Skólinn okkar – Illa búið að frístund Sævar Reykjalín Sigurðarson skrifar 2. ágúst 2019 10:45 Í Kelduskóla, eins og mörgum öðrum skólum í Reykjavík, er frístund afgangstærð í huga þeirra sem fara með völdin yfir skólamálum. Ekki stendur á stjórnmálamönnum að samþykkja og undirrita allskonar reglur og viðmið um háleit markmið en þegar það kemur af því að efna slíkt þá virðist það flókið og of kostnaðarsamt. Áður en lengra er haldið skal taka skýrt fram að við í Kelduskóla erum ótrúlega heppin með starfsfólk frístundaheimilinna og eiga þau skilið miklar þakkir og hrós fyrir frábært starf. Það er gríðarlega mikill auður í þessu frábæra starfsfólki. Kelduskóli hefur tvö húsnæði til umráða og eru þau í daglegu tali nefnd Kelduskóli – Vík (Víkurhverfi) og Kelduskóli – Korpa (Staðarhverfi). Einhver hefði haldið að fyrst að skólinn hafi tvö húsnæði til umráða að þá væri nægt pláss fyrir starfsemi skólans, sem það reyndar er, en þar sem núverandi meirihluti í borginni og Skóla- og frístundasvið (SFS) hefur að markmiði að loka einum skóla þá hefur verið tekin ákvörðun af þeirra hálfu að nýta ekki bæði húsnæðin til fulls. Það að sjálfsögðu bitnar eingöngu á börnunum, þeim sem síst skildi. Hjartarými er skilgreint svæði innan frístundaheimilia og félagsmiðstöðva. Samkvæmt gátlistum um húsnæði frístundaheimila er miðað við að frístundaheimili hafir 1 m2 á hvert barn í hjartarými og 4 m2 á heildarrými á hvert barn. Í félagsmiðstöðvunum er miðað við að lágmarki 60 m2 í hjartarými. Á fundi Skóla- og frístundaráðs (SFR) nr 152 má finna svar við fyrirspurn minnihlutans í SFR um stærð hjartarýmis allar félagsheimila og félagsmiðstöða í Reykjavík og svar við þeirri fyrirspurn ætti að valda mjög mörgum foreldrum áhyggjum. 15 frístundaheimili og félagsmiðstöðvar í Reykjavík uppfylla ekki þær lágmarkskröfur sem reglugerðir gera ráð fyrir. Það eitt eru sláandi upplýsingar, en við skulum okkur við Kelduskóla. Svo vitnað sé beint í svar frá Skóla- og frístundasviði (SFS) þá er þetta staðan á Galdraslóð sem er frístundaheimili staðsett í Kelduskóla-Vík:Aðstöðuleysi háir starfseminni og erfiðlega gengur að halda utan um starfið þar sem það er staðsett á mörgum stöðum í skólarýminu. Hjartað er helmingi minna en það á að vera skv rýmissamningi frístundaheimila.Um Pýgyn, félagsmiðstöðina í Kelduskóla-Vík segir:Aðstöðuleysi háir starfseminni og það vantar sárlega hjartarými til að bjóða upp á notanlega aðstöðu fyrir börnin og unglinganaTil að draga saman þá er aðstöðuleysi sem háir starfseminni. Það er sláandi að hjartarýmið fyrir yngstu börnin er helmingi minna en það á að vera og það er ekki til staðar fyrir unglingana. Forstöðumenn þessara heimila hafa í nokkur ár barist fyrir því að úr þessu sé bætt en ekkert gerist. Heilbrigðiseftirlitið hefur gert alvarlegar athugasemdir en ekkert er gert til að bæta úr. Starfsfólk hefur gert athugasemdir en tala fyrir daufum eyrum. Foreldrar hafa einnig gert athugasemdir en alltaf er komið af tómum kofanum hjá SFS. Þeirra hugmynd til að bæta starfið hefur hingað til gengið út á það að loka Kelduskóla-Korpu og fjölga umtalsvert börnum í Kelduskóla-Vík sem allir sjá að myndi eingöngu auka á aðstöðuleysið. Markmiðið að spara pening er ofar velferð barna. Til hvers eru reglur og lög þegar þeir sem fara með völdin telja sig ekki þurfa að fylgja þeim. Það er svo sláandi að lausnin á vandanum í Kelduskóla er mjög einföld. Það er að nýta húsnæðin tvö betur. Ef kennsla yrði í meiri mæli færð yfir í húsnæðið í Kelduskóla-Korpu væri hægt að bæta úr öllum athugasemdum samdægurs. Að hugsa sér það er hægt að leysa þetta vandamál í dag! En markmiðið er að loka einum skóla í norðanverðum Grafarvogi og þau sem gjalda fyrir það eru börnin.Höfundur er þriggja barna faðir og Reykvíkingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Sævar Reykjalín Tengdar fréttir Skólinn okkar – lög 91/2008 Til eru lög um grunnskóla númer 91/2008 sem ég hvet alla foreldra, nemendur og ekki síst þá sem bera ábyrgð á skólamálum að lesa. 31. júlí 2019 08:00 Skólinn okkar Síðan mitt fyrsta barn var skráð í leikskóla hef ég tekið þátt í starfi foreldrafélaga. Hvort sem það er leikskóli, grunnskóli eða hjá íþróttafélaginu þá hefur það verið auðsótt mál að taka þátt. 23. júlí 2019 12:59 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Kelduskóla, eins og mörgum öðrum skólum í Reykjavík, er frístund afgangstærð í huga þeirra sem fara með völdin yfir skólamálum. Ekki stendur á stjórnmálamönnum að samþykkja og undirrita allskonar reglur og viðmið um háleit markmið en þegar það kemur af því að efna slíkt þá virðist það flókið og of kostnaðarsamt. Áður en lengra er haldið skal taka skýrt fram að við í Kelduskóla erum ótrúlega heppin með starfsfólk frístundaheimilinna og eiga þau skilið miklar þakkir og hrós fyrir frábært starf. Það er gríðarlega mikill auður í þessu frábæra starfsfólki. Kelduskóli hefur tvö húsnæði til umráða og eru þau í daglegu tali nefnd Kelduskóli – Vík (Víkurhverfi) og Kelduskóli – Korpa (Staðarhverfi). Einhver hefði haldið að fyrst að skólinn hafi tvö húsnæði til umráða að þá væri nægt pláss fyrir starfsemi skólans, sem það reyndar er, en þar sem núverandi meirihluti í borginni og Skóla- og frístundasvið (SFS) hefur að markmiði að loka einum skóla þá hefur verið tekin ákvörðun af þeirra hálfu að nýta ekki bæði húsnæðin til fulls. Það að sjálfsögðu bitnar eingöngu á börnunum, þeim sem síst skildi. Hjartarými er skilgreint svæði innan frístundaheimilia og félagsmiðstöðva. Samkvæmt gátlistum um húsnæði frístundaheimila er miðað við að frístundaheimili hafir 1 m2 á hvert barn í hjartarými og 4 m2 á heildarrými á hvert barn. Í félagsmiðstöðvunum er miðað við að lágmarki 60 m2 í hjartarými. Á fundi Skóla- og frístundaráðs (SFR) nr 152 má finna svar við fyrirspurn minnihlutans í SFR um stærð hjartarýmis allar félagsheimila og félagsmiðstöða í Reykjavík og svar við þeirri fyrirspurn ætti að valda mjög mörgum foreldrum áhyggjum. 15 frístundaheimili og félagsmiðstöðvar í Reykjavík uppfylla ekki þær lágmarkskröfur sem reglugerðir gera ráð fyrir. Það eitt eru sláandi upplýsingar, en við skulum okkur við Kelduskóla. Svo vitnað sé beint í svar frá Skóla- og frístundasviði (SFS) þá er þetta staðan á Galdraslóð sem er frístundaheimili staðsett í Kelduskóla-Vík:Aðstöðuleysi háir starfseminni og erfiðlega gengur að halda utan um starfið þar sem það er staðsett á mörgum stöðum í skólarýminu. Hjartað er helmingi minna en það á að vera skv rýmissamningi frístundaheimila.Um Pýgyn, félagsmiðstöðina í Kelduskóla-Vík segir:Aðstöðuleysi háir starfseminni og það vantar sárlega hjartarými til að bjóða upp á notanlega aðstöðu fyrir börnin og unglinganaTil að draga saman þá er aðstöðuleysi sem háir starfseminni. Það er sláandi að hjartarýmið fyrir yngstu börnin er helmingi minna en það á að vera og það er ekki til staðar fyrir unglingana. Forstöðumenn þessara heimila hafa í nokkur ár barist fyrir því að úr þessu sé bætt en ekkert gerist. Heilbrigðiseftirlitið hefur gert alvarlegar athugasemdir en ekkert er gert til að bæta úr. Starfsfólk hefur gert athugasemdir en tala fyrir daufum eyrum. Foreldrar hafa einnig gert athugasemdir en alltaf er komið af tómum kofanum hjá SFS. Þeirra hugmynd til að bæta starfið hefur hingað til gengið út á það að loka Kelduskóla-Korpu og fjölga umtalsvert börnum í Kelduskóla-Vík sem allir sjá að myndi eingöngu auka á aðstöðuleysið. Markmiðið að spara pening er ofar velferð barna. Til hvers eru reglur og lög þegar þeir sem fara með völdin telja sig ekki þurfa að fylgja þeim. Það er svo sláandi að lausnin á vandanum í Kelduskóla er mjög einföld. Það er að nýta húsnæðin tvö betur. Ef kennsla yrði í meiri mæli færð yfir í húsnæðið í Kelduskóla-Korpu væri hægt að bæta úr öllum athugasemdum samdægurs. Að hugsa sér það er hægt að leysa þetta vandamál í dag! En markmiðið er að loka einum skóla í norðanverðum Grafarvogi og þau sem gjalda fyrir það eru börnin.Höfundur er þriggja barna faðir og Reykvíkingur
Skólinn okkar – lög 91/2008 Til eru lög um grunnskóla númer 91/2008 sem ég hvet alla foreldra, nemendur og ekki síst þá sem bera ábyrgð á skólamálum að lesa. 31. júlí 2019 08:00
Skólinn okkar Síðan mitt fyrsta barn var skráð í leikskóla hef ég tekið þátt í starfi foreldrafélaga. Hvort sem það er leikskóli, grunnskóli eða hjá íþróttafélaginu þá hefur það verið auðsótt mál að taka þátt. 23. júlí 2019 12:59
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun