Tæp 37 prósent vilja óbreytt eignarhald ríkisins á bönkum Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. júlí 2019 06:00 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Álíka margir eru fylgjandi því að íslenska ríkið haldi eignarhaldi sínu á bönkum óbreyttu og að dregið verði úr því, eins og stjórnvöld stefna að. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. „Í sjálfu sér koma þessar niðurstöður mér ekki á óvart. Þetta er svona í samræmi við þá tilfinningu sem maður hefur,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja tæp 37 prósent að eignarhald ríkisins í bönkum eigi að vera óbreytt en tæp 35 prósent vilja að dregið verði úr því. Þá vilja 16,5 prósent að ríkið auki eignarhald sitt í bönkum. Loks vilja tæp sjö prósent að ríkið eignist alla eignarhluti í bönkunum en rúm fimm prósent að ríkið selji alla eignarhluti sína. Í dag fer ríkið með alla eignarhluti í Íslandsbanka og 98,2 prósenta eignarhlut í Landsbankanum. Samkvæmt stefnumörkun stjórnvalda er gert ráð fyrir að ríkið haldi 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum en selji alla eignarhluti sína í Íslandsbanka. Óli Björn viðurkennir að hann hefði viljað sjá meiri stuðning við það að ríkið drægi sig út úr starfsemi fjármálafyrirtækja að mestu eða öllu leyti. „Það er þá bara verk að vinna og menn þurfa þá að fara í þá umræðu. Ég hins vegar skil auðvitað fólk sem hefur efasemdir um að það sé rétt að gera það.“ Nokkuð stór hluti svarenda, eða 27 prósent, sögðust ekki vita hvernig haga ætti eignarhaldi ríkisins á bönkum. Í aldurshópnum 18-24 ára var hlutfallið 58 prósent og 44 prósent meðal kvenna. Að mati Óla Björns væri áhugavert að sjá svör fólks við spurningunni hvort ríkið eigi að vera að taka fjárhagslega áhættu af rekstri fjármálafyrirtækja. „Þá gæti fólk velt því fyrir sér hvort ríkið ætti að vera að binda fleiri hundruð milljarða í fjármálafyrirtækjum sem gætu nýst í öðrum innviðum.“ Könnunin var framkvæmd 24.?-29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna en nánar er fjallað um málið á fréttablaðið.is. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Álíka margir eru fylgjandi því að íslenska ríkið haldi eignarhaldi sínu á bönkum óbreyttu og að dregið verði úr því, eins og stjórnvöld stefna að. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. „Í sjálfu sér koma þessar niðurstöður mér ekki á óvart. Þetta er svona í samræmi við þá tilfinningu sem maður hefur,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar telja tæp 37 prósent að eignarhald ríkisins í bönkum eigi að vera óbreytt en tæp 35 prósent vilja að dregið verði úr því. Þá vilja 16,5 prósent að ríkið auki eignarhald sitt í bönkum. Loks vilja tæp sjö prósent að ríkið eignist alla eignarhluti í bönkunum en rúm fimm prósent að ríkið selji alla eignarhluti sína. Í dag fer ríkið með alla eignarhluti í Íslandsbanka og 98,2 prósenta eignarhlut í Landsbankanum. Samkvæmt stefnumörkun stjórnvalda er gert ráð fyrir að ríkið haldi 34-40 prósenta hlut í Landsbankanum en selji alla eignarhluti sína í Íslandsbanka. Óli Björn viðurkennir að hann hefði viljað sjá meiri stuðning við það að ríkið drægi sig út úr starfsemi fjármálafyrirtækja að mestu eða öllu leyti. „Það er þá bara verk að vinna og menn þurfa þá að fara í þá umræðu. Ég hins vegar skil auðvitað fólk sem hefur efasemdir um að það sé rétt að gera það.“ Nokkuð stór hluti svarenda, eða 27 prósent, sögðust ekki vita hvernig haga ætti eignarhaldi ríkisins á bönkum. Í aldurshópnum 18-24 ára var hlutfallið 58 prósent og 44 prósent meðal kvenna. Að mati Óla Björns væri áhugavert að sjá svör fólks við spurningunni hvort ríkið eigi að vera að taka fjárhagslega áhættu af rekstri fjármálafyrirtækja. „Þá gæti fólk velt því fyrir sér hvort ríkið ætti að vera að binda fleiri hundruð milljarða í fjármálafyrirtækjum sem gætu nýst í öðrum innviðum.“ Könnunin var framkvæmd 24.?-29. júlí síðastliðinn og var send á tvö þúsund einstaklinga í könnunarhóp Zenter rannsókna en nánar er fjallað um málið á fréttablaðið.is. Svarhlutfallið var 51 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira