Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 5. ágúst 2019 10:38 Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands og formaður jafnaðarmannaflokksins Siumut. Vísir/AFP. Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn dagana 2. og 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram í viðtali í grænlenska fréttamiðlinum Sermitsiaq. Fáheyrt er að forseti Bandaríkjanna fundi með leiðtogum erlendra sjálfsstjórnarsvæða, að sögn Jons Rahbek-Clemmensen, lektors við Varnarmálastofnunina í Kaupmannahöfn. „Ég held að það sé óvenjulegt að Trump hitti menn eins og formann grænlensku landsstjórnarinnar og lögmann Færeyja. Venjulega hittast leiðtogar sem gegna samskonar stöðu, ríkjaleiðtogar hitta ríkjaleiðtoga. Í þessu tilviki væri það Mette Frederiksen forsætisráðherra,“ útskýrir lektorinn í samtali við grænlenska ríkissjónvarpið KNR.Danskt herskip við bryggju í gömlu flotastöðinni í Grønnedal í Suður-Grænlandi. Kínverskt fyrirtæki vildi kaupa stöðina eftir að Danir höfðu lagt hana niður.Hermálasérfræðingurinn telur að markmið Trumps sé að fá Grænlendinga til að setja skorður við fjárfestingum Kínverja á Grænlandi og treysta varnir Bandaríkjanna gegn uppbyggingu rússneska hersins á norðurslóðum. Grænlenskir stjórnmálamenn þurfi að hafa það á hreinu hvað þeir vilji fá í staðinn, kjósi þeir að þétta böndin við Bandaríkin en hafna í staðinn tækifærum sem gætu fylgt kínverskum fjárfestingum. Ganga þurfi úr skugga um að þetta snúist ekki bara um fögur orð og skálaræður heldur að bandarískar fjárfestingar geti komið inn og treyst efnahagsþróun. Rifjað er upp að Grænlendingar eru enn gramir yfir því að árið 2014 missti verktakafyrirtæki í eigu grænlensku landsstjórnarinnar, Greenland Contractors, stóran þjónustusamning í Thule-herstöðinni, til bandarískra verktaka, og árið 2017 missti skipafélag Grænlendinga, Royal Arctic Line, siglingasamning við herstöðina til bandarísks skipafélags.John Kerry, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Grænland árið 2016. Myndin er frá flugvellinum í Kangerlussuaq, eða Syðri-Straumfirði, sem áður var bandarísk herstöð.Mynd/Utanríkisráðuneyti BandaríkjannaForystumenn Grænlands eru þegar byrjaðir að funda um hvaða skilaboð Kim Kielsen eigi að færa Trump. Þannig er stefnt að því að Kielsen fundi með utanríkis- og öryggismálanefnd grænlenska þingsins í lok vikunnar. Sjálfur hefur hann verið orðvar um málið í viðtölum síðustu daga. Kielsen hefur þó minnt á að þegar séu til staðar ýmsir samningar, einnig svæðisbundnir, milli Grænlands og Bandaríkjanna. Grænlendingar hafi hins vegar ekki nýtt öll þau tækifæri sem felist í þeim samningum.Kim Kielsen í sal grænlenska þingsins í Nuuk.Vísir/EPA.„Sú staðreynd að ríkisstjórn Trumps stefnir að því að Bandaríkin verði virkari á norðurslóðum getur aðeins komið okkur til góða. Við gætum hlotið mikinn ávinning af því. Til dæmis vegna aukinnar skipaumferðar um okkar lögsögu og allt norðurskautið. Við erum svo fá að við munum þurfa að treysta á utanaðkomandi aðstoð ef stórslys verða í tengslum við norðurslóðasiglingar, kannski eitthvað sem gætum fengið Bandaríkjamenn með í. Þetta er bara eitt dæmi sem ég bendi á,“ sagði Kim Kielsen við Sermitsiaq. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir tveimur árum af því þegar Danir komu í veg fyrir að Kínverjar eignuðust aflagða flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi: Danmörk Donald Trump Færeyjar Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Kerry flaug yfir Ísland í norðurslóðaheimsókn Utanríkisráðherra Bandaríkjanna heimsækir Grænland og Svalbarða, sem og Kaupmannahöfn og Osló. 19. júní 2016 11:04 Grænlendingar hefja mestu uppbyggingu í sögu landsins Grænlenska þingið hefur samþykkt flugvallatillögu landsstjórnarinnar, en hún felur í sér mestu innviðauppbyggingu í sögu næstu nágrannaþjóðar Íslendinga. 18. nóvember 2018 21:45 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira
Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn dagana 2. og 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram í viðtali í grænlenska fréttamiðlinum Sermitsiaq. Fáheyrt er að forseti Bandaríkjanna fundi með leiðtogum erlendra sjálfsstjórnarsvæða, að sögn Jons Rahbek-Clemmensen, lektors við Varnarmálastofnunina í Kaupmannahöfn. „Ég held að það sé óvenjulegt að Trump hitti menn eins og formann grænlensku landsstjórnarinnar og lögmann Færeyja. Venjulega hittast leiðtogar sem gegna samskonar stöðu, ríkjaleiðtogar hitta ríkjaleiðtoga. Í þessu tilviki væri það Mette Frederiksen forsætisráðherra,“ útskýrir lektorinn í samtali við grænlenska ríkissjónvarpið KNR.Danskt herskip við bryggju í gömlu flotastöðinni í Grønnedal í Suður-Grænlandi. Kínverskt fyrirtæki vildi kaupa stöðina eftir að Danir höfðu lagt hana niður.Hermálasérfræðingurinn telur að markmið Trumps sé að fá Grænlendinga til að setja skorður við fjárfestingum Kínverja á Grænlandi og treysta varnir Bandaríkjanna gegn uppbyggingu rússneska hersins á norðurslóðum. Grænlenskir stjórnmálamenn þurfi að hafa það á hreinu hvað þeir vilji fá í staðinn, kjósi þeir að þétta böndin við Bandaríkin en hafna í staðinn tækifærum sem gætu fylgt kínverskum fjárfestingum. Ganga þurfi úr skugga um að þetta snúist ekki bara um fögur orð og skálaræður heldur að bandarískar fjárfestingar geti komið inn og treyst efnahagsþróun. Rifjað er upp að Grænlendingar eru enn gramir yfir því að árið 2014 missti verktakafyrirtæki í eigu grænlensku landsstjórnarinnar, Greenland Contractors, stóran þjónustusamning í Thule-herstöðinni, til bandarískra verktaka, og árið 2017 missti skipafélag Grænlendinga, Royal Arctic Line, siglingasamning við herstöðina til bandarísks skipafélags.John Kerry, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Grænland árið 2016. Myndin er frá flugvellinum í Kangerlussuaq, eða Syðri-Straumfirði, sem áður var bandarísk herstöð.Mynd/Utanríkisráðuneyti BandaríkjannaForystumenn Grænlands eru þegar byrjaðir að funda um hvaða skilaboð Kim Kielsen eigi að færa Trump. Þannig er stefnt að því að Kielsen fundi með utanríkis- og öryggismálanefnd grænlenska þingsins í lok vikunnar. Sjálfur hefur hann verið orðvar um málið í viðtölum síðustu daga. Kielsen hefur þó minnt á að þegar séu til staðar ýmsir samningar, einnig svæðisbundnir, milli Grænlands og Bandaríkjanna. Grænlendingar hafi hins vegar ekki nýtt öll þau tækifæri sem felist í þeim samningum.Kim Kielsen í sal grænlenska þingsins í Nuuk.Vísir/EPA.„Sú staðreynd að ríkisstjórn Trumps stefnir að því að Bandaríkin verði virkari á norðurslóðum getur aðeins komið okkur til góða. Við gætum hlotið mikinn ávinning af því. Til dæmis vegna aukinnar skipaumferðar um okkar lögsögu og allt norðurskautið. Við erum svo fá að við munum þurfa að treysta á utanaðkomandi aðstoð ef stórslys verða í tengslum við norðurslóðasiglingar, kannski eitthvað sem gætum fengið Bandaríkjamenn með í. Þetta er bara eitt dæmi sem ég bendi á,“ sagði Kim Kielsen við Sermitsiaq. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir tveimur árum af því þegar Danir komu í veg fyrir að Kínverjar eignuðust aflagða flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi:
Danmörk Donald Trump Færeyjar Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Kerry flaug yfir Ísland í norðurslóðaheimsókn Utanríkisráðherra Bandaríkjanna heimsækir Grænland og Svalbarða, sem og Kaupmannahöfn og Osló. 19. júní 2016 11:04 Grænlendingar hefja mestu uppbyggingu í sögu landsins Grænlenska þingið hefur samþykkt flugvallatillögu landsstjórnarinnar, en hún felur í sér mestu innviðauppbyggingu í sögu næstu nágrannaþjóðar Íslendinga. 18. nóvember 2018 21:45 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Sjá meira
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45
Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00
Kerry flaug yfir Ísland í norðurslóðaheimsókn Utanríkisráðherra Bandaríkjanna heimsækir Grænland og Svalbarða, sem og Kaupmannahöfn og Osló. 19. júní 2016 11:04
Grænlendingar hefja mestu uppbyggingu í sögu landsins Grænlenska þingið hefur samþykkt flugvallatillögu landsstjórnarinnar, en hún felur í sér mestu innviðauppbyggingu í sögu næstu nágrannaþjóðar Íslendinga. 18. nóvember 2018 21:45