Segir ástæðulaust að örvænta Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. ágúst 2019 06:00 Jakob Einar Jakobsson hjá veitinganefnd SAF. Fréttablaðið/Eyþór. „Þó svo ytri aðstæður eigi drjúgan þátt í rekstrarumhverfi dagsins í dag þá kann að vera að yfirstandandi leiðrétting á veitingamarkaðnum verði til þess að þeir hafi erindi sem erfiða mest. Ástandið gefur ekki tilefni til örvæntingar að mínu mati. Ekki strax,“ segir Jakob Einar Jakobsson, framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar. Í umræðum um vanda veitingastaða nefna flestir rekstraraðilar háan launakostnað sem stærsta þáttinn. Jakob segir að laun hafi vissulega hækkað mikið hin síðari ár. Undanfarin fimm til sex ár hafi orðið gríðarleg samkeppni um hæfasta fólkið og margir þess vegna greitt umfram kjarasamninga. „Tryggingagjaldið má svo að sjálfsögðu hverfa enda er það bara skattur á laun. Það má færa fyrir því rök að það komi verr við hótel- og veitingarekstur en margar aðrar atvinnugreinar.“ Samkvæmt nýjum tölum frá Reykjavíkurborg hafa þrátt fyrir fréttaflutning af tíðum lokunum alls 29 nýir veitingastaðir verið opnaðir í miðbænum frá upphafi síðasta árs, þar af flutti einn innan miðbæjarins. Á þessu ári hafa 19 staðir verið opnaðir. Jakob segir stöðum auðvitað hafa fjölgað mikið síðan ferðamannastraumurinn jókst. Ef hægt sé að gefa sér að 150 veitinga- og matsölustaðir séu í miðborginni og 15 hætti, hvort sem það er vegna gjaldþrots eða einhvers annars, þá séu það 10 prósent markaðarins. „Það er ekki svo mikið á jafn kvikum markaði og raun ber vitni þó svo vissulega sé ákveðin holskefla búin að vera þessi allra síðustu misseri.“ Jakob segir að líta þurfi til þess að markaðurinn sé almennt vítt skilgreindur. Oft sé talað um veitingastaði allt frá fínum stöðum á borð við Dill og yfir í bari og söluvagna. Aðgangshindranir séu lægri varðandi hina síðarnefndu og ekki þurfi mikið fjármagn til. Þess vegna villist hugsanlega inn í veitingamennsku fólk sem eigi þar ekkert erindi yfirhöfuð. „Ef það væri jafn ódýrt og fljótlegt að stofna flugfélag þá myndi þetta fólk bara gera það. Það er misjafn sauður í mörgu fé.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
„Þó svo ytri aðstæður eigi drjúgan þátt í rekstrarumhverfi dagsins í dag þá kann að vera að yfirstandandi leiðrétting á veitingamarkaðnum verði til þess að þeir hafi erindi sem erfiða mest. Ástandið gefur ekki tilefni til örvæntingar að mínu mati. Ekki strax,“ segir Jakob Einar Jakobsson, framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar. Í umræðum um vanda veitingastaða nefna flestir rekstraraðilar háan launakostnað sem stærsta þáttinn. Jakob segir að laun hafi vissulega hækkað mikið hin síðari ár. Undanfarin fimm til sex ár hafi orðið gríðarleg samkeppni um hæfasta fólkið og margir þess vegna greitt umfram kjarasamninga. „Tryggingagjaldið má svo að sjálfsögðu hverfa enda er það bara skattur á laun. Það má færa fyrir því rök að það komi verr við hótel- og veitingarekstur en margar aðrar atvinnugreinar.“ Samkvæmt nýjum tölum frá Reykjavíkurborg hafa þrátt fyrir fréttaflutning af tíðum lokunum alls 29 nýir veitingastaðir verið opnaðir í miðbænum frá upphafi síðasta árs, þar af flutti einn innan miðbæjarins. Á þessu ári hafa 19 staðir verið opnaðir. Jakob segir stöðum auðvitað hafa fjölgað mikið síðan ferðamannastraumurinn jókst. Ef hægt sé að gefa sér að 150 veitinga- og matsölustaðir séu í miðborginni og 15 hætti, hvort sem það er vegna gjaldþrots eða einhvers annars, þá séu það 10 prósent markaðarins. „Það er ekki svo mikið á jafn kvikum markaði og raun ber vitni þó svo vissulega sé ákveðin holskefla búin að vera þessi allra síðustu misseri.“ Jakob segir að líta þurfi til þess að markaðurinn sé almennt vítt skilgreindur. Oft sé talað um veitingastaði allt frá fínum stöðum á borð við Dill og yfir í bari og söluvagna. Aðgangshindranir séu lægri varðandi hina síðarnefndu og ekki þurfi mikið fjármagn til. Þess vegna villist hugsanlega inn í veitingamennsku fólk sem eigi þar ekkert erindi yfirhöfuð. „Ef það væri jafn ódýrt og fljótlegt að stofna flugfélag þá myndi þetta fólk bara gera það. Það er misjafn sauður í mörgu fé.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30
Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03
„Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03