Hafnar því að upplýsingagjöf sé ekki nægjanleg til utanríkismálanefndar um fund hans við varaforseta Bandaríkjanna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. ágúst 2019 20:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra ætlar ekki ætla að greina í smáatriðum frá þeim málefnum sem rædd verða á fundinum Mynd/Skjáskot Utanríkisráðherra hafnar því að upplýsingagjöf sé ekki nægjanleg til utanríkismálanefndar um fund hans við varaforseta Bandaríkjanna. Hann segist þó ekki ætla að greina í smáatriðum frá þeim málefnum sem rædd verða á fundinum. Formaður Samfylkingarinnar dregur í efa að áhersla verði lögð á efnahags- og viðskipamál og telur líklegt að hernaðarlegt mikilvægi Íslands verði ofarlega á baugi. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins þann fjórða september. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur greint frá því að á fundinum verði fyrst og fremst rætt um efnahags- og viðskiptamál. Í tilkynningu á vef Hvíta Hússins kemur fram að auk efnahags- og viðskiptamála muni varaforsetinn ræða hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að koma varaforsetans geti tengst fyrirhugaðri uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Hann vill að utanríkisráðherra greini frá því hvað muni fara fram þeirra á milli, þar sem hann dregur í efa að fyrst og fremst verði efnahags- og viðskiptamál rædd. „Aldrei mun ég koma fram með tæmandi lista yfir hvað ég ætla að ræða þegar ég hitti fulltrúa erlendra ríkja. Hann þarf ekkert að draga það í efa. Undirbúningur hefur verið lengi hvað þessa hluti varðar, meðal annars með aðkomu íslenskra og bandarískra fyrirtækja þannig það mun ekki fara fram hjá neinum. En auðvitað munum við ræða ef það verður tækifæri til margt fleira hvort sem það eru öryggis- og varnarmál sem við ræðum alltaf eða norðurskautsmál eða mannréttindamál eða hvað eina og það er enginn tæmandi listi í því,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. „Þingið, utanríkismálanefnd á að vera með í ráðum þegar kemur að meiriháttar málum á sviði utanríkismála og það er alveg sjálfsagt já að hann segi rétt og greinilega frá hvað fer fram á fundinum,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það er bara sjálfsagt eins og ég hef gert fram til þess að ræða við utanríkismálanefnd um einstaka þætti utanríkisstefnunnar og það hefur aldrei staðið á mér hvað það varðar og ég held að enginn geti haldið því fram að upplýsingagjöf til utanríkismálanefndar hafi ekki verið góð,“ sagði Guðlaugur Þór. Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um heimsókn Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. 15. ágúst 2019 21:45 Segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins 18. ágúst 2019 12:18 Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Utanríkisráðherra hafnar því að upplýsingagjöf sé ekki nægjanleg til utanríkismálanefndar um fund hans við varaforseta Bandaríkjanna. Hann segist þó ekki ætla að greina í smáatriðum frá þeim málefnum sem rædd verða á fundinum. Formaður Samfylkingarinnar dregur í efa að áhersla verði lögð á efnahags- og viðskipamál og telur líklegt að hernaðarlegt mikilvægi Íslands verði ofarlega á baugi. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins þann fjórða september. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur greint frá því að á fundinum verði fyrst og fremst rætt um efnahags- og viðskiptamál. Í tilkynningu á vef Hvíta Hússins kemur fram að auk efnahags- og viðskiptamála muni varaforsetinn ræða hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að koma varaforsetans geti tengst fyrirhugaðri uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Hann vill að utanríkisráðherra greini frá því hvað muni fara fram þeirra á milli, þar sem hann dregur í efa að fyrst og fremst verði efnahags- og viðskiptamál rædd. „Aldrei mun ég koma fram með tæmandi lista yfir hvað ég ætla að ræða þegar ég hitti fulltrúa erlendra ríkja. Hann þarf ekkert að draga það í efa. Undirbúningur hefur verið lengi hvað þessa hluti varðar, meðal annars með aðkomu íslenskra og bandarískra fyrirtækja þannig það mun ekki fara fram hjá neinum. En auðvitað munum við ræða ef það verður tækifæri til margt fleira hvort sem það eru öryggis- og varnarmál sem við ræðum alltaf eða norðurskautsmál eða mannréttindamál eða hvað eina og það er enginn tæmandi listi í því,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. „Þingið, utanríkismálanefnd á að vera með í ráðum þegar kemur að meiriháttar málum á sviði utanríkismála og það er alveg sjálfsagt já að hann segi rétt og greinilega frá hvað fer fram á fundinum,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það er bara sjálfsagt eins og ég hef gert fram til þess að ræða við utanríkismálanefnd um einstaka þætti utanríkisstefnunnar og það hefur aldrei staðið á mér hvað það varðar og ég held að enginn geti haldið því fram að upplýsingagjöf til utanríkismálanefndar hafi ekki verið góð,“ sagði Guðlaugur Þór.
Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um heimsókn Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. 15. ágúst 2019 21:45 Segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins 18. ágúst 2019 12:18 Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um heimsókn Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. 15. ágúst 2019 21:45
Segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins 18. ágúst 2019 12:18
Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30