Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 11:03 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. Fréttablaðið/Anton Brink Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. Mikilvægt sé að borgin standi sig betur í samráði og upplýsingagjöf til fyrirtækjaeigenda í nágrenni umfangsmikilla framkvæmda. Eigendur Dills sögðu í gær að framkvæmdir á Hverfisgötu hefðu reynst rekstrinum afar erfiðar og átt þátt í falli staðarins.Martraðarkenndar framkvæmdir Fregnir af lokun Dills bárust í fyrradag og í gærmorgun varð ljóst að Mikkeller & Friends og Systur, sem deildu húsnæði með Dill, hefðu einnig sungið sitt síðasta. Heimildir Vísis herma að þungur rekstur Mikkeller & Friends og Systur hafi að endingu orðið báðum stöðum að falli en sömu eigendur stóðu að báðum stöðum.Sjá einnig: Erfiður vetur sem varð að martröð Gunnar Karl Gíslason einn eigenda staðanna sagði í samskiptum við Vísi í gær að gatnaframkvæmdirnar á Hverfisgötu hefðu einnig reynst rekstrinum erfiðar og lýsti framkvæmdunum raunar sem „martröð“. Framkvæmdirnar hafa sett svip á götuna undanfarna mánuði, með tilheyrandi raski á umferð akandi og gangandi vegfarenda.Frá framkvæmdunum á Vegamótastíg í fyrra.Vísir/Einar ÁrnasonÞá er þetta ekki í fyrsta sinn sem eigendur í veitingageiranum tengja framkvæmdir við erfiðleika í rekstri. Í byrjun september í fyrra tilkynnti eigandi veitinga- og skemmtistaðarins Vegamóta að staðnum yrði lokað. Hann sagði ástæðuna vera tíma- og plássfrekar framkvæmdir fyrir framan staðinn við Vegamótastíg og sagði það ámælisvert að borgaryfirvöld gætu farið í slíkar framkvæmdir án þess að hafa samráð við atvinnurekendur og fyrirtæki við götuna.Snýst um upplýsingagjöf og samvinnu Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, ræddi framkvæmdir borgarinnar í samhengi við lokun Dills, Systur og Mikkeller & Friends í Reykjavík síðdegis í gær. Hún sagði að mikil eftirsjá yrði af Dill en borgin gæti dregið lærdóm af málinu. „Já, það er alltaf eitthvað sem má betur fara. Og sérstaklega samráð við verslunareigendur og veitingahúsaeigendur, það varðar upplýsingagjöf hjá okkur, borginni, í tengslum við þessa framkvæmd og framkvæmdir almennt.“Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar.Mynd/ReykjavíkurborgSigurborg benti á að umfangsmikil framkvæmd á borð við þessa sé dýr og þar af leiðandi á fjárfestingaáætlun og undirbúin yfir veturinn. Hún sé svo boðin út um vorið og framkvæmdir standa yfir um sumarið. Þannig viti borgaryfirvöld oft af framkvæmdum áður en farið er í samráð við fyrirtækjaeigendur sem framkvæmdirnar komi til með að hafa áhrif á. Ef til vill þyrfti því að setjast fyrr niður með eigendum og upplýsa þá um framvindu mála. „Þetta snýst um upplýsingagjöf og samvinnu, þannig að við getum tryggt aðgengi að húsunum. Við reynum að sjálfsögðu að vanda okkur við þetta og setjum mjög skýrar kvaðir þegar við erum að bjóða út,“ sagði Sigurborg.Bætur og ívilnanir ólíklegar Aðspurð taldi hún þó ólíklegt að rekstraraðilar á borð við eigendur Dills gætu sótt bætur hjá borginni vegna rasks af völdum framkvæmda. Þá sá hún ekki fyrir sér að borgin gæti boðið rekstraraðilum upp á einhvers konar „ívilnanir“ til að koma til móts við þá. „Ég held nú ekki. Málið er að þetta er að sjálfsögðu ekki ein ástæða. Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að fyrirtæki eða veitingahús geti ekki haldið áfram rekstri þannig að ég held að það sé ekki hægt að beintengja þetta við eina ástæðu umfram aðra,“ sagði Sigurborg. „En við erum að sjálfsögðu að gera miklu betra aðgengi fyrir gangandi með framkvæmdinni. Við erum að gera borgina fallegri og sérstaklega þennan hluta götunnar þannig að þetta verður fallegra og betra umhverfi fyrir alla þegar framkvæmdum lýkur en er mjög erfiður tími á meðan framkvæmdum stendur.“Viðtalið við Sigurborgu má hlusta á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Mikkeller og Systur einnig lokað Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. 8. ágúst 2019 10:31 Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. Mikilvægt sé að borgin standi sig betur í samráði og upplýsingagjöf til fyrirtækjaeigenda í nágrenni umfangsmikilla framkvæmda. Eigendur Dills sögðu í gær að framkvæmdir á Hverfisgötu hefðu reynst rekstrinum afar erfiðar og átt þátt í falli staðarins.Martraðarkenndar framkvæmdir Fregnir af lokun Dills bárust í fyrradag og í gærmorgun varð ljóst að Mikkeller & Friends og Systur, sem deildu húsnæði með Dill, hefðu einnig sungið sitt síðasta. Heimildir Vísis herma að þungur rekstur Mikkeller & Friends og Systur hafi að endingu orðið báðum stöðum að falli en sömu eigendur stóðu að báðum stöðum.Sjá einnig: Erfiður vetur sem varð að martröð Gunnar Karl Gíslason einn eigenda staðanna sagði í samskiptum við Vísi í gær að gatnaframkvæmdirnar á Hverfisgötu hefðu einnig reynst rekstrinum erfiðar og lýsti framkvæmdunum raunar sem „martröð“. Framkvæmdirnar hafa sett svip á götuna undanfarna mánuði, með tilheyrandi raski á umferð akandi og gangandi vegfarenda.Frá framkvæmdunum á Vegamótastíg í fyrra.Vísir/Einar ÁrnasonÞá er þetta ekki í fyrsta sinn sem eigendur í veitingageiranum tengja framkvæmdir við erfiðleika í rekstri. Í byrjun september í fyrra tilkynnti eigandi veitinga- og skemmtistaðarins Vegamóta að staðnum yrði lokað. Hann sagði ástæðuna vera tíma- og plássfrekar framkvæmdir fyrir framan staðinn við Vegamótastíg og sagði það ámælisvert að borgaryfirvöld gætu farið í slíkar framkvæmdir án þess að hafa samráð við atvinnurekendur og fyrirtæki við götuna.Snýst um upplýsingagjöf og samvinnu Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, ræddi framkvæmdir borgarinnar í samhengi við lokun Dills, Systur og Mikkeller & Friends í Reykjavík síðdegis í gær. Hún sagði að mikil eftirsjá yrði af Dill en borgin gæti dregið lærdóm af málinu. „Já, það er alltaf eitthvað sem má betur fara. Og sérstaklega samráð við verslunareigendur og veitingahúsaeigendur, það varðar upplýsingagjöf hjá okkur, borginni, í tengslum við þessa framkvæmd og framkvæmdir almennt.“Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar.Mynd/ReykjavíkurborgSigurborg benti á að umfangsmikil framkvæmd á borð við þessa sé dýr og þar af leiðandi á fjárfestingaáætlun og undirbúin yfir veturinn. Hún sé svo boðin út um vorið og framkvæmdir standa yfir um sumarið. Þannig viti borgaryfirvöld oft af framkvæmdum áður en farið er í samráð við fyrirtækjaeigendur sem framkvæmdirnar komi til með að hafa áhrif á. Ef til vill þyrfti því að setjast fyrr niður með eigendum og upplýsa þá um framvindu mála. „Þetta snýst um upplýsingagjöf og samvinnu, þannig að við getum tryggt aðgengi að húsunum. Við reynum að sjálfsögðu að vanda okkur við þetta og setjum mjög skýrar kvaðir þegar við erum að bjóða út,“ sagði Sigurborg.Bætur og ívilnanir ólíklegar Aðspurð taldi hún þó ólíklegt að rekstraraðilar á borð við eigendur Dills gætu sótt bætur hjá borginni vegna rasks af völdum framkvæmda. Þá sá hún ekki fyrir sér að borgin gæti boðið rekstraraðilum upp á einhvers konar „ívilnanir“ til að koma til móts við þá. „Ég held nú ekki. Málið er að þetta er að sjálfsögðu ekki ein ástæða. Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að fyrirtæki eða veitingahús geti ekki haldið áfram rekstri þannig að ég held að það sé ekki hægt að beintengja þetta við eina ástæðu umfram aðra,“ sagði Sigurborg. „En við erum að sjálfsögðu að gera miklu betra aðgengi fyrir gangandi með framkvæmdinni. Við erum að gera borgina fallegri og sérstaklega þennan hluta götunnar þannig að þetta verður fallegra og betra umhverfi fyrir alla þegar framkvæmdum lýkur en er mjög erfiður tími á meðan framkvæmdum stendur.“Viðtalið við Sigurborgu má hlusta á í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Mikkeller og Systur einnig lokað Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. 8. ágúst 2019 10:31 Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Mikkeller og Systur einnig lokað Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. 8. ágúst 2019 10:31
Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent