Mun fleiri veitingastaðir hafi opnað heldur en lokað síðustu 18 mánuði Birgir Olgeirsson skrifar 16. ágúst 2019 16:21 Formaður skipluagsráðs segir borgina ekki ætla að stýra fjölda veitingastaða. Vísir/Vilhelm Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mun fleiri staði hafa opnað heldur en lokað í miðborginni undanfarna átján mánuði og að borgaryfirvöld ætli sér ekki að stýra fjölda veitingastaða. Fréttir hafa verið sagðar af lokun veitingastað undanfarnar vikur, þar á meðal Dill og Ostabúðarinnar, en eigandi þess síðarnefnda sagði í viðtali á Bylgjunni í vikunni að rekstrarumhverfi í miðborginni væri sérstaklega erfitt því mörgum sé hleypt inn á markaðinn. Í miðborginni séu ekki aðeins fjöldi veitingastaða heldur einnig fjöldi matarvagna.Eigandi Ostabúðarinnar er Jóhann Jónsson en hann sagði að ekki væri markaður fyrir allan þennan hóp og nefndi að 35 þúsund sæti væru fyrir matargesti í miðborginni. Úti á Granda séu þau orðin tólf til þrettán hundruð talsins. Veitingamenn hafa margir hverjir haft á orði undanfarin misseri að borgin veiti of mörg leyfi til veitingarekstur í miðborginni en Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, segir þennan kvóta aðeins eiga við fjölda verslana við ákveðnar götu í miðborg Reykjavíkur.Sigurborg Ósk Haraldsóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs.FBL/Anton Brink„Það er í rauninni til að vernda verslun í miðbænum því við teljum hana mikilvæga. Veitingastaðir geta komið þegar kvóti verslana er uppfylltur í þeim götum. Stýringin gengur út á það. Við myndum ekki vilja að Laugavegurinn myndi breytast í veitingagötu, þá yrði hún einhæf og myndi missa aðdráttarafl. Þess vegna viljum við halda í verslanir þar,“ segir Sigurborg.Mun teygja sig upp á Suðurlandsbraut Eftir því sem ferðamönnum fjölgaði í miðborg Reykjavíkur sáu sér fleiri færi á að opna verslanir á Laugaveginum og þá um leið skapaðist rými til að fjölga veitingastöðum í götunni. En fjölgun veitingastaðanna hefur þó aðallega orðið í hliðargötum við Laugaveg, í Grjótaþorpinu, við Hlemm, á Hafnarbakkanum og alla leið út á Granda. „Í rauninni hefur miðbærinn stækkað mjög mikið undanfarin ár og í framtíðinni mun þetta teygja sig alla leið upp á Suðurlandsbrautina,“ segir Sigurborg.Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúðarinnar, sagði í vikunni að um 35 þúsund sæti væru fyrir matargesti í miðborginni. Vísir/Vilhelm.„Þetta er ákveðinn markaður sem ríkir hér og ef það er eftirspurn eftir fleiri veitingastöðum þá opna fleiri veitingastaðir. Mér finnst ekki eðlilegt að við sem stjórnvald séum að fara að grípa beint inn í það.“Miðborgin í örum vexti Sigurborg bendir á að sé rýnt í nýjustu tölur, sem teknar voru saman í vikunni, um fjölda veitingastaða og verslana í miðborginni þá kemur í ljós að 59 verslanir og veitingastaðir hafa opnað þar á síðustu átján mánuðum. Þar af eru sex sem hafa fært sig um set í miðbænum. „Það er óhætt að segja að það eru miklu fleiri staðir að opna en loka og miðborgin hefur aldrei verið blómlegri en akkúrat núna,“ segir Sigurborg. Hún segir miðborgina það svæði í Reykjavík sem sé í mestri sókn. Þetta sé hluti af alþjóðlegri þróun þar sem fólk sækir minna í stórar verslunarmiðstöðvar en beinir sjónum sínum frekar að miðbæjum þar sem það sæki í mannlíf og matarmenningu. Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mun fleiri staði hafa opnað heldur en lokað í miðborginni undanfarna átján mánuði og að borgaryfirvöld ætli sér ekki að stýra fjölda veitingastaða. Fréttir hafa verið sagðar af lokun veitingastað undanfarnar vikur, þar á meðal Dill og Ostabúðarinnar, en eigandi þess síðarnefnda sagði í viðtali á Bylgjunni í vikunni að rekstrarumhverfi í miðborginni væri sérstaklega erfitt því mörgum sé hleypt inn á markaðinn. Í miðborginni séu ekki aðeins fjöldi veitingastaða heldur einnig fjöldi matarvagna.Eigandi Ostabúðarinnar er Jóhann Jónsson en hann sagði að ekki væri markaður fyrir allan þennan hóp og nefndi að 35 þúsund sæti væru fyrir matargesti í miðborginni. Úti á Granda séu þau orðin tólf til þrettán hundruð talsins. Veitingamenn hafa margir hverjir haft á orði undanfarin misseri að borgin veiti of mörg leyfi til veitingarekstur í miðborginni en Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, segir þennan kvóta aðeins eiga við fjölda verslana við ákveðnar götu í miðborg Reykjavíkur.Sigurborg Ósk Haraldsóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs.FBL/Anton Brink„Það er í rauninni til að vernda verslun í miðbænum því við teljum hana mikilvæga. Veitingastaðir geta komið þegar kvóti verslana er uppfylltur í þeim götum. Stýringin gengur út á það. Við myndum ekki vilja að Laugavegurinn myndi breytast í veitingagötu, þá yrði hún einhæf og myndi missa aðdráttarafl. Þess vegna viljum við halda í verslanir þar,“ segir Sigurborg.Mun teygja sig upp á Suðurlandsbraut Eftir því sem ferðamönnum fjölgaði í miðborg Reykjavíkur sáu sér fleiri færi á að opna verslanir á Laugaveginum og þá um leið skapaðist rými til að fjölga veitingastöðum í götunni. En fjölgun veitingastaðanna hefur þó aðallega orðið í hliðargötum við Laugaveg, í Grjótaþorpinu, við Hlemm, á Hafnarbakkanum og alla leið út á Granda. „Í rauninni hefur miðbærinn stækkað mjög mikið undanfarin ár og í framtíðinni mun þetta teygja sig alla leið upp á Suðurlandsbrautina,“ segir Sigurborg.Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúðarinnar, sagði í vikunni að um 35 þúsund sæti væru fyrir matargesti í miðborginni. Vísir/Vilhelm.„Þetta er ákveðinn markaður sem ríkir hér og ef það er eftirspurn eftir fleiri veitingastöðum þá opna fleiri veitingastaðir. Mér finnst ekki eðlilegt að við sem stjórnvald séum að fara að grípa beint inn í það.“Miðborgin í örum vexti Sigurborg bendir á að sé rýnt í nýjustu tölur, sem teknar voru saman í vikunni, um fjölda veitingastaða og verslana í miðborginni þá kemur í ljós að 59 verslanir og veitingastaðir hafa opnað þar á síðustu átján mánuðum. Þar af eru sex sem hafa fært sig um set í miðbænum. „Það er óhætt að segja að það eru miklu fleiri staðir að opna en loka og miðborgin hefur aldrei verið blómlegri en akkúrat núna,“ segir Sigurborg. Hún segir miðborgina það svæði í Reykjavík sem sé í mestri sókn. Þetta sé hluti af alþjóðlegri þróun þar sem fólk sækir minna í stórar verslunarmiðstöðvar en beinir sjónum sínum frekar að miðbæjum þar sem það sæki í mannlíf og matarmenningu.
Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira