Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 19. ágúst 2019 20:32 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í Nuuk á Grænlandi í gær. Mynd/TV 2, Danmörku. Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir umræðuna vera fáránlega enda sé Grænland ekki danskt heldur tilheyri Grænlendingum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Trump staðfesti í gær frétt Wall Street Journal í síðustu viku um að hann hefði rætt þann möguleika við ráðgjafa sína að kaupa Grænland. „Hugmyndinni var varpað fram og ég sagði að hún væri áhugaverð hernaðarlega. Við sögðumst hafa áhuga og ræddum þetta lítillega. Málið er ekki ofarlega á forgangslistanum,“ sagði Trump.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svarar fréttamönnum um áhuga sinn á að kaupa Grænland.Mynd/AP.Hann taldi raunar að það þyrfti ekki að vera flókið mál að kaupa Grænland af Dönum þegar fréttamenn spurðu hvort hann hygðist láta eitthvað annað landssvæði í skiptum fyrir Grænland eða hvernig hann hygðist standa að kaupunum. „Raunar er þetta risastór fasteignasamningur. Margt er hægt að gera. Danir skaðast mikið. Þeir tapa næstum því 700 milljónum dala árlega. Þeir tapa því miklu fé á þessu. Kaupin myndu styrkja Bandaríkin vel hernaðarlega,“ sagði forsetinn. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, lýsti hugmyndinni sem fáránlegri í viðtali við danska fjölmiðla í gær en hún er nú stödd á Grænlandi í boði Kims Kielsen, forsætisráðherra Grænlands. „Ég er alveg sammála Kim Kielsen. Auðvitað er Grænland ekki til sölu,“ sagði Mette Frederiksen í Nuuk í gærkvöldi. „Annars tilheyrir Grænland ekki Danmörku. Grænland er Grænlendinga,“ bætti hún við og sagði að sá tími væri liðinn að lönd og þjóðir væru seld.Frá Grænlandi. Íbúar þessa næsta nágrannalands Íslands eru um 57 þúsund talsins.Mynd/AP.Fyrirhugað er að Mette Frederiksen, ásamt Kim Kielsen, fundi með Trump í Kaupmannahöfn í byrjun september. Hún segir Dani gjarnan vilja nánara samstarf við Bandaríkin. „Við lítum á Bandaríkin sem mikilvægasta bandalagsríki okkar. Ég hlakka til heimsóknar forsetans og tel hana mikilvæga fyrir tengsl Danmerkur og Bandaríkjanna. Norðurheimskautssvæðið og þar með Grænland verður sífellt mikilvægara, einnig hernaðarlega, svo við viljum jafnvel eiga nánara samstarf við Bandaríkin á Norðurheimskautssvæðinu,“ sagði forsætisráðherra Danmerkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland NATO Norðurslóðir Tengdar fréttir Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir umræðuna vera fáránlega enda sé Grænland ekki danskt heldur tilheyri Grænlendingum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Trump staðfesti í gær frétt Wall Street Journal í síðustu viku um að hann hefði rætt þann möguleika við ráðgjafa sína að kaupa Grænland. „Hugmyndinni var varpað fram og ég sagði að hún væri áhugaverð hernaðarlega. Við sögðumst hafa áhuga og ræddum þetta lítillega. Málið er ekki ofarlega á forgangslistanum,“ sagði Trump.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svarar fréttamönnum um áhuga sinn á að kaupa Grænland.Mynd/AP.Hann taldi raunar að það þyrfti ekki að vera flókið mál að kaupa Grænland af Dönum þegar fréttamenn spurðu hvort hann hygðist láta eitthvað annað landssvæði í skiptum fyrir Grænland eða hvernig hann hygðist standa að kaupunum. „Raunar er þetta risastór fasteignasamningur. Margt er hægt að gera. Danir skaðast mikið. Þeir tapa næstum því 700 milljónum dala árlega. Þeir tapa því miklu fé á þessu. Kaupin myndu styrkja Bandaríkin vel hernaðarlega,“ sagði forsetinn. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, lýsti hugmyndinni sem fáránlegri í viðtali við danska fjölmiðla í gær en hún er nú stödd á Grænlandi í boði Kims Kielsen, forsætisráðherra Grænlands. „Ég er alveg sammála Kim Kielsen. Auðvitað er Grænland ekki til sölu,“ sagði Mette Frederiksen í Nuuk í gærkvöldi. „Annars tilheyrir Grænland ekki Danmörku. Grænland er Grænlendinga,“ bætti hún við og sagði að sá tími væri liðinn að lönd og þjóðir væru seld.Frá Grænlandi. Íbúar þessa næsta nágrannalands Íslands eru um 57 þúsund talsins.Mynd/AP.Fyrirhugað er að Mette Frederiksen, ásamt Kim Kielsen, fundi með Trump í Kaupmannahöfn í byrjun september. Hún segir Dani gjarnan vilja nánara samstarf við Bandaríkin. „Við lítum á Bandaríkin sem mikilvægasta bandalagsríki okkar. Ég hlakka til heimsóknar forsetans og tel hana mikilvæga fyrir tengsl Danmerkur og Bandaríkjanna. Norðurheimskautssvæðið og þar með Grænland verður sífellt mikilvægara, einnig hernaðarlega, svo við viljum jafnvel eiga nánara samstarf við Bandaríkin á Norðurheimskautssvæðinu,“ sagði forsætisráðherra Danmerkur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland NATO Norðurslóðir Tengdar fréttir Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19
Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. 15. ágúst 2019 22:31
Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38
Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30
Danir hæðast að áhuga Trump á að kaupa Grænland Aprílgabb á röngum árstíma og merki um að Trump sé endanlega genginn af göflunum er á meðal þess sem danskir stjórnmálamenn hafa sagt um fréttir af áhuga hans á að kaupa Grænland. 16. ágúst 2019 10:42
Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42