Brostu þó illa tenntur sért Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 30. júlí 2019 07:00 Einn föstudaginn var gítarleikarinn okkar afar dapur á hljómsveitaræfingunni. Hann er ekki aðeins gítarleikari heldur syngur með sinni bassarödd svo fagurlega að hvert sinn sem ég heyri finnst mér ég vera lítill drengur í tómstundaherberginu hans pabba að hlusta á Roger Whittaker. Þar að auki er hann bjartsýnasti og brosmildasti maður sem ég þekki. En það hafði svolítið komið uppá. Hann er nefnilega kennari líka og þegar hann var að afhenda einkunnirnar tóku nærstaddir eftir því að hann talaði útí bláinn. Fór fólk að spyrja hann einfaldra spurninga og kom þá í ljós að hann mundi ekki nöfn barnanna. Það var farið með hann á spítala og þar kom í ljós að einhver þremillinn þrengdi að æð í heila svo til vandræða horfði. Hægt var að bægja hættunni frá að sinni en þennan föstudag var yfirvofandi aðgerð þar sem fjarlægja átti vágestinn að fullu. En slíkt er vandaverk og ef illa fer getur sjúklingurinn vaknað mállaus eða með heilabilun. Það þyrmdi yfir mig þegar ég frétti þetta. Svo var ég í borgarferð í Málaga þegar ég síðan frétti að allt hefði tekist vel og hann vaknað jafn spakur eftir aðgerðina og hann hafði sofnað. Ég fagnaði vel en varð þá fyrir því óhappi að gervitönnin sem trónir fremst í munni sat föst í súsíinu mínu. Síðan gat ég ekki á mér heilum tekið meðan ég rölti um borgina eins illa tenntur og þræll til forna. Á leiðinni útúr borginni varð mér hugsað til vinar míns og þá allt í einu blasti við stórt skilti þar sem á stóð: Málaga. Og það var satt, það má laga svona skolt. Svona er ágætt að geta borið saman bömmera sína við alvöru vandamál sem fólk á við að etja. Og ég held að ég muni ekki fara á bömmer framar yfir einhverju sem ég veit að vel að má laga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Einn föstudaginn var gítarleikarinn okkar afar dapur á hljómsveitaræfingunni. Hann er ekki aðeins gítarleikari heldur syngur með sinni bassarödd svo fagurlega að hvert sinn sem ég heyri finnst mér ég vera lítill drengur í tómstundaherberginu hans pabba að hlusta á Roger Whittaker. Þar að auki er hann bjartsýnasti og brosmildasti maður sem ég þekki. En það hafði svolítið komið uppá. Hann er nefnilega kennari líka og þegar hann var að afhenda einkunnirnar tóku nærstaddir eftir því að hann talaði útí bláinn. Fór fólk að spyrja hann einfaldra spurninga og kom þá í ljós að hann mundi ekki nöfn barnanna. Það var farið með hann á spítala og þar kom í ljós að einhver þremillinn þrengdi að æð í heila svo til vandræða horfði. Hægt var að bægja hættunni frá að sinni en þennan föstudag var yfirvofandi aðgerð þar sem fjarlægja átti vágestinn að fullu. En slíkt er vandaverk og ef illa fer getur sjúklingurinn vaknað mállaus eða með heilabilun. Það þyrmdi yfir mig þegar ég frétti þetta. Svo var ég í borgarferð í Málaga þegar ég síðan frétti að allt hefði tekist vel og hann vaknað jafn spakur eftir aðgerðina og hann hafði sofnað. Ég fagnaði vel en varð þá fyrir því óhappi að gervitönnin sem trónir fremst í munni sat föst í súsíinu mínu. Síðan gat ég ekki á mér heilum tekið meðan ég rölti um borgina eins illa tenntur og þræll til forna. Á leiðinni útúr borginni varð mér hugsað til vinar míns og þá allt í einu blasti við stórt skilti þar sem á stóð: Málaga. Og það var satt, það má laga svona skolt. Svona er ágætt að geta borið saman bömmera sína við alvöru vandamál sem fólk á við að etja. Og ég held að ég muni ekki fara á bömmer framar yfir einhverju sem ég veit að vel að má laga.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar