Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. júlí 2019 21:00 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Formaður Neytendasamtakanna vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug. Hann telur skilmálana dæmi um ósanngjarna viðskiptahætti en framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs segir málið snúast um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. Undanfarið hafa neytendasamtökin gagnrýnt svokallaða mætingarskyldu í flug, eða no show reglu. Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar án þess að endurgreiða farmiðana. „Og þetta þykir okkur vera ósanngjarnir skilmálar. Reyndar hafa fallið dómar í Evrópu gegn Iberia, KLM og Air France þar sem þessir skilmálar eru dæmdir ósanngjarnir,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Þá telur hann skilmálana ganga gegn 36.gr. samningalaga um ósanngjarna viðskiptahætti. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir málið snúast um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. „Og hins vegar hefur þetta haft með það að gera með hvaða flugfélögum hvert flugfélag starfar. Hvernig verið er að tengja saman ferðir mismunandi flugfélaga og svo framvegis þannig þetta hefur líka með reglur þeirra allra að gera þegar þau starfa saman,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs. Breki segir slíka reglu ekki tíðkast í neinum öðrum viðskiptum og vill hann að sjá breytingar á. „Ég vil að Icelandair felli niður þessa ósanngjörnu skilmála,“ sagði Breki. „Þetta er mál sem við höfum verið með í skoðun í svolítinn tíma. Það er að verða töluverð þróun gagnvart þessu máli alþjóðlega sem við fylgjumst grannt með og viljum auðvitað bara gera hið rétta í þessu,“ sagði Birna Ósk. „Og við hvetjum alla sem hafa lent í þessu að hafa samband við okkur því við viljum fá úr því skorið hvort þetta sé lögmætt eða ekki,“ sagði Breki. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug. Hann telur skilmálana dæmi um ósanngjarna viðskiptahætti en framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs segir málið snúast um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. Undanfarið hafa neytendasamtökin gagnrýnt svokallaða mætingarskyldu í flug, eða no show reglu. Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar án þess að endurgreiða farmiðana. „Og þetta þykir okkur vera ósanngjarnir skilmálar. Reyndar hafa fallið dómar í Evrópu gegn Iberia, KLM og Air France þar sem þessir skilmálar eru dæmdir ósanngjarnir,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Þá telur hann skilmálana ganga gegn 36.gr. samningalaga um ósanngjarna viðskiptahætti. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir málið snúast um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. „Og hins vegar hefur þetta haft með það að gera með hvaða flugfélögum hvert flugfélag starfar. Hvernig verið er að tengja saman ferðir mismunandi flugfélaga og svo framvegis þannig þetta hefur líka með reglur þeirra allra að gera þegar þau starfa saman,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs. Breki segir slíka reglu ekki tíðkast í neinum öðrum viðskiptum og vill hann að sjá breytingar á. „Ég vil að Icelandair felli niður þessa ósanngjörnu skilmála,“ sagði Breki. „Þetta er mál sem við höfum verið með í skoðun í svolítinn tíma. Það er að verða töluverð þróun gagnvart þessu máli alþjóðlega sem við fylgjumst grannt með og viljum auðvitað bara gera hið rétta í þessu,“ sagði Birna Ósk. „Og við hvetjum alla sem hafa lent í þessu að hafa samband við okkur því við viljum fá úr því skorið hvort þetta sé lögmætt eða ekki,“ sagði Breki.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira