Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2019 08:45 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill breytingar á stöðu Ríkisútvarpsins. VÍSIR/VILHELM Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ráðuneyti sitt leita nú leiða til að „jafna stöðu á auglýsingamarkaði.“ Í undirbúningi sé að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði, sem miðlinum verði svo bætt upp með greiðslum úr ríkissjóði. Heildarfjárheimildir til Ríkisútvarpsins fyrir árið 2019 voru áætlaðar 4,7 milljarðar í síðasta fjárlagafrumvarpi. Lilja viðrar þessa hugmynd í samtali við Morgunblaðið í morgun, eftir að hafa gert slíkt hið sama í Þjóðmálum í upphafi mánaðar. Hún segist vilja að Íslendingar horfi til Norðurlanda í þessum efnum, þar sem ríkisfjölmiðlarnir standi ekki í auglýsingasölu og birtingu, í samkeppni við miðla sem ekki fá milljarða framlag úr ríkissjóði. „Ég teldi farsælast að svo væri líka á Íslandi, ásamt því að vera með styrki til fjölmiðla,“ segir Lilja og vísar þar til fjölmiðlafrumvarpsins sem ríkisstjórnin hefur tekið til umfjöllunnar - þó við litla hrifningu Sjálfstæðisfólks. Í frumvarpinu er lagður til tvíþættur ríkisstuðningur við einkarekna miðla. Annars vegar í formi endurgreiðslu af tilteknum ritstjórnarkostnaði sem þó getur ekki verið meiri en 50 milljónir á ári. Aukinheldur gerir frumvarpið ráð fyrir stuðningi sem nemur allt að 5,15 prósent af launum starfsfólks á ritstjórn, fellur undir lægra skattþrep tekjuskattsstofna.Óánægja Sjálfstæðisfólks Frumvarp Lilju komst ekki til umræðu á Alþingi fyrir sumarleyfi og var það ekki síst vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Þingflokkur lagði mikla áherslu á að frumvarpið tæki „verulegum breytingum“ áður en það yrði lagt fram að nýju í haust, til að mynda þyrfti að taka á málefnum RÚV. „Ef það er einhver alvara í því að styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla þá verða menn að taka á þátttöku RÚV á samkeppnismarkaði þar sem það nýtur yfirburða. Það verður að jafna leikvöllinn,“ eins og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í júní.Ætla má að tillögur Lilju séu einmitt hugsaðar til þess að friða þessar óánægjuraddir innan ríkisstjórnarsamstarfsins. Í Morgunblaðinu í dag segir Lilja að ráðuneyti hennar sé jafnframt að kanna hvernig megi jafna stöðu íslenska og erlendra miðla. Þeir íslensku greiði t.a.m. virðisaukasaktt af auglýsingasölu sem þeir erlendu gera ekki. Með því missi innlendir fjölmiðlar tekjur um leið og ríkið verði af skatttekjum. Þetta sé unnið í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið, sem lýtur stjórn Sjálfstæðismannsins Bjarna Benediktssonar, því um skattamál sé að ræða. Lilja segist vona að tillögur hennar leitt til verulegra breytinga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Veik staða einkarekinna fjölmiðla sé áhyggjuefni. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi. 24. júní 2019 06:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ráðuneyti sitt leita nú leiða til að „jafna stöðu á auglýsingamarkaði.“ Í undirbúningi sé að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði, sem miðlinum verði svo bætt upp með greiðslum úr ríkissjóði. Heildarfjárheimildir til Ríkisútvarpsins fyrir árið 2019 voru áætlaðar 4,7 milljarðar í síðasta fjárlagafrumvarpi. Lilja viðrar þessa hugmynd í samtali við Morgunblaðið í morgun, eftir að hafa gert slíkt hið sama í Þjóðmálum í upphafi mánaðar. Hún segist vilja að Íslendingar horfi til Norðurlanda í þessum efnum, þar sem ríkisfjölmiðlarnir standi ekki í auglýsingasölu og birtingu, í samkeppni við miðla sem ekki fá milljarða framlag úr ríkissjóði. „Ég teldi farsælast að svo væri líka á Íslandi, ásamt því að vera með styrki til fjölmiðla,“ segir Lilja og vísar þar til fjölmiðlafrumvarpsins sem ríkisstjórnin hefur tekið til umfjöllunnar - þó við litla hrifningu Sjálfstæðisfólks. Í frumvarpinu er lagður til tvíþættur ríkisstuðningur við einkarekna miðla. Annars vegar í formi endurgreiðslu af tilteknum ritstjórnarkostnaði sem þó getur ekki verið meiri en 50 milljónir á ári. Aukinheldur gerir frumvarpið ráð fyrir stuðningi sem nemur allt að 5,15 prósent af launum starfsfólks á ritstjórn, fellur undir lægra skattþrep tekjuskattsstofna.Óánægja Sjálfstæðisfólks Frumvarp Lilju komst ekki til umræðu á Alþingi fyrir sumarleyfi og var það ekki síst vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Þingflokkur lagði mikla áherslu á að frumvarpið tæki „verulegum breytingum“ áður en það yrði lagt fram að nýju í haust, til að mynda þyrfti að taka á málefnum RÚV. „Ef það er einhver alvara í því að styrkja stöðu sjálfstæðra fjölmiðla þá verða menn að taka á þátttöku RÚV á samkeppnismarkaði þar sem það nýtur yfirburða. Það verður að jafna leikvöllinn,“ eins og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í júní.Ætla má að tillögur Lilju séu einmitt hugsaðar til þess að friða þessar óánægjuraddir innan ríkisstjórnarsamstarfsins. Í Morgunblaðinu í dag segir Lilja að ráðuneyti hennar sé jafnframt að kanna hvernig megi jafna stöðu íslenska og erlendra miðla. Þeir íslensku greiði t.a.m. virðisaukasaktt af auglýsingasölu sem þeir erlendu gera ekki. Með því missi innlendir fjölmiðlar tekjur um leið og ríkið verði af skatttekjum. Þetta sé unnið í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið, sem lýtur stjórn Sjálfstæðismannsins Bjarna Benediktssonar, því um skattamál sé að ræða. Lilja segist vona að tillögur hennar leitt til verulegra breytinga á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Veik staða einkarekinna fjölmiðla sé áhyggjuefni.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi. 24. júní 2019 06:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Vilja verulega breytt fjölmiðlafrumvarp í haust Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill sjá verulegar breytingar á fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra áður en það verður lagt fram að nýju í haust. Ekki tókst að mæla fyrir frumvarpinu á þessu þingi. 24. júní 2019 06:00