Reagan kallaði Afríkubúa „apa“ í símtali við Nixon Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2019 15:23 Nixon (t.v.) og Reagan (t.h.) saman á kosningafundi. Sá fyrrnefndi var forseti til 1974 þegar hann sagði af sér vegna Watergate-hneykslisins. Reagan varð forseti árið 1981. Vísir/Getty Tveir bandarískir forsetar hlógu saman að því að fulltrúa Afríkuþjóða hjá Sameinuðu þjóðunum væru „apar“ í símtali þeirra á milli árið 1971. Á upptöku sem var nýlega gerð opinber heyrist Ronald Reagan, þá ríkisstjóri Kaliforníu, fara niðrandi orðum um Afríkubúa við Richard Nixon, þáverandi forseta. Tilefni ummæla Reagan var að fulltrúar Tansaníu hjá Sameinuðu þjóðunum fögnuðu því með dansi að aðildarríkin samþykktu að viðurkenna Kína og reka Taívan úr samtökunum. Reagan studdi aðild Taívan. Þáverandi ríkisstjórinn hringdi í Nixon daginn eftir til að lýsa óánægju sinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Að sjá þessa…apa frá þessum Afríkulöndum. Fjandinn hafi þá, þeim líður ennþá illa að ganga í skóm!“ heyrist Reagan segja við Nixon á upptökunni. Forsetinn heyrist hlæja. Sagnfræðiprófessor við New York-háskóla sem stýrði áður forsetabókasafni Nixon fann upptökuna en henni hafði verið haldið leyndri vegna persónuverndarsjónarmiða þrátt fyrir að aðrar upptökur hefðu verið birtar árið 2000 þegar Reagan var enn á lífi. Nixon sagði eftir á við utanríkisráðherra sinn að Reagan hefði kallað Tansaníumennina „mannætur“ sem gengju ekki í skóm. Reagan hefði þrýst á hann að segja Bandaríkin frá Sameinuðu þjóðunum en símtalið hafi fljótt snúist að mestu um kvartanir hans um Tansaníumennina. Reagan varð forseti Bandaríkjanna tíu árum eftir símtalið og gegndi embættinu til 1989. Hann lést árið 2004. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tansanía Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Tveir bandarískir forsetar hlógu saman að því að fulltrúa Afríkuþjóða hjá Sameinuðu þjóðunum væru „apar“ í símtali þeirra á milli árið 1971. Á upptöku sem var nýlega gerð opinber heyrist Ronald Reagan, þá ríkisstjóri Kaliforníu, fara niðrandi orðum um Afríkubúa við Richard Nixon, þáverandi forseta. Tilefni ummæla Reagan var að fulltrúar Tansaníu hjá Sameinuðu þjóðunum fögnuðu því með dansi að aðildarríkin samþykktu að viðurkenna Kína og reka Taívan úr samtökunum. Reagan studdi aðild Taívan. Þáverandi ríkisstjórinn hringdi í Nixon daginn eftir til að lýsa óánægju sinni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Að sjá þessa…apa frá þessum Afríkulöndum. Fjandinn hafi þá, þeim líður ennþá illa að ganga í skóm!“ heyrist Reagan segja við Nixon á upptökunni. Forsetinn heyrist hlæja. Sagnfræðiprófessor við New York-háskóla sem stýrði áður forsetabókasafni Nixon fann upptökuna en henni hafði verið haldið leyndri vegna persónuverndarsjónarmiða þrátt fyrir að aðrar upptökur hefðu verið birtar árið 2000 þegar Reagan var enn á lífi. Nixon sagði eftir á við utanríkisráðherra sinn að Reagan hefði kallað Tansaníumennina „mannætur“ sem gengju ekki í skóm. Reagan hefði þrýst á hann að segja Bandaríkin frá Sameinuðu þjóðunum en símtalið hafi fljótt snúist að mestu um kvartanir hans um Tansaníumennina. Reagan varð forseti Bandaríkjanna tíu árum eftir símtalið og gegndi embættinu til 1989. Hann lést árið 2004.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tansanía Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira