Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 11:03 Hér má sjá flugleið vélarinnar í morgun. FLIGHTRADAR24.COM Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. Það sé upplifun lögreglunnar að mál mannsins hafi ekki verið alvarlegt, hann hafi vissulega reynt að komast inn í flugstjórnarklefann en var stöðvaður án nokkurra vandkvæða. Haft var eftir talsmanni lögreglunnar á flugvellinum í Stafangri á vef TV2 að borist hafi tilkynning um tilraun til flugráns í vél Wizz Air, sem var á leið frá Búdapest í Ungverjalandi til Keflavíkur. Því var ákveðið að nauðlenda vélinni í Noregi þar sem lögreglumenn gengu um borð og handtóku meintan flugræningja, sem sagður er vera Íslendingur á sjötugsaldri. Maðurinn ber við minnisleysi, segist hafa verið að neyta lyfseðilsskyldra lyfja. Hann veitti enga mótspyrnu. Talskona lögreglunnar í Suðvestur-Noregi segir hins vegar að tilvikið sé ekki flokkað sem flugrán. Tilkynnt hafi verið um drukkinn mann sem lét ófriðlega um borð í vélinni - en um leið tekið fram að maðurinn hefði verið snögglega yfirbugaður og færður til sætis síns.Sjá einnig: Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Maðurinn var handtekinn sem fyrr segir og bíður nú ákæru. Í frétt á vef Stavanger Aftenblad segir að framganga hans hafi líklega verið brotleg við 14-11 gr. þarlendra loftferðalaga. Maðurinn gæti því átt yfir höfði sér 6 mánaða fangelsi og sektargreiðslu. Maðurinn er ekki talinn hafa stefnt farþegum eða áhöfn vélarinnar í hættu með hegðun sinni. Töluverður viðbúnaður var þó á Sola-vellinum þar sem vélin lenti og voru lögreglu- og slökkviliðsmenn kallaðir til. Framkvæmdastjóri flugvallarins segir að ákveðið hafi verið að hefja rýmingu vallarins eftir að tilkynningin barst. Fljótlega hafi þó komið í ljós að málið væri minniháttar og því ekki talin þörf á að rýma flugstöðvarbygginguna. Nauðlending vélar Wizz Air hafi að sama skapi ekki haft nein teljandi áhrif á aðrar flugferðir um völlinn. Farþegum var gert að yfirgefa vélina á meðan lögreglan athafnaði sig en fengu fljótt að stíga um borð aftur. Vélin flug svo frá Sola skömmu fyrir klukkan 11 að staðartíma og er væntanleg til Íslands í hádeginu. Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. Það sé upplifun lögreglunnar að mál mannsins hafi ekki verið alvarlegt, hann hafi vissulega reynt að komast inn í flugstjórnarklefann en var stöðvaður án nokkurra vandkvæða. Haft var eftir talsmanni lögreglunnar á flugvellinum í Stafangri á vef TV2 að borist hafi tilkynning um tilraun til flugráns í vél Wizz Air, sem var á leið frá Búdapest í Ungverjalandi til Keflavíkur. Því var ákveðið að nauðlenda vélinni í Noregi þar sem lögreglumenn gengu um borð og handtóku meintan flugræningja, sem sagður er vera Íslendingur á sjötugsaldri. Maðurinn ber við minnisleysi, segist hafa verið að neyta lyfseðilsskyldra lyfja. Hann veitti enga mótspyrnu. Talskona lögreglunnar í Suðvestur-Noregi segir hins vegar að tilvikið sé ekki flokkað sem flugrán. Tilkynnt hafi verið um drukkinn mann sem lét ófriðlega um borð í vélinni - en um leið tekið fram að maðurinn hefði verið snögglega yfirbugaður og færður til sætis síns.Sjá einnig: Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Maðurinn var handtekinn sem fyrr segir og bíður nú ákæru. Í frétt á vef Stavanger Aftenblad segir að framganga hans hafi líklega verið brotleg við 14-11 gr. þarlendra loftferðalaga. Maðurinn gæti því átt yfir höfði sér 6 mánaða fangelsi og sektargreiðslu. Maðurinn er ekki talinn hafa stefnt farþegum eða áhöfn vélarinnar í hættu með hegðun sinni. Töluverður viðbúnaður var þó á Sola-vellinum þar sem vélin lenti og voru lögreglu- og slökkviliðsmenn kallaðir til. Framkvæmdastjóri flugvallarins segir að ákveðið hafi verið að hefja rýmingu vallarins eftir að tilkynningin barst. Fljótlega hafi þó komið í ljós að málið væri minniháttar og því ekki talin þörf á að rýma flugstöðvarbygginguna. Nauðlending vélar Wizz Air hafi að sama skapi ekki haft nein teljandi áhrif á aðrar flugferðir um völlinn. Farþegum var gert að yfirgefa vélina á meðan lögreglan athafnaði sig en fengu fljótt að stíga um borð aftur. Vélin flug svo frá Sola skömmu fyrir klukkan 11 að staðartíma og er væntanleg til Íslands í hádeginu.
Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49