Opinber hádegisverður Hildur Björnsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 08:00 Ítrekað og endurtekið berast fregnir af rekstrarvanda í miðborg. Rótgrónir og vel sóttir matsölustaðir leggja upp laupana. Róðurinn er þungur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Rekstrarumhverfi miðborgar er þungt – og stjórnsýsla borgarinnar torveld. Vissulega er umhverfi verslunar síbreytilegt. Með aukinni netverslun á hefðbundin verslun undir högg að sækja. Það er alþjóðleg þróun og sannarlega ekki séríslenskt fyrirbæri. Þegar auðum verslunarrýmum fjölgar í borgum heims leggja borgaryfirvöld Reykjavíkur áherslu á fjölgun nýrra rýma. Kvaðir eru lagðar á húsbyggjendur um verslunarhúsnæði á jarðhæðum nýbygginga. Fleiri þúsundir nýrra verslunarfermetra finnast nú í miðborg – í fullkomnu ósamræmi við hina alþjóðlegu þróun. Framboð er langt umfram eftirspurn. Rekstraraðilar færa sig milli rýma og eftir stendur sundurslitið verslunarumhverfi. Gatnaframkvæmdir standa yfir í miðborg. Flestir skilja nauðsyn framkvæmdanna – en þegar aðkomu verslana og veitingastaða er raskað er nauðsyn að eiga í samtali við rekstraraðila. Þess hefur ekki verið gætt og margir orðið fyrir verulegu tjóni. Málið sýnir skilningsleysi og hroka borgaryfirvalda gagnvart rekstraraðilum miðborgar. Samráð í tilkynningaformi án fyrirvara og samtals er engum til framdráttar. Borgaryfirvöld mættu vera atvinnulífi vinveittari. Síhækkandi fasteignaskattar, svifasein stjórnsýsla og samráðsleysi hafa reynst litlum og meðalstórum fyrirtækjum óþægur ljár í þúfu. Það er tímabært að bregðast við. Í miðborg Reykjavíkur er fjöldi opinberra stofnana. Mörg hundruð opinberir starfsmenn snæða opinberan hádegisverð í opinberum mötuneytum dag hvern. Væri kannski ráð að draga saman seglin, loka hinum opinberu mötuneytum og styðja fremur við einkaframtak í nærumhverfi? Það mætti útfæra án tjóns fyrir starfsfólk – en með miklum ágóða fyrir þá dugmiklu aðila sem nú stunda rekstur í miðborg. Hér gæti Ráðhús Reykjavíkur gengið á undan með góðu fordæmi. Ekki veitir af í óvinveittu rekstrarumhverfi sem kallar á viðbrögð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Hildur Björnsdóttir Reykjavík Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ítrekað og endurtekið berast fregnir af rekstrarvanda í miðborg. Rótgrónir og vel sóttir matsölustaðir leggja upp laupana. Róðurinn er þungur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Rekstrarumhverfi miðborgar er þungt – og stjórnsýsla borgarinnar torveld. Vissulega er umhverfi verslunar síbreytilegt. Með aukinni netverslun á hefðbundin verslun undir högg að sækja. Það er alþjóðleg þróun og sannarlega ekki séríslenskt fyrirbæri. Þegar auðum verslunarrýmum fjölgar í borgum heims leggja borgaryfirvöld Reykjavíkur áherslu á fjölgun nýrra rýma. Kvaðir eru lagðar á húsbyggjendur um verslunarhúsnæði á jarðhæðum nýbygginga. Fleiri þúsundir nýrra verslunarfermetra finnast nú í miðborg – í fullkomnu ósamræmi við hina alþjóðlegu þróun. Framboð er langt umfram eftirspurn. Rekstraraðilar færa sig milli rýma og eftir stendur sundurslitið verslunarumhverfi. Gatnaframkvæmdir standa yfir í miðborg. Flestir skilja nauðsyn framkvæmdanna – en þegar aðkomu verslana og veitingastaða er raskað er nauðsyn að eiga í samtali við rekstraraðila. Þess hefur ekki verið gætt og margir orðið fyrir verulegu tjóni. Málið sýnir skilningsleysi og hroka borgaryfirvalda gagnvart rekstraraðilum miðborgar. Samráð í tilkynningaformi án fyrirvara og samtals er engum til framdráttar. Borgaryfirvöld mættu vera atvinnulífi vinveittari. Síhækkandi fasteignaskattar, svifasein stjórnsýsla og samráðsleysi hafa reynst litlum og meðalstórum fyrirtækjum óþægur ljár í þúfu. Það er tímabært að bregðast við. Í miðborg Reykjavíkur er fjöldi opinberra stofnana. Mörg hundruð opinberir starfsmenn snæða opinberan hádegisverð í opinberum mötuneytum dag hvern. Væri kannski ráð að draga saman seglin, loka hinum opinberu mötuneytum og styðja fremur við einkaframtak í nærumhverfi? Það mætti útfæra án tjóns fyrir starfsfólk – en með miklum ágóða fyrir þá dugmiklu aðila sem nú stunda rekstur í miðborg. Hér gæti Ráðhús Reykjavíkur gengið á undan með góðu fordæmi. Ekki veitir af í óvinveittu rekstrarumhverfi sem kallar á viðbrögð.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar