Upplifunin óhugnanleg en flugþjónarnir sýndu mikla fagmennsku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2019 13:45 Maðurinn færður inn í lögreglubíl í Stavangri í morgun. Vísir Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. Maðurinn ber við minnisleysi en hann hafi verið undir áhrifum lyfseðilsskylda lyfja. Hann hafi enga mótspyrnu veitt þegar hann var stöðvaður. „Við vissum voðalega lítið hvað væri að gerast fyrr en við fréttum að vélin væri að fara að lenda í Stavangri,“ segir Júlíana Kristín. Lagt var af stað frá Búdapest klukkan sjö í morgun en ákveðið að millilenda í Noregi vegna uppákomunnar. „Þá vissum við ekkert hvað var í gangi. Þá taka bara lögregla og slökkvilið á móti okkur. Þetta var óhugnanlegt,“ segir Júlíana Kristín.Flugstöðin í Stavangri í Noregi.WikiCommonsFljótlega hafi kvisast út að þetta væri vegna hegðunar Íslendingsins sem mun vera á sjötugsaldri. „Starfsfólkið tæklaði þetta vel. Það voru allir mjög rólegir,“ segir Júlíana Kristín. Júlíana, sem er pönkbassaleikari í hljómsveitinni Dauðyflunum, var komin til landsins þegar blaðamaður náði af henni tali. Biðin í Stavangri hefði líklegast verið um fjörutíu mínútur. „Það þurfti að leita að tösku mannsins í farþegaríminu. Allir þurftu að taka sinn handfarangur út til að bera kennsl á tösku mannsins. Hún fannst.“ Maðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm. Hann verður yfirheyrður í dag en óvíst er hvenær honum verður sleppt úr varðhaldi. Fréttir af flugi Noregur Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. Maðurinn ber við minnisleysi en hann hafi verið undir áhrifum lyfseðilsskylda lyfja. Hann hafi enga mótspyrnu veitt þegar hann var stöðvaður. „Við vissum voðalega lítið hvað væri að gerast fyrr en við fréttum að vélin væri að fara að lenda í Stavangri,“ segir Júlíana Kristín. Lagt var af stað frá Búdapest klukkan sjö í morgun en ákveðið að millilenda í Noregi vegna uppákomunnar. „Þá vissum við ekkert hvað var í gangi. Þá taka bara lögregla og slökkvilið á móti okkur. Þetta var óhugnanlegt,“ segir Júlíana Kristín.Flugstöðin í Stavangri í Noregi.WikiCommonsFljótlega hafi kvisast út að þetta væri vegna hegðunar Íslendingsins sem mun vera á sjötugsaldri. „Starfsfólkið tæklaði þetta vel. Það voru allir mjög rólegir,“ segir Júlíana Kristín. Júlíana, sem er pönkbassaleikari í hljómsveitinni Dauðyflunum, var komin til landsins þegar blaðamaður náði af henni tali. Biðin í Stavangri hefði líklegast verið um fjörutíu mínútur. „Það þurfti að leita að tösku mannsins í farþegaríminu. Allir þurftu að taka sinn handfarangur út til að bera kennsl á tösku mannsins. Hún fannst.“ Maðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm. Hann verður yfirheyrður í dag en óvíst er hvenær honum verður sleppt úr varðhaldi.
Fréttir af flugi Noregur Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira