Já, fullveldið skiptir máli Helga Vala Helgadóttir skrifar 6. ágúst 2019 07:30 Í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans, sem hér eftir verður nefndur O3, hafa margir lagt orð í belg ýmist umbeðnir eða af sjálfsdáðum. Innlendir og erlendir lögspekingar hafa margir verið beðnir um að skila inn lögfræðiálitum til Alþingis og mæta á fundi fastanefnda til að gera grein fyrir afstöðu sinni, byggðri á sérþekkingu þeirra. Á þeim upplýsingum byggja þingmenn svo sína afstöðu til þessa sjóðheita pólitíska máls sem skekið hefur þingheim og hluta samfélags síðustu mánuði. Þess vegna skiptir öllu máli að þingmenn mæti á fundi, lesi erindi lærðra og leikinna, spyrjist fyrir og hlusti ætli þau sér að sinna starfi sínu af heilum hug.Sérfræðingurinn Einn þeirra sem lagt hafa sitt lóð á vogarskálar upplýsingamiðlunar vegna O3 er Arnar Þór Jónsson héraðsdómari. Arnar Þór hóf leiðangur sinn til upplýsingagjafar af hófsemi og fagmennsku en einhverra hluta vegna hefur, eftir því sem greinum hans fjölgar, örlað nokkuð á því að dómarinn sé orðinn beinn þátttakandi í pólitík því eins og dómarinn hefur ritað sjálfur er umræðan um O3 farin að umbreytast í djúpstæða pólitíska krísu. Orð hans um valdagíruga menn, jafnvel í teinóttum jakkafötum, alríki og einræðisríki fá mann til að gruna að þar fari maður á leið í beina stjórnmálaþátttöku en ekki maður sem vill, á grunni sérfræðiþekkingar sinnar og stöðu sem héraðsdómari, láta taka mark á sér. Telur hann mikilvægt að taka þátt í þeim „pólitíska landskjálfta“ eins og hann orðar sjálfur, þrátt fyrir að siðareglur dómara mæli eindregið gegn því að dómarar hætti sér á þá braut. Fullveldið Í lögfræði er fullveldið skilgreint út frá innra og ytra fullveldi. Hið innra snýr að því að ríkið fari á yfirráðasvæði sínu með allar valdheimildir sem tilgreindar eru í stjórnarskrá, hvaða reglur gilda og viðurlög en hið ytra fullveldi skilgreint sem vald ríkis til að gera samninga við önnur ríki, koma fram sem sjálfstæð eining, gerast aðili að alþjóðasamningum og alþjóðastofnunum byggt á eigin hagsmunamati. Ákvörðun ríkis um slíkt felur þannig í sér að það beitir sínum fullveldisrétti og hefur þannig fullt vald til slíks samstarfs. Ábyrg og virk þátttaka Ísland er aðili að margvíslegum samningum, þar á meðal Evrópska efnahagssvæðinu, Sameinuðu þjóðunum og Mannréttindasáttmála Evrópu. Ofangreindur dómari hefur í greinarskrifum sínum bent á að Íslendingar hafi fremur verið móttakendur en þátttakendur þegar kemur að EES-samstarfinu og kann það vel að vera en það er nú svo að það er ekki á ábyrgð samstarfsaðila okkar heldur okkar sjálfra hafi svo verið. Eitthvað hefur nú verið gert til að auka við frumkvæði okkar og virkni á því sviði á undanförnum misserum og fagna ég því mjög þó betur megi gera. Þegar við gengum til samstarfs við aðrar fullvalda Evrópuþjóðir um frjálsa för fólks, vöru og þjónustu þá gerðum við engar breytingar á stjórnarskrá Íslands, líkt og Norðmenn gerðu. Það var einnig ákvörðun íslenskra stjórnvalda, hins fullvalda ríkis, en ekki viðsemjenda okkar. Þannig er þetta heimatilbúið ástand sem hægt er að laga sé vilji fyrir hendi. Eftir sem áður setjum við lögin hér á landi, svokallað tvíeðli EES-samningsins er fyrir hendi þannig að þegar reglugerðir og tilskipanir hafa verið samdar í Evrópu og farið fyrir hina sameiginlegu EES-nefnd með aðkomu okkar fulltrúa við borðið, þá koma þær til Alþingis til vinnslu og verða þannig að lögum hér á landi. Stjórnskipulegum fyrirvörum er aflétt af Alþingi eftir að það hefur farið yfir álitaefnin með aðstoð ýmissa sérfræðinga. Dómarinn hefur í greinum sínum einnig fett fingur út í það að við skulum horfa til dóma Mannréttindadómstóls Evrópu, sem hefur ágreiningslaust leitt til ýmiss konar réttarbóta á Íslandi. Talar hann um að við séum með því samstarfi einhvers konar lén MDE án þess að við fáum þar rönd við reist! Ég verð að viðurkenna undrun mína á afstöðu dómarans til þessa virta og mikilvæga dómstóls. Rétt skal vera rétt Það er ábyrgðarhluti að veita upplýsingar. Þannig hefur dómarinn því miður gerst sekur um að blanda saman vöru og framkvæmdum í orðum sínum. Hefur hann haldið því fram að lagning sæstrengs sé skilyrðislaus afleiðing innleiðingar O3 þegar honum er vel kunnugt um að hingað verður enginn strengur lagður án heimildar, ekki frekar en einhver „valdagírugur maður í teinóttum jakkafötum“ getur lagt hér veg þvert yfir landið þrátt fyrir skýr fyrirmæli um frjálsa för fólks. Við höfum áfram sem hingað til yfirráð yfir landi okkar og miðum og þannig verður það hvort sem af innleiðingu O3 verður eða ekki. Að lokum vil ég bjóða dómarann velkominn í pólitíkina. Hún getur verið ansi skemmtileg á köflum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Vala Helgadóttir Þriðji orkupakkinn Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans, sem hér eftir verður nefndur O3, hafa margir lagt orð í belg ýmist umbeðnir eða af sjálfsdáðum. Innlendir og erlendir lögspekingar hafa margir verið beðnir um að skila inn lögfræðiálitum til Alþingis og mæta á fundi fastanefnda til að gera grein fyrir afstöðu sinni, byggðri á sérþekkingu þeirra. Á þeim upplýsingum byggja þingmenn svo sína afstöðu til þessa sjóðheita pólitíska máls sem skekið hefur þingheim og hluta samfélags síðustu mánuði. Þess vegna skiptir öllu máli að þingmenn mæti á fundi, lesi erindi lærðra og leikinna, spyrjist fyrir og hlusti ætli þau sér að sinna starfi sínu af heilum hug.Sérfræðingurinn Einn þeirra sem lagt hafa sitt lóð á vogarskálar upplýsingamiðlunar vegna O3 er Arnar Þór Jónsson héraðsdómari. Arnar Þór hóf leiðangur sinn til upplýsingagjafar af hófsemi og fagmennsku en einhverra hluta vegna hefur, eftir því sem greinum hans fjölgar, örlað nokkuð á því að dómarinn sé orðinn beinn þátttakandi í pólitík því eins og dómarinn hefur ritað sjálfur er umræðan um O3 farin að umbreytast í djúpstæða pólitíska krísu. Orð hans um valdagíruga menn, jafnvel í teinóttum jakkafötum, alríki og einræðisríki fá mann til að gruna að þar fari maður á leið í beina stjórnmálaþátttöku en ekki maður sem vill, á grunni sérfræðiþekkingar sinnar og stöðu sem héraðsdómari, láta taka mark á sér. Telur hann mikilvægt að taka þátt í þeim „pólitíska landskjálfta“ eins og hann orðar sjálfur, þrátt fyrir að siðareglur dómara mæli eindregið gegn því að dómarar hætti sér á þá braut. Fullveldið Í lögfræði er fullveldið skilgreint út frá innra og ytra fullveldi. Hið innra snýr að því að ríkið fari á yfirráðasvæði sínu með allar valdheimildir sem tilgreindar eru í stjórnarskrá, hvaða reglur gilda og viðurlög en hið ytra fullveldi skilgreint sem vald ríkis til að gera samninga við önnur ríki, koma fram sem sjálfstæð eining, gerast aðili að alþjóðasamningum og alþjóðastofnunum byggt á eigin hagsmunamati. Ákvörðun ríkis um slíkt felur þannig í sér að það beitir sínum fullveldisrétti og hefur þannig fullt vald til slíks samstarfs. Ábyrg og virk þátttaka Ísland er aðili að margvíslegum samningum, þar á meðal Evrópska efnahagssvæðinu, Sameinuðu þjóðunum og Mannréttindasáttmála Evrópu. Ofangreindur dómari hefur í greinarskrifum sínum bent á að Íslendingar hafi fremur verið móttakendur en þátttakendur þegar kemur að EES-samstarfinu og kann það vel að vera en það er nú svo að það er ekki á ábyrgð samstarfsaðila okkar heldur okkar sjálfra hafi svo verið. Eitthvað hefur nú verið gert til að auka við frumkvæði okkar og virkni á því sviði á undanförnum misserum og fagna ég því mjög þó betur megi gera. Þegar við gengum til samstarfs við aðrar fullvalda Evrópuþjóðir um frjálsa för fólks, vöru og þjónustu þá gerðum við engar breytingar á stjórnarskrá Íslands, líkt og Norðmenn gerðu. Það var einnig ákvörðun íslenskra stjórnvalda, hins fullvalda ríkis, en ekki viðsemjenda okkar. Þannig er þetta heimatilbúið ástand sem hægt er að laga sé vilji fyrir hendi. Eftir sem áður setjum við lögin hér á landi, svokallað tvíeðli EES-samningsins er fyrir hendi þannig að þegar reglugerðir og tilskipanir hafa verið samdar í Evrópu og farið fyrir hina sameiginlegu EES-nefnd með aðkomu okkar fulltrúa við borðið, þá koma þær til Alþingis til vinnslu og verða þannig að lögum hér á landi. Stjórnskipulegum fyrirvörum er aflétt af Alþingi eftir að það hefur farið yfir álitaefnin með aðstoð ýmissa sérfræðinga. Dómarinn hefur í greinum sínum einnig fett fingur út í það að við skulum horfa til dóma Mannréttindadómstóls Evrópu, sem hefur ágreiningslaust leitt til ýmiss konar réttarbóta á Íslandi. Talar hann um að við séum með því samstarfi einhvers konar lén MDE án þess að við fáum þar rönd við reist! Ég verð að viðurkenna undrun mína á afstöðu dómarans til þessa virta og mikilvæga dómstóls. Rétt skal vera rétt Það er ábyrgðarhluti að veita upplýsingar. Þannig hefur dómarinn því miður gerst sekur um að blanda saman vöru og framkvæmdum í orðum sínum. Hefur hann haldið því fram að lagning sæstrengs sé skilyrðislaus afleiðing innleiðingar O3 þegar honum er vel kunnugt um að hingað verður enginn strengur lagður án heimildar, ekki frekar en einhver „valdagírugur maður í teinóttum jakkafötum“ getur lagt hér veg þvert yfir landið þrátt fyrir skýr fyrirmæli um frjálsa för fólks. Við höfum áfram sem hingað til yfirráð yfir landi okkar og miðum og þannig verður það hvort sem af innleiðingu O3 verður eða ekki. Að lokum vil ég bjóða dómarann velkominn í pólitíkina. Hún getur verið ansi skemmtileg á köflum.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun