Megi setja orkupakkann í uppnám þrátt fyrir samþykkt forseta Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. ágúst 2019 20:00 Ætla má að Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, muni berast þúsundir undiskrifta sem munu hvetja hann til að hafna samþykkt orkupakkans. Vísir/vilhelm Fordæmalausar og erfiðar pólitískar aðstæður kæmu upp að mati lagaprófessors ef forseti Íslands myndi neita að samþykkja þriðja orkupakkann, eins og þúsundir Íslendinga hafa hvatt hann að gera. Við það færi orkupakkinn ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu en Íslendingar gætu þó áfram sett innleiðingu hans í uppnám. Alþingi kemur aftur saman í lok mánaðar á stuttu aukaþingi til að klára umræður um þingsályktunartillöguna um þriðja orkupakkann, sem síðan verður borin upp til atkvæða í byrjun september. Þrýstingur á þingmenn og forseta Íslands að hafna orkupakkanum hefur aukist statt og stöðugt. Þúsundir hafa skrifað undir áskoranir til forsetans um að synja staðfestingu orkupakkans og þá vilja talsmenn hópsins Orkan okkar vísa málinu til þjóðarinnar.Alþingismenn hafa viðrað sambærilegar hugmyndir. Þannig hefur Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagt fram þingsályktunartillögu um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokks, hefur nefnt orkupakkann í sömu andrá og hina margumræddu 26. grein stjórnarskrárinnar. Sú kveður á um málskotsrétt forseta, þó aðeins á lagafrumvörpum - sem orkupakkinn er ekki. Hann er þingsályktunartillega, eins konar þjóðaréttasamningur, sem þó fer inn á borð forseta. „Forseti Íslands þarf, þegar þar að kemur, að undirrita þann þjóðaréttasamning en það eru þó ekki sömu aðstæður eins og þegar hann fær lagafrumvörp til staðfestingar,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. „Þegar forseti neitar að undirrita lög fer af stað ákveðið ferli þar sem fram fer þjóðaratkvæðagreiðsla með bindandi niðurstöðu. En ef forseti neitar að undirrita þjóðaréttasamning, það eru reyndar engin dæmi um að hann hafi gert það ásamt utanríkisráðherra, en ef það myndi gerast þá myndi málið einfaldlega stöðvast og fengi engan frekari framgang,“ segir Björg.Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands.Vísir/vilhelmNeitun forsetans á slíkum samningi væri sérstök niðurstaða að mati Bjargar, enda fordæmalaus. Þá er jafnframt spurning um hvort slík neitun stangist á við 13. grein stjórnarskrárinnar, þar sem segir að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt. „Gerðin gæti þá ekki tekið gildi ef undirskrift forseta vantar. Þá þyrfti einfaldlega að meta þá stöðu, en ég tel að það væru mjög sérkennilegar og erfiðar pólitískar aðstæður.“ Eina leiðin til að setja orkupakkann í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu væri ef forseti myndi hafna lögum sem Alþingi hefur samþykkt til að framfylgja orkupakkanum. Ef þjóðin hafnaði þeim lögum gæti það sett orkupakkann í uppnám. „Þá er eðlilega ljóst að ekki er fylgt eftir þeim skuldbindingum sem við höfum gengist undir samkvæmt EES-samningnum og það myndi kalla á einhvers konar skoðun á þeirri aðstöðu,“ segir Björg. „Það hefur aldrei gerst áður og því kannski erfitt að spá fyrir um hvað myndi gerast ef neitað yrði að taka upp tiltekna gerð í EES-samninginn. Þá getur hún auðvitað ekki tekið gildi fyrir EES-svæðið í heild sinni, sem myndi hafa ýmsar pólítiskar og lagalegar afleiðingar.“ Alþingi Forseti Íslands Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Styður sáttatillögu Haraldar um sæstreng og þjóðaratkvæðagreiðslu Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. 10. júlí 2019 15:14 Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Fordæmalausar og erfiðar pólitískar aðstæður kæmu upp að mati lagaprófessors ef forseti Íslands myndi neita að samþykkja þriðja orkupakkann, eins og þúsundir Íslendinga hafa hvatt hann að gera. Við það færi orkupakkinn ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu en Íslendingar gætu þó áfram sett innleiðingu hans í uppnám. Alþingi kemur aftur saman í lok mánaðar á stuttu aukaþingi til að klára umræður um þingsályktunartillöguna um þriðja orkupakkann, sem síðan verður borin upp til atkvæða í byrjun september. Þrýstingur á þingmenn og forseta Íslands að hafna orkupakkanum hefur aukist statt og stöðugt. Þúsundir hafa skrifað undir áskoranir til forsetans um að synja staðfestingu orkupakkans og þá vilja talsmenn hópsins Orkan okkar vísa málinu til þjóðarinnar.Alþingismenn hafa viðrað sambærilegar hugmyndir. Þannig hefur Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagt fram þingsályktunartillögu um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokks, hefur nefnt orkupakkann í sömu andrá og hina margumræddu 26. grein stjórnarskrárinnar. Sú kveður á um málskotsrétt forseta, þó aðeins á lagafrumvörpum - sem orkupakkinn er ekki. Hann er þingsályktunartillega, eins konar þjóðaréttasamningur, sem þó fer inn á borð forseta. „Forseti Íslands þarf, þegar þar að kemur, að undirrita þann þjóðaréttasamning en það eru þó ekki sömu aðstæður eins og þegar hann fær lagafrumvörp til staðfestingar,“ segir Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. „Þegar forseti neitar að undirrita lög fer af stað ákveðið ferli þar sem fram fer þjóðaratkvæðagreiðsla með bindandi niðurstöðu. En ef forseti neitar að undirrita þjóðaréttasamning, það eru reyndar engin dæmi um að hann hafi gert það ásamt utanríkisráðherra, en ef það myndi gerast þá myndi málið einfaldlega stöðvast og fengi engan frekari framgang,“ segir Björg.Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands.Vísir/vilhelmNeitun forsetans á slíkum samningi væri sérstök niðurstaða að mati Bjargar, enda fordæmalaus. Þá er jafnframt spurning um hvort slík neitun stangist á við 13. grein stjórnarskrárinnar, þar sem segir að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt. „Gerðin gæti þá ekki tekið gildi ef undirskrift forseta vantar. Þá þyrfti einfaldlega að meta þá stöðu, en ég tel að það væru mjög sérkennilegar og erfiðar pólitískar aðstæður.“ Eina leiðin til að setja orkupakkann í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu væri ef forseti myndi hafna lögum sem Alþingi hefur samþykkt til að framfylgja orkupakkanum. Ef þjóðin hafnaði þeim lögum gæti það sett orkupakkann í uppnám. „Þá er eðlilega ljóst að ekki er fylgt eftir þeim skuldbindingum sem við höfum gengist undir samkvæmt EES-samningnum og það myndi kalla á einhvers konar skoðun á þeirri aðstöðu,“ segir Björg. „Það hefur aldrei gerst áður og því kannski erfitt að spá fyrir um hvað myndi gerast ef neitað yrði að taka upp tiltekna gerð í EES-samninginn. Þá getur hún auðvitað ekki tekið gildi fyrir EES-svæðið í heild sinni, sem myndi hafa ýmsar pólítiskar og lagalegar afleiðingar.“
Alþingi Forseti Íslands Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Styður sáttatillögu Haraldar um sæstreng og þjóðaratkvæðagreiðslu Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. 10. júlí 2019 15:14 Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Styður sáttatillögu Haraldar um sæstreng og þjóðaratkvæðagreiðslu Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. 10. júlí 2019 15:14
Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30
Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00