Mun fleiri veitingastaðir hafi opnað heldur en lokað síðustu 18 mánuði Birgir Olgeirsson skrifar 16. ágúst 2019 16:21 Formaður skipluagsráðs segir borgina ekki ætla að stýra fjölda veitingastaða. Vísir/Vilhelm Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mun fleiri staði hafa opnað heldur en lokað í miðborginni undanfarna átján mánuði og að borgaryfirvöld ætli sér ekki að stýra fjölda veitingastaða. Fréttir hafa verið sagðar af lokun veitingastað undanfarnar vikur, þar á meðal Dill og Ostabúðarinnar, en eigandi þess síðarnefnda sagði í viðtali á Bylgjunni í vikunni að rekstrarumhverfi í miðborginni væri sérstaklega erfitt því mörgum sé hleypt inn á markaðinn. Í miðborginni séu ekki aðeins fjöldi veitingastaða heldur einnig fjöldi matarvagna.Eigandi Ostabúðarinnar er Jóhann Jónsson en hann sagði að ekki væri markaður fyrir allan þennan hóp og nefndi að 35 þúsund sæti væru fyrir matargesti í miðborginni. Úti á Granda séu þau orðin tólf til þrettán hundruð talsins. Veitingamenn hafa margir hverjir haft á orði undanfarin misseri að borgin veiti of mörg leyfi til veitingarekstur í miðborginni en Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, segir þennan kvóta aðeins eiga við fjölda verslana við ákveðnar götu í miðborg Reykjavíkur.Sigurborg Ósk Haraldsóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs.FBL/Anton Brink„Það er í rauninni til að vernda verslun í miðbænum því við teljum hana mikilvæga. Veitingastaðir geta komið þegar kvóti verslana er uppfylltur í þeim götum. Stýringin gengur út á það. Við myndum ekki vilja að Laugavegurinn myndi breytast í veitingagötu, þá yrði hún einhæf og myndi missa aðdráttarafl. Þess vegna viljum við halda í verslanir þar,“ segir Sigurborg.Mun teygja sig upp á Suðurlandsbraut Eftir því sem ferðamönnum fjölgaði í miðborg Reykjavíkur sáu sér fleiri færi á að opna verslanir á Laugaveginum og þá um leið skapaðist rými til að fjölga veitingastöðum í götunni. En fjölgun veitingastaðanna hefur þó aðallega orðið í hliðargötum við Laugaveg, í Grjótaþorpinu, við Hlemm, á Hafnarbakkanum og alla leið út á Granda. „Í rauninni hefur miðbærinn stækkað mjög mikið undanfarin ár og í framtíðinni mun þetta teygja sig alla leið upp á Suðurlandsbrautina,“ segir Sigurborg.Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúðarinnar, sagði í vikunni að um 35 þúsund sæti væru fyrir matargesti í miðborginni. Vísir/Vilhelm.„Þetta er ákveðinn markaður sem ríkir hér og ef það er eftirspurn eftir fleiri veitingastöðum þá opna fleiri veitingastaðir. Mér finnst ekki eðlilegt að við sem stjórnvald séum að fara að grípa beint inn í það.“Miðborgin í örum vexti Sigurborg bendir á að sé rýnt í nýjustu tölur, sem teknar voru saman í vikunni, um fjölda veitingastaða og verslana í miðborginni þá kemur í ljós að 59 verslanir og veitingastaðir hafa opnað þar á síðustu átján mánuðum. Þar af eru sex sem hafa fært sig um set í miðbænum. „Það er óhætt að segja að það eru miklu fleiri staðir að opna en loka og miðborgin hefur aldrei verið blómlegri en akkúrat núna,“ segir Sigurborg. Hún segir miðborgina það svæði í Reykjavík sem sé í mestri sókn. Þetta sé hluti af alþjóðlegri þróun þar sem fólk sækir minna í stórar verslunarmiðstöðvar en beinir sjónum sínum frekar að miðbæjum þar sem það sæki í mannlíf og matarmenningu. Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mun fleiri staði hafa opnað heldur en lokað í miðborginni undanfarna átján mánuði og að borgaryfirvöld ætli sér ekki að stýra fjölda veitingastaða. Fréttir hafa verið sagðar af lokun veitingastað undanfarnar vikur, þar á meðal Dill og Ostabúðarinnar, en eigandi þess síðarnefnda sagði í viðtali á Bylgjunni í vikunni að rekstrarumhverfi í miðborginni væri sérstaklega erfitt því mörgum sé hleypt inn á markaðinn. Í miðborginni séu ekki aðeins fjöldi veitingastaða heldur einnig fjöldi matarvagna.Eigandi Ostabúðarinnar er Jóhann Jónsson en hann sagði að ekki væri markaður fyrir allan þennan hóp og nefndi að 35 þúsund sæti væru fyrir matargesti í miðborginni. Úti á Granda séu þau orðin tólf til þrettán hundruð talsins. Veitingamenn hafa margir hverjir haft á orði undanfarin misseri að borgin veiti of mörg leyfi til veitingarekstur í miðborginni en Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, segir þennan kvóta aðeins eiga við fjölda verslana við ákveðnar götu í miðborg Reykjavíkur.Sigurborg Ósk Haraldsóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs.FBL/Anton Brink„Það er í rauninni til að vernda verslun í miðbænum því við teljum hana mikilvæga. Veitingastaðir geta komið þegar kvóti verslana er uppfylltur í þeim götum. Stýringin gengur út á það. Við myndum ekki vilja að Laugavegurinn myndi breytast í veitingagötu, þá yrði hún einhæf og myndi missa aðdráttarafl. Þess vegna viljum við halda í verslanir þar,“ segir Sigurborg.Mun teygja sig upp á Suðurlandsbraut Eftir því sem ferðamönnum fjölgaði í miðborg Reykjavíkur sáu sér fleiri færi á að opna verslanir á Laugaveginum og þá um leið skapaðist rými til að fjölga veitingastöðum í götunni. En fjölgun veitingastaðanna hefur þó aðallega orðið í hliðargötum við Laugaveg, í Grjótaþorpinu, við Hlemm, á Hafnarbakkanum og alla leið út á Granda. „Í rauninni hefur miðbærinn stækkað mjög mikið undanfarin ár og í framtíðinni mun þetta teygja sig alla leið upp á Suðurlandsbrautina,“ segir Sigurborg.Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúðarinnar, sagði í vikunni að um 35 þúsund sæti væru fyrir matargesti í miðborginni. Vísir/Vilhelm.„Þetta er ákveðinn markaður sem ríkir hér og ef það er eftirspurn eftir fleiri veitingastöðum þá opna fleiri veitingastaðir. Mér finnst ekki eðlilegt að við sem stjórnvald séum að fara að grípa beint inn í það.“Miðborgin í örum vexti Sigurborg bendir á að sé rýnt í nýjustu tölur, sem teknar voru saman í vikunni, um fjölda veitingastaða og verslana í miðborginni þá kemur í ljós að 59 verslanir og veitingastaðir hafa opnað þar á síðustu átján mánuðum. Þar af eru sex sem hafa fært sig um set í miðbænum. „Það er óhætt að segja að það eru miklu fleiri staðir að opna en loka og miðborgin hefur aldrei verið blómlegri en akkúrat núna,“ segir Sigurborg. Hún segir miðborgina það svæði í Reykjavík sem sé í mestri sókn. Þetta sé hluti af alþjóðlegri þróun þar sem fólk sækir minna í stórar verslunarmiðstöðvar en beinir sjónum sínum frekar að miðbæjum þar sem það sæki í mannlíf og matarmenningu.
Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira