Innfluttu íslenzku blómin Ólafur Stephensen skrifar 31. júlí 2019 07:00 Frétt sem birtist í Fréttablaðinu 9. maí vakti dálitla athygli. Fyrirsögnin var „Innflutningur blóma mengandi og óþarfur“. Þar var rætt við Axel Sæland, eiganda Espiflatar, stærsta blómaframleiðanda landsins, sem sagði að innlend framleiðsla gæti vel staðið undir íslenzkum blómamarkaði og innflutningur væri ónauðsynlegur. Axel kvartaði sáran yfir því að tollar á blóm væru of lágir og kæmu í veg fyrir að íslenzkir blómabændur gætu hækkað hjá sér verðið. Þó þykir líklega flestum 1.130 króna tollur á tíu túlipana búnt, sem kostar 600 krónur í innkaupum, drjúg skattheimta. Axel Sæland hélt því fram í viðtalinu að innflutningur á blómum væri langmest af sömu tegundum og ræktaðar eru hér á landi. Það er alls ekki rétt. Innlend framleiðsla á afskornum blómum er takmörkuð, hvort sem horft er á tegundir eða litaafbrigði af tegundum sem eru ræktaðar. Blómaverzlanir kvarta sáran undan því að úrvalið frá innlendum framleiðendum sé takmarkað, en innflutningur iðulega gerður of dýr með tollum. Þótt íslenzkir blómaframleiðendur segi eitt í blöðunum, eru þeir sjálfir í raun ekki þeirrar skoðunar að innflutningur sé óþarfur. Félagi atvinnurekenda bárust þannig ábendingar um að Espiflöt seldi blómvendi með íslenzku fánaröndinni og fullyrðingunni „íslensk blóm“ í verzlunum, en vendirnir væru blanda af innlendum og innfluttum jurtum. Til að sannreyna þetta, og koma í veg fyrir að villt sé um fyrir neytendum, sendi félagið Neytendastofu kvörtun. Stofnunin hóf rannsókn á málinu og niðurstaðan er sú að Espiflöt viðurkennir að í blómvöndunum, sem eru merktir „íslensk blóm“, séu innfluttar grænar greinar af fjórum tegundum. Fyrirtækið heldur því fram að það sé engu að síður í fullum rétti að nota fánaröndina og fullyrðinguna „íslensk blóm“ enda séu greinarnar ekki „einkennandi hluti vörunnar“. Hver sem verður niðurstaða Neytendastofu, liggur nú fyrir að jafnvel íslenzkir blómabændur sem segja innflutning óþarfan flytja inn blóm til að nota í vörur sínar.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Ólafur Stephensen Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Frétt sem birtist í Fréttablaðinu 9. maí vakti dálitla athygli. Fyrirsögnin var „Innflutningur blóma mengandi og óþarfur“. Þar var rætt við Axel Sæland, eiganda Espiflatar, stærsta blómaframleiðanda landsins, sem sagði að innlend framleiðsla gæti vel staðið undir íslenzkum blómamarkaði og innflutningur væri ónauðsynlegur. Axel kvartaði sáran yfir því að tollar á blóm væru of lágir og kæmu í veg fyrir að íslenzkir blómabændur gætu hækkað hjá sér verðið. Þó þykir líklega flestum 1.130 króna tollur á tíu túlipana búnt, sem kostar 600 krónur í innkaupum, drjúg skattheimta. Axel Sæland hélt því fram í viðtalinu að innflutningur á blómum væri langmest af sömu tegundum og ræktaðar eru hér á landi. Það er alls ekki rétt. Innlend framleiðsla á afskornum blómum er takmörkuð, hvort sem horft er á tegundir eða litaafbrigði af tegundum sem eru ræktaðar. Blómaverzlanir kvarta sáran undan því að úrvalið frá innlendum framleiðendum sé takmarkað, en innflutningur iðulega gerður of dýr með tollum. Þótt íslenzkir blómaframleiðendur segi eitt í blöðunum, eru þeir sjálfir í raun ekki þeirrar skoðunar að innflutningur sé óþarfur. Félagi atvinnurekenda bárust þannig ábendingar um að Espiflöt seldi blómvendi með íslenzku fánaröndinni og fullyrðingunni „íslensk blóm“ í verzlunum, en vendirnir væru blanda af innlendum og innfluttum jurtum. Til að sannreyna þetta, og koma í veg fyrir að villt sé um fyrir neytendum, sendi félagið Neytendastofu kvörtun. Stofnunin hóf rannsókn á málinu og niðurstaðan er sú að Espiflöt viðurkennir að í blómvöndunum, sem eru merktir „íslensk blóm“, séu innfluttar grænar greinar af fjórum tegundum. Fyrirtækið heldur því fram að það sé engu að síður í fullum rétti að nota fánaröndina og fullyrðinguna „íslensk blóm“ enda séu greinarnar ekki „einkennandi hluti vörunnar“. Hver sem verður niðurstaða Neytendastofu, liggur nú fyrir að jafnvel íslenzkir blómabændur sem segja innflutning óþarfan flytja inn blóm til að nota í vörur sínar.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar