og hún er núna. Undirritaður er sjúklingur á hjarta- og lungnadeild Landspítala við Hringbraut og hefur þegar þetta er skrifað beðið í margar vikur eftir hjartaaðgerð eða frá því í byrjun júní. Undirritaður hefur verið kominn með aðgerðardag en aðgerð hefur verið frestað. Þetta er ítrekað að gerast og er farið að hafa mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu undirritaðs og jafnframt á aðstandendur sem hafa óneitanlega áhyggjur af ástandinu. Ástæður þess að aðgerðinni hefur ítrekað verið frestað í margar vikur er vegna þess að gjörgæslan getur ekki tekið við undirrituðum að aðgerð lokinni. Bæði vegna þess að fá rúm eru á gjörgæslunni og því miður er staðan sú að þau eru sífellt í notkun. Auk þessa er skortur á sérhæfðum gjörgæsluhjúkrunarfræðingum, m.a. vegna sumarleyfa. Aðgerð undirritaðs er þess eðlis að nauðsynlegt er að undirritaður fái umönnun á gjörgæslu að henni lokinni. Það sama á við fjóra aðra sjúklinga deildarinnar og er því undirritaður ekki einn í þessum aðstæðum. Undirritaður hefur átt samtal við frábært fagfólk deildarinnar og velt þessari stöðu fyrir sér. Í þessum samtölum hefur það komið fram frá fagfólki að rúm á gjörgæslu séu eingöngu helmingur af því sem þau ættu að vera miðað við þann fólksfjölda sem býr á Íslandi. Samkvæmt fagfólki þá er ekki tekið tillit til þess fjölda ferðamanna sem er í landinu hverju sinni. Samkvæmt þeim upplýsingum sem undirritaður hefur þá eru rýmin á gjörgæslunni við Hringbraut einungis sex talsins og undirritaður veit nú þegar um fimm einstaklinga, bara á hjarta- og lungnadeild sem bíða eftir aðgerð og þarfnast umönnunar á gjörgæsludeild að henni lokinni. Þessi staða er með öllu ólíðandi og hættuleg svo ekki sé talað um þau samfélagslegu áhrif sem hún hefur. Hvað kostar það samfélagið að hafa fimm einstaklinga í biðstöðu inni á lungna- og hjartadeild, menn sem gætu verið í vinnu og skilað sínu til samfélagsins? Undirritaður óskar þess að heilbrigðisráðherra fari vel yfir þá alvarlegu stöðu sem hefur skapast og upplýsi velferðarnefnd Alþingis og þingheim allan um hvernig bregðast eigi við stöðu sem þessari. Hvernig á að tryggja öryggi fólks sem bíður eftir aðgerðum og bregðast við ef slys verða á fólki sem þarfnast umönnunar á gjörgæsludeild? Undirritaður skrifar þetta bréf í von um að erindi þess verði tekið til greina. Fyrir hönd þeirra sjúklinga sem liggja inni á lungna- og hjartadeild Landspítala við Hringbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undirritaður skrifar þetta opna bréf til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til að vekja athygli á því alvarlega ástandi sem hefur skapast á hjarta – og lungnadeild Landspítalans við Hringbraut. Á dögunum fengu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og allir þingmenn sama bréf frá undirrituðum. Nokkrir þingmenn hafa séð sér fært að svara bréfinu en enn hefur enginn ráðherra séð sér fært að svara bréfinu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem undirritaður hefur þá hefur staðan á deildinni sjaldan verið jafn alvarleg og hún er núna. Undirritaður er sjúklingur á hjarta- og lungnadeild Landspítala við Hringbraut og hefur þegar þetta er skrifað beðið í margar vikur eftir hjartaaðgerð eða frá því í byrjun júní. Undirritaður hefur verið kominn með aðgerðardag en aðgerð hefur verið frestað. Þetta er ítrekað að gerast og er farið að hafa mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu undirritaðs og jafnframt á aðstandendur sem hafa óneitanlega áhyggjur af ástandinu. Ástæður þess að aðgerðinni hefur ítrekað verið frestað í margar vikur er vegna þess að gjörgæslan getur ekki tekið við undirrituðum að aðgerð lokinni. Bæði vegna þess að fá rúm eru á gjörgæslunni og því miður er staðan sú að þau eru sífellt í notkun. Auk þessa er skortur á sérhæfðum gjörgæsluhjúkrunarfræðingum, m.a. vegna sumarleyfa. Aðgerð undirritaðs er þess eðlis að nauðsynlegt er að undirritaður fái umönnun á gjörgæslu að henni lokinni. Það sama á við fjóra aðra sjúklinga deildarinnar og er því undirritaður ekki einn í þessum aðstæðum. Undirritaður hefur átt samtal við frábært fagfólk deildarinnar og velt þessari stöðu fyrir sér. Í þessum samtölum hefur það komið fram frá fagfólki að rúm á gjörgæslu séu eingöngu helmingur af því sem þau ættu að vera miðað við þann fólksfjölda sem býr á Íslandi. Samkvæmt fagfólki þá er ekki tekið tillit til þess fjölda ferðamanna sem er í landinu hverju sinni. Samkvæmt þeim upplýsingum sem undirritaður hefur þá eru rýmin á gjörgæslunni við Hringbraut einungis sex talsins og undirritaður veit nú þegar um fimm einstaklinga, bara á hjarta- og lungnadeild sem bíða eftir aðgerð og þarfnast umönnunar á gjörgæsludeild að henni lokinni. Þessi staða er með öllu ólíðandi og hættuleg svo ekki sé talað um þau samfélagslegu áhrif sem hún hefur. Hvað kostar það samfélagið að hafa fimm einstaklinga í biðstöðu inni á lungna- og hjartadeild, menn sem gætu verið í vinnu og skilað sínu til samfélagsins? Undirritaður óskar þess að heilbrigðisráðherra fari vel yfir þá alvarlegu stöðu sem hefur skapast og upplýsi velferðarnefnd Alþingis og þingheim allan um hvernig bregðast eigi við stöðu sem þessari. Hvernig á að tryggja öryggi fólks sem bíður eftir aðgerðum og bregðast við ef slys verða á fólki sem þarfnast umönnunar á gjörgæsludeild? Undirritaður skrifar þetta bréf í von um að erindi þess verði tekið til greina. Fyrir hönd þeirra sjúklinga sem liggja inni á lungna- og hjartadeild Landspítala við Hringbraut.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar