Önnur umferð kappræðna Demókrata hefst í kvöld Andri Eysteinsson skrifar 30. júlí 2019 22:24 Unnið að því að gera allt klárt fyrir kvöldið. AP/Paul Sancya Önnur umferð kappræðna milli forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins hefst í nótt í borginni Detroit í Michigan. Kappræðurnar munu fara fram í Fox-leikhúsinu og hefur sjónvarpsstöðin CNN yfirumsjón með framgangi mála. Tíu af þeim 20 frambjóðendum ,sem stóðust þær kröfur sem gerðar eru til frambjóðenda til þess að þeir megi taka þátt í kappræðunum, munu sitja fyrir svörum í kvöld. Hinir tíu stíga svo á sviðið annað kvöld. Mest spenna þykir vera fyrir umræðum milli Elizabeth Warren og Bernie Sanders Til þess að öðlast réttinn til þess að taka þátt í þessari annarri umferð kappræðna þurfa frambjóðendurnir að hafa fengið framlag frá hið minnsta 65.000 kjósendum í kosningasjóð sinn eða hafa mælst með meira en 1% fylgi í að minnsta kosti þremur viðurkenndum skoðanakönnunum. Sá þeirra tíu sem stíga á svið í kvöld sem þykir líklegastur til afreka er öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders sem atti kappi við Hillary Clinton í forvali Demókrata fyrir kosningarnar árið 2016.Fjögur talin líkleg til að ná langt Á sviðinu í kvöld verða auk Bernie Sanders þau Stephen Bullock, Pete Buttigieg, John Delaney, John Hickenlooper, Amy Klobuchar, Beto O‘Rourke, Timothy Ryan, Elizabeth Warren og Marianne Williamson. Af þeim uppfylla þau Sanders, Warren, Buttigieg, O‘Rourke, Klobuchar og Williamson bæði skilyrðin en Ryan, Hickenlooper, Delaney og Bullock hafa mælst með yfir 1% fylgi að minnsta kosti í þrígang en hafa ekki fengið tilskilinn fjölda styrkja. Öll þeirra tíu sem munu rökræða í Detroit í kvöld tóku þátt í fyrstu kappræðunum sem fram fóru í júní, nema Stephen Bullock. Bullock hafði þá eingöngu mælst með yfir 1% fylgi í tvígang. Sex mánuðir eru þar til að fyrstu prófkjör Demókrata verða haldin, því er kosningabaráttan rétt að byrja. Stærsti hluti þeirra 20 frambjóðenda sem taka þátt í kappræðunum munu heltast úr lestinni á næstu mánuðum en af þeim tíu sem taka þátt í kvöld eru þau Sanders, Warren, Buttigieg og O‘Rourke talin líklegust til að ná langt í forvalinu. Sýnt verður frá kappræðunum, sem hefjast á miðnætti, á sjónvarpsstöðinni CNN. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Önnur umferð kappræðna milli forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins hefst í nótt í borginni Detroit í Michigan. Kappræðurnar munu fara fram í Fox-leikhúsinu og hefur sjónvarpsstöðin CNN yfirumsjón með framgangi mála. Tíu af þeim 20 frambjóðendum ,sem stóðust þær kröfur sem gerðar eru til frambjóðenda til þess að þeir megi taka þátt í kappræðunum, munu sitja fyrir svörum í kvöld. Hinir tíu stíga svo á sviðið annað kvöld. Mest spenna þykir vera fyrir umræðum milli Elizabeth Warren og Bernie Sanders Til þess að öðlast réttinn til þess að taka þátt í þessari annarri umferð kappræðna þurfa frambjóðendurnir að hafa fengið framlag frá hið minnsta 65.000 kjósendum í kosningasjóð sinn eða hafa mælst með meira en 1% fylgi í að minnsta kosti þremur viðurkenndum skoðanakönnunum. Sá þeirra tíu sem stíga á svið í kvöld sem þykir líklegastur til afreka er öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders sem atti kappi við Hillary Clinton í forvali Demókrata fyrir kosningarnar árið 2016.Fjögur talin líkleg til að ná langt Á sviðinu í kvöld verða auk Bernie Sanders þau Stephen Bullock, Pete Buttigieg, John Delaney, John Hickenlooper, Amy Klobuchar, Beto O‘Rourke, Timothy Ryan, Elizabeth Warren og Marianne Williamson. Af þeim uppfylla þau Sanders, Warren, Buttigieg, O‘Rourke, Klobuchar og Williamson bæði skilyrðin en Ryan, Hickenlooper, Delaney og Bullock hafa mælst með yfir 1% fylgi að minnsta kosti í þrígang en hafa ekki fengið tilskilinn fjölda styrkja. Öll þeirra tíu sem munu rökræða í Detroit í kvöld tóku þátt í fyrstu kappræðunum sem fram fóru í júní, nema Stephen Bullock. Bullock hafði þá eingöngu mælst með yfir 1% fylgi í tvígang. Sex mánuðir eru þar til að fyrstu prófkjör Demókrata verða haldin, því er kosningabaráttan rétt að byrja. Stærsti hluti þeirra 20 frambjóðenda sem taka þátt í kappræðunum munu heltast úr lestinni á næstu mánuðum en af þeim tíu sem taka þátt í kvöld eru þau Sanders, Warren, Buttigieg og O‘Rourke talin líklegust til að ná langt í forvalinu. Sýnt verður frá kappræðunum, sem hefjast á miðnætti, á sjónvarpsstöðinni CNN.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira