Nike ætlar ekki lengur að "refsa“ íþróttakonunum sínum fyrir að verða óléttar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 13:00 Allyson Felix fagnar með bandaríska fánann á Ólympíuleikunum í Ríó. Getty/Cameron Spencer Bandaríski Ólympíumeistarinn Allyson Felix birti opinberlega bréf sem hún fékk frá íþróttavöruframleiðandanum Nike en þar kom fram að Nike hafi ákveðið að breyta öllum samningum sínum við íþróttakonur. Allyson Felix sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að Nike ætli ekki lengur að „refsa“ Íþróttakonunum sínum fyrir að verða óléttar en hingað til hafa konurnar fundið fyrir því fjárhagslega þegar kemur að styrkjum frá Nike. Nike hafði verið með árangurstengdar kvaðir í samningum sínum við íþróttakonur og það þýddi að það hafi miklar afleiðingar fyrir þeirra innkomu þegar þær hafa eignast barn. Barnseignir hafa breytt miklu fyrir margar íþróttakonur og sumar hafa jafnvel hætt í framhaldinu enda ekki auðvelt að komast aftur í sitt fyrra form. Nú eru hins vegar breyttir tímar og íþróttakonur koma flestar aftur til baka sem er frábær þróun.Nike have changed their contracts for pregnant athletes. It means female athletes will "no longer be financially penalised for having a child". More: https://t.co/ocdVrLJS0vpic.twitter.com/FX7n22Jeds — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Forráðamenn Nike hafa því loksins tekið þá ákvörðun að henda öllum árangurstengdum skilmálum út þegar kemur að barneignum þeirra íþróttakvenna. Íþróttakonur fá nú átján mánaða tíma hjá Nike til að eignast barnið og koma sér aftur á fulla ferð á ný. Allyson Felix er sexfaldur Ólympíumeistari en dóttir hennar fæddist fyrir tímann í nóvember. Allyson Felix sagði frá því í maí síðastliðnum að Nike ætlaði að greiða henni 70 prósent minna eftir að hún varð móðir. Hún snéri þá vörn í sókn. Hin 33 ára gamla afrekskona ætlaði ekki að tapa þessum bardaga og barðist fyrir rétti sínum. Hún skrifaði meðal annars pistil í New York Times. Barátta Allyson Felix bar árangur því Nike hefur nú ákveðið að henda út öllum skilmálum sem snúa að því að draga úr greiðslum til íþróttakvenna ef þær verða óléttar. „Raddir okkar hafa völd,“ skrifaði Allyson Felix en það smá sjá allt bréfið hér fyrir neðan. Our voices have power. NIKE has contractually provided maternal protection to the female athletes they sponsor. I’m grateful to NIKE leadership for believing that we are all more than athletes. THANK YOU to the brands who have already made this commitment. Who is next? pic.twitter.com/fF9ZV0DkCJ — Allyson Felix (@allysonfelix) August 16, 2019 Bandaríkin Frjálsar íþróttir Jafnréttismál Ólympíuleikar Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Ljónin átu Kúrekana „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íhugar ekki að sniðganga ÓL þótt að Rússum hafi verið hleypt inn Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Sjá meira
Bandaríski Ólympíumeistarinn Allyson Felix birti opinberlega bréf sem hún fékk frá íþróttavöruframleiðandanum Nike en þar kom fram að Nike hafi ákveðið að breyta öllum samningum sínum við íþróttakonur. Allyson Felix sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að Nike ætli ekki lengur að „refsa“ Íþróttakonunum sínum fyrir að verða óléttar en hingað til hafa konurnar fundið fyrir því fjárhagslega þegar kemur að styrkjum frá Nike. Nike hafði verið með árangurstengdar kvaðir í samningum sínum við íþróttakonur og það þýddi að það hafi miklar afleiðingar fyrir þeirra innkomu þegar þær hafa eignast barn. Barnseignir hafa breytt miklu fyrir margar íþróttakonur og sumar hafa jafnvel hætt í framhaldinu enda ekki auðvelt að komast aftur í sitt fyrra form. Nú eru hins vegar breyttir tímar og íþróttakonur koma flestar aftur til baka sem er frábær þróun.Nike have changed their contracts for pregnant athletes. It means female athletes will "no longer be financially penalised for having a child". More: https://t.co/ocdVrLJS0vpic.twitter.com/FX7n22Jeds — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Forráðamenn Nike hafa því loksins tekið þá ákvörðun að henda öllum árangurstengdum skilmálum út þegar kemur að barneignum þeirra íþróttakvenna. Íþróttakonur fá nú átján mánaða tíma hjá Nike til að eignast barnið og koma sér aftur á fulla ferð á ný. Allyson Felix er sexfaldur Ólympíumeistari en dóttir hennar fæddist fyrir tímann í nóvember. Allyson Felix sagði frá því í maí síðastliðnum að Nike ætlaði að greiða henni 70 prósent minna eftir að hún varð móðir. Hún snéri þá vörn í sókn. Hin 33 ára gamla afrekskona ætlaði ekki að tapa þessum bardaga og barðist fyrir rétti sínum. Hún skrifaði meðal annars pistil í New York Times. Barátta Allyson Felix bar árangur því Nike hefur nú ákveðið að henda út öllum skilmálum sem snúa að því að draga úr greiðslum til íþróttakvenna ef þær verða óléttar. „Raddir okkar hafa völd,“ skrifaði Allyson Felix en það smá sjá allt bréfið hér fyrir neðan. Our voices have power. NIKE has contractually provided maternal protection to the female athletes they sponsor. I’m grateful to NIKE leadership for believing that we are all more than athletes. THANK YOU to the brands who have already made this commitment. Who is next? pic.twitter.com/fF9ZV0DkCJ — Allyson Felix (@allysonfelix) August 16, 2019
Bandaríkin Frjálsar íþróttir Jafnréttismál Ólympíuleikar Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Ljónin átu Kúrekana „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íhugar ekki að sniðganga ÓL þótt að Rússum hafi verið hleypt inn Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Sjá meira