Kostnaður Arion vegna starfsloka Höskuldar 150 milljónir króna Birgir Olgeirsson skrifar 9. ágúst 2019 14:23 Höskuldur Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Arion. Kostnaður Arion vegna starfsloka Höskuldar H. Ólafsonar nemur 150 milljónum króna. Greint er frá þessu í reikningsskilum Arion banka fyrir annan ársfjórðung árið 2019 en Mbl.is sagði fyrst frá. Höskuldur ákvað að segja starfi sínu lausu í apríl síðastliðnum en þá hafði hann stýrt bankanum í níu ár. Þegar Höskuldur sagði starfi sínu laus hafði Arion-banki tekið á sig þrjá skelli undanfarin misseri vegna gjaldþrota kísilversins United Silicon í janúar í fyrra, flugfélagsins Primera Air síðastliðið haust og WOW air síðastliðinn vetur. Lánveiting Arion vegna United Silicon nam átta milljörðum og tapaði bankinn um þremur milljörðum vegna Primera. Þá tók Arion á sig þó nokkuð tap vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Wikileaks gegn Valitor. Þegar Höskuldur hafði sagt starfi sínu lausu fór hann í viðtal við Ríkisútvarpið þar sem hann sagði útlánastarfsemi bankans hafa gengið vel undir hans stjórn. Bankinn hafi verið með 830 milljarða króna lánabók og höggið af WOW air hafi verið undir hálfu prósenti, eða undir 4,15 milljörðum miðað við það sem hann sagði í viðtalinu. Líkt og áður segir er kostnaður Arion vegna starfsloka Höskuldar 150 milljónir króna en ekki eru um að ræða eingreiðslu heldur greiðist sú upphæð yfir nokkurra mánaða tímabil og eru launatengd gjöld þar með talin. Ekki var gerður eiginlegur starfslokasamningur við Höskuld heldur stuðst við samning sem var gerður við hann árið 2017. Laun og árangurstengdar greiðslur til Höskuldar námu alls 71,2 milljónum árið 2017. Íslenskir bankar United Silicon WOW Air Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Kostnaður Arion vegna starfsloka Höskuldar H. Ólafsonar nemur 150 milljónum króna. Greint er frá þessu í reikningsskilum Arion banka fyrir annan ársfjórðung árið 2019 en Mbl.is sagði fyrst frá. Höskuldur ákvað að segja starfi sínu lausu í apríl síðastliðnum en þá hafði hann stýrt bankanum í níu ár. Þegar Höskuldur sagði starfi sínu laus hafði Arion-banki tekið á sig þrjá skelli undanfarin misseri vegna gjaldþrota kísilversins United Silicon í janúar í fyrra, flugfélagsins Primera Air síðastliðið haust og WOW air síðastliðinn vetur. Lánveiting Arion vegna United Silicon nam átta milljörðum og tapaði bankinn um þremur milljörðum vegna Primera. Þá tók Arion á sig þó nokkuð tap vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Wikileaks gegn Valitor. Þegar Höskuldur hafði sagt starfi sínu lausu fór hann í viðtal við Ríkisútvarpið þar sem hann sagði útlánastarfsemi bankans hafa gengið vel undir hans stjórn. Bankinn hafi verið með 830 milljarða króna lánabók og höggið af WOW air hafi verið undir hálfu prósenti, eða undir 4,15 milljörðum miðað við það sem hann sagði í viðtalinu. Líkt og áður segir er kostnaður Arion vegna starfsloka Höskuldar 150 milljónir króna en ekki eru um að ræða eingreiðslu heldur greiðist sú upphæð yfir nokkurra mánaða tímabil og eru launatengd gjöld þar með talin. Ekki var gerður eiginlegur starfslokasamningur við Höskuld heldur stuðst við samning sem var gerður við hann árið 2017. Laun og árangurstengdar greiðslur til Höskuldar námu alls 71,2 milljónum árið 2017.
Íslenskir bankar United Silicon WOW Air Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira