Slökkviliðsmenn gengu af göflunum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. ágúst 2019 11:25 Slökkviliðsmennirnir sex sem gengu af göflunum og bílstjórarnir sem fylgdu þeim yfir hálendið. Hlaupið tók þrjá daga. Vísir/Jóhann K. Sex slökkviliðsmenn sem síðustu þrjá daga hefur hlaupið þvert yfir Ísland, frá Akureyri til Selfoss, luku ætlunarverki sínu nú á tólfta tímanum. Með verkefninu safna þeir fyrir hitakassa á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Vegalengdin sem slökkviliðsmennirnir hafa hlaupið er um 340 kílómetrar og var farið yfir Sprengisand. Verkefnið gengur undir nafninu gengið af göflunum og leggja slökkviliðsmennirnir Hollvinasamtökum Sjúkrahússins á Akureyri lið með söfnun en fyrir tveimur árum söfnuðust ein komma tvær milljónir fyrir ferðafóstru, sem er gjörgæslueining fyrir nýbura og fyrirbura. Þá gengu slökkviliðsmenn Eyjafjarðarhringinn, 30 kílómetra, í fullum slökkviliðsskrúða.Hópur slökkviliðs,- lögreglu, sjúkfraflutninga-, og björgunarsveitarmanna tóku á móti hlaupahópnum og fylgdi þeim síðasta spölinn að Björgunarmiðstöðinni á Selfossi.Vísir/Jóhann K.Strembið að köflum Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu er einn þeirra sem hefur tekið þátt í hlaupinu. „Það hefur bara gengið mjög vel. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Viðrað vel á okkur. Jú, jú strembið að köflum en gengið afskaplega vel og afskaplega gott að fá hlýjar kveðjur og mikinn stuðning sérstaklega núna seinni part hlaupaleiðarinnar en við erum bara mikið sáttir við verkefnið,“ segir Ingvar.Helstu áskoranir á leiðinni?„Það voru grófir steinar og þvottabretti uppi á hálendinu. Mikil hækkun upp úr Eyjafirðinum, hún var líka mjög erfið,“ segir Ingvar. Slökkviliðsmennirnir sem tóku þátt koma frá Slökkviliði Akureyrar, Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Brunavörnum Árnessýslu. Þeir hafa skipt hlaupinu á milli sín í einskonar boðhlaupi yfir hálendið en þegar komið var niður á Suðurlandsveg tóku kollegar þeirra á móti þeim á slökkviliðs-, lögreglu, sjúkra-, og björgunarsveitarbílum og fylgdu þeim síðasta spölinn.Hvernig er að sjá endatakmarkið? Það er örstutt eftir.„Það er dásamlegt. Það er auðvitað búið að veita okkur mikla orku í lokin að við erum alvega að koma og við heyrum að það eru góðar móttökur á Selfossi. Hlökkum til að hitta góða félaga. Brunavarnir Árnessýslu eru búnir að taka vel á móti okkur og fylgja okkur frá Skeiðaafleggjaranum,“ segir Ingvar.Hvernig er að eyða Verslunarmannahelginni í þetta?„Það er dásamlegt. Auðvitað væri maður til í að vera meira með fjölskyldunni en hún tekur á móti manni á eftir og það verður alveg frábært að hitta þau. Maður hendir sér kannski einhvern tímann í sófann og tekur smá hvíld, annars er bara frábært að eyða helginni í svona frábært verkefni,“ segir Ingvar. Akureyri Árborg Björgunarsveitir Lögreglan Slökkvilið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Sex slökkviliðsmenn sem síðustu þrjá daga hefur hlaupið þvert yfir Ísland, frá Akureyri til Selfoss, luku ætlunarverki sínu nú á tólfta tímanum. Með verkefninu safna þeir fyrir hitakassa á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Vegalengdin sem slökkviliðsmennirnir hafa hlaupið er um 340 kílómetrar og var farið yfir Sprengisand. Verkefnið gengur undir nafninu gengið af göflunum og leggja slökkviliðsmennirnir Hollvinasamtökum Sjúkrahússins á Akureyri lið með söfnun en fyrir tveimur árum söfnuðust ein komma tvær milljónir fyrir ferðafóstru, sem er gjörgæslueining fyrir nýbura og fyrirbura. Þá gengu slökkviliðsmenn Eyjafjarðarhringinn, 30 kílómetra, í fullum slökkviliðsskrúða.Hópur slökkviliðs,- lögreglu, sjúkfraflutninga-, og björgunarsveitarmanna tóku á móti hlaupahópnum og fylgdi þeim síðasta spölinn að Björgunarmiðstöðinni á Selfossi.Vísir/Jóhann K.Strembið að köflum Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu er einn þeirra sem hefur tekið þátt í hlaupinu. „Það hefur bara gengið mjög vel. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt. Viðrað vel á okkur. Jú, jú strembið að köflum en gengið afskaplega vel og afskaplega gott að fá hlýjar kveðjur og mikinn stuðning sérstaklega núna seinni part hlaupaleiðarinnar en við erum bara mikið sáttir við verkefnið,“ segir Ingvar.Helstu áskoranir á leiðinni?„Það voru grófir steinar og þvottabretti uppi á hálendinu. Mikil hækkun upp úr Eyjafirðinum, hún var líka mjög erfið,“ segir Ingvar. Slökkviliðsmennirnir sem tóku þátt koma frá Slökkviliði Akureyrar, Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Brunavörnum Árnessýslu. Þeir hafa skipt hlaupinu á milli sín í einskonar boðhlaupi yfir hálendið en þegar komið var niður á Suðurlandsveg tóku kollegar þeirra á móti þeim á slökkviliðs-, lögreglu, sjúkra-, og björgunarsveitarbílum og fylgdu þeim síðasta spölinn.Hvernig er að sjá endatakmarkið? Það er örstutt eftir.„Það er dásamlegt. Það er auðvitað búið að veita okkur mikla orku í lokin að við erum alvega að koma og við heyrum að það eru góðar móttökur á Selfossi. Hlökkum til að hitta góða félaga. Brunavarnir Árnessýslu eru búnir að taka vel á móti okkur og fylgja okkur frá Skeiðaafleggjaranum,“ segir Ingvar.Hvernig er að eyða Verslunarmannahelginni í þetta?„Það er dásamlegt. Auðvitað væri maður til í að vera meira með fjölskyldunni en hún tekur á móti manni á eftir og það verður alveg frábært að hitta þau. Maður hendir sér kannski einhvern tímann í sófann og tekur smá hvíld, annars er bara frábært að eyða helginni í svona frábært verkefni,“ segir Ingvar.
Akureyri Árborg Björgunarsveitir Lögreglan Slökkvilið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira