Næstbesti kosturinn Logi Einarsson skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Í flóknum veruleika samtímans verður sífellt augljósara hversu miklu máli fjölþjóðleg samvinna skiptir fyrir örþjóð eins og Ísland. Hraðar tæknibreytingar kalla á sameiginlegar lausnir en erfiðasta og brýnasta verkefnið er að stemma stigu við hamfarahlýnun – og það mun ekki takast nema með samvinnu sem flestra þjóða. Þar er Evrópusambandið í fararbroddi. Með aðild að EES-samningnum breyttist Ísland úr 300 þúsund manna markaði í 500 milljóna. En stundum gleymast áhrif samningsins á daglegt líf einstaklingsins. Á svipstundu fengu Íslendingar frelsi til að ferðast, vinna og mennta sig hvar sem er á Evrópska efnahagssvæðinu. Í gegnum EES-samninginn höfum við líka tekið upp tilskipanir frá Evrópusambandinu um bætt loftgæði og meira jafnrétti. Tilskipanir sem auka réttindi launafólks, t.d. varðandi frítíma og sveigjanleika í vinnu til að sjá um börnin okkar eða nána aðstandendur, sem færa okkur betri og öruggari lyf, gera okkur kleift að vafra á snjallsímanum hvar sem er í Evrópu eins og við værum heima hjá okkur, tryggja rétt okkar ef flugi innan Evrópu seinkar eða fellur niður. Tilskipanir sem hvetja til framleiðslu á umhverfisvænni vörum, tryggja virkari samkeppni og bæta starfsumhverfi ör- og smáfyrirtækja. Allt þetta, og meira til, hefur áhrif á daglegt líf okkar. Í samningnum um EES er sem sagt margt afar jákvætt en annað sem skiptir okkur minna máli. Í sérstökum tilvikum er hægt að semja um einstakar undanþágur áður en til innleiðingar kemur, eftir að lög hafa verið samþykkt hjá ESB. EES-samningurinn er okkur því mjög mikilvægur en þó aðeins næstbesti kosturinn sem okkur stendur til boða; allra best væri full aðild að ESB með möguleikum til ríkari áhrifa á daglegt líf okkar til framtíðar. Rúsínan í pylsuendanum væri svo auðvitað aðgangur að öflugri og stöðugri mynt með margfalt lægri vaxtakostnaði og þar með ódýrara húsnæði og matarkörfu auk stöðugra starfsumhverfis fyrir fyrirtæki. Ekkert myndi skila venjulegum íslenskum heimilum meiri kjarabót.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Logi Einarsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í flóknum veruleika samtímans verður sífellt augljósara hversu miklu máli fjölþjóðleg samvinna skiptir fyrir örþjóð eins og Ísland. Hraðar tæknibreytingar kalla á sameiginlegar lausnir en erfiðasta og brýnasta verkefnið er að stemma stigu við hamfarahlýnun – og það mun ekki takast nema með samvinnu sem flestra þjóða. Þar er Evrópusambandið í fararbroddi. Með aðild að EES-samningnum breyttist Ísland úr 300 þúsund manna markaði í 500 milljóna. En stundum gleymast áhrif samningsins á daglegt líf einstaklingsins. Á svipstundu fengu Íslendingar frelsi til að ferðast, vinna og mennta sig hvar sem er á Evrópska efnahagssvæðinu. Í gegnum EES-samninginn höfum við líka tekið upp tilskipanir frá Evrópusambandinu um bætt loftgæði og meira jafnrétti. Tilskipanir sem auka réttindi launafólks, t.d. varðandi frítíma og sveigjanleika í vinnu til að sjá um börnin okkar eða nána aðstandendur, sem færa okkur betri og öruggari lyf, gera okkur kleift að vafra á snjallsímanum hvar sem er í Evrópu eins og við værum heima hjá okkur, tryggja rétt okkar ef flugi innan Evrópu seinkar eða fellur niður. Tilskipanir sem hvetja til framleiðslu á umhverfisvænni vörum, tryggja virkari samkeppni og bæta starfsumhverfi ör- og smáfyrirtækja. Allt þetta, og meira til, hefur áhrif á daglegt líf okkar. Í samningnum um EES er sem sagt margt afar jákvætt en annað sem skiptir okkur minna máli. Í sérstökum tilvikum er hægt að semja um einstakar undanþágur áður en til innleiðingar kemur, eftir að lög hafa verið samþykkt hjá ESB. EES-samningurinn er okkur því mjög mikilvægur en þó aðeins næstbesti kosturinn sem okkur stendur til boða; allra best væri full aðild að ESB með möguleikum til ríkari áhrifa á daglegt líf okkar til framtíðar. Rúsínan í pylsuendanum væri svo auðvitað aðgangur að öflugri og stöðugri mynt með margfalt lægri vaxtakostnaði og þar með ódýrara húsnæði og matarkörfu auk stöðugra starfsumhverfis fyrir fyrirtæki. Ekkert myndi skila venjulegum íslenskum heimilum meiri kjarabót.Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar