Trump sagður hafa áhuga á því að Bandaríkin kaupi Grænland Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2019 22:31 Donald Trump ræðir við Lars Løkke Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra Danmerkur, árið 2017. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. Í frétt blaðsins er því haldið fram að Trump hafi ítrekað og við fjölmörg tækifæri spurt ráðgjafa sína út í möguleikann á því hvort Bandaríkin geti keypt Grænland. Er hann sagður hafa hlustað af áhuga þegar ráðgjafar hans ræða hversu ríkt Grænland er af auðlindum og hversu hernaðarlega mikilvægt það sé bandarískum hagsmunum. Tveir heimildarmenn blaðsins segja að Trump hafi gengið svo langt að fela lögfræðiráðgjafa Hvíta hússins að kanna möguleikann á kaupunum. Þá segir einnig í frétt blaðins að sumir ráðgjafar segja að hugmyndin sé góð, á meðan aðrir telji hugmyndina fjarstæðukennda sem eigi aldrei neina möguleika á því að verða að veruleika. Þá liggur ekki fyrir hvernig Bandaríkin myndu fara að því að ganga frá kaupunum, enda viðbúið að það yrði afskaplega flókið. Og dýrt.Frá Sisimiut á vesturströnd Grænlands.Vísir/GettyGrænland er sem kunnugt er sjálfsstjórnarsvæði innan dönsku krúnunnar, en landið hlaut sjálfsstjórn árið 1979. Frá því hafa aukin völd yfir málefnum Grænlands smátt og smátt færst frá Danmörku yfir til heimamanna. Danmörk fer þó enn með utanríkis- og varnarmál fyrir hönd Grænlendinga.Fundar með forsætisráðherra Grænlands í Kaupmannahöfn í september Bandarísk yfirvöld líta svo á að Grænland sé hernaðarlega mjög mikilvægt fyrir hagsmuni Bandaríkjanna og eru hernaðarumsvif Bandaríkjahers töluverð á Grænlandi í tengslum við Thule-herstöðina. Í frétt Wall Street Journal segir að Hvíta húsið, bandaríska utanríkisráðuneytið, danska sendiráðið í Bandaríkjunum sem og talsmenn dönsku konungsfjölskyldunnar hafi ekki svarað fyrirspurnum blaðsins um málið. Þá hafi hvorki fulltrúi Grænlands í Washington né talsmaður forsætisráðherra Grænlands svarað fyrirspurnum um málið. Ráðgert er að Trump fundi með forystumönnum Grænlendinga í Kaupmannahöfn í byrjun september þegar hann kemur við í Danmörku eftir heimsókn til Póllands. Spurning er hvort mögulega landakaup Bandaríkjanna beri á góma við það tækifæri. Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa augastað á kaupum á Grænlandi fyrir hönd bandaríska ríkisins. Þetta herma heimildarmenn Wall Street Journal. Í frétt blaðsins er því haldið fram að Trump hafi ítrekað og við fjölmörg tækifæri spurt ráðgjafa sína út í möguleikann á því hvort Bandaríkin geti keypt Grænland. Er hann sagður hafa hlustað af áhuga þegar ráðgjafar hans ræða hversu ríkt Grænland er af auðlindum og hversu hernaðarlega mikilvægt það sé bandarískum hagsmunum. Tveir heimildarmenn blaðsins segja að Trump hafi gengið svo langt að fela lögfræðiráðgjafa Hvíta hússins að kanna möguleikann á kaupunum. Þá segir einnig í frétt blaðins að sumir ráðgjafar segja að hugmyndin sé góð, á meðan aðrir telji hugmyndina fjarstæðukennda sem eigi aldrei neina möguleika á því að verða að veruleika. Þá liggur ekki fyrir hvernig Bandaríkin myndu fara að því að ganga frá kaupunum, enda viðbúið að það yrði afskaplega flókið. Og dýrt.Frá Sisimiut á vesturströnd Grænlands.Vísir/GettyGrænland er sem kunnugt er sjálfsstjórnarsvæði innan dönsku krúnunnar, en landið hlaut sjálfsstjórn árið 1979. Frá því hafa aukin völd yfir málefnum Grænlands smátt og smátt færst frá Danmörku yfir til heimamanna. Danmörk fer þó enn með utanríkis- og varnarmál fyrir hönd Grænlendinga.Fundar með forsætisráðherra Grænlands í Kaupmannahöfn í september Bandarísk yfirvöld líta svo á að Grænland sé hernaðarlega mjög mikilvægt fyrir hagsmuni Bandaríkjanna og eru hernaðarumsvif Bandaríkjahers töluverð á Grænlandi í tengslum við Thule-herstöðina. Í frétt Wall Street Journal segir að Hvíta húsið, bandaríska utanríkisráðuneytið, danska sendiráðið í Bandaríkjunum sem og talsmenn dönsku konungsfjölskyldunnar hafi ekki svarað fyrirspurnum blaðsins um málið. Þá hafi hvorki fulltrúi Grænlands í Washington né talsmaður forsætisráðherra Grænlands svarað fyrirspurnum um málið. Ráðgert er að Trump fundi með forystumönnum Grænlendinga í Kaupmannahöfn í byrjun september þegar hann kemur við í Danmörku eftir heimsókn til Póllands. Spurning er hvort mögulega landakaup Bandaríkjanna beri á góma við það tækifæri.
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19
Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38
Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30
Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06