Vökvabúskapur okkar Teitur Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Líkami okkar er samsettur að meirihluta úr vatni eða að meðaltali í kringum 55-65% af heildarþyngd, ákveðinn munur er milli kynja þar sem karlar eru með almennt lítillega hærra hlutfall en konur. Eftir því sem við eldumst dregur úr magni vatns, börn hafa svo hærra hlutfall eða allt að 75-80% af líkamsþunga þeirra. Samsetning líkamans breytist svo enn frekar með auknu hlutfalli fitumagns og annarra þátta. Við þurfum að drekka vökva reglulega til að viðhalda eðlilegri starfsemi og jafnvægi í söltum og öðrum snefilefnum. Þetta jafnvægi er tiltölulega viðkvæmt og því er stjórnað fyrst og fremst af nýrunum sem stýra útskilnaði og viðhalda vökvajafnvægi hjá okkur. Vökvaskortur getur verið alvarlegt vandamál og skapað ýmis einkenni svo sem eins og munnþurrk, þreytu, slen og orkuleysi og allt að því að fá krampa og svo ef hann verður nægjanlega alvarlegur getur hann jafnvel leitt til dauða. Við getum tapað vökva á mismunandi vegu, til dæmis með því að taka til okkar minna en kerfið þarfnast, með auknu tapi í gegnum hitaálag og svita sem og við sjúkdóma til dæmis þar sem uppköst og niðurgangur eru hluti af vandanum. Ýmsir sjúkdómar geta svo ruglað kerfið og haft áhrif og þá hafa lyf ýmsa virkni til þvagræsingar sem og auka- og milliverkanir. Áfengi eykur útskilnað og leiðir í raun til vökvataps. Sjúkdómar sem hafa einnig veruleg áhrif á vökvabúskap okkar eru hjarta- og nýrnabilun þar sem útskilnaður er minnkaður og vökvi safnast fyrir í líkama okkar með þeim afleiðingum að kerfið ef svo má kalla þynnist út að vissu marki og getur of mikil vökvasöfnun skapað bjúg og vandamál í lungum svo það getur þurft að ræsa þann vökva út sérstaklega með þvagræsilyfjum eða í tilfelli bilunar nýrna í blóð- eða kviðskilun til að losna við eiturefni sem safnast fyrir og skapa margvíslegan vanda til viðbótar. Þannig er auðvelt að átta sig á því að líkaminn er fullkomlega stilltur til þess að viðhalda þessu jafnvægi öllu saman ef ekkert bjátar á, hann lætur okkur vita ef það vantar vökva í kerfið með því að framkalla þorsta og þá drekkum við. Hann sendir okkur reglulega á klósettið til að losa okkur við úrgangsefni og vökva sem nýrun hafa unnið úr blóðinu og vilja skila út. Öllu jöfnu tökum við ekki meiri vökva til okkar en við þurfum né of lítið heldur. En hvað er þá eðlileg inntaka vatns á dag fyrir hraustan einstakling? Það má segja að við tökum töluvert magn inn með fæðu enda uppistaðan í til dæmis ávöxtum og grænmeti vatn, í kjöti og fiski einnig og þeim vökva sem við drekkum hvort heldur sem hann er í formi kaffineyslu, kolsýrðra drykkja, djúsa eða annars. Almenn regla er að karlmenn eiga að taka til sín á bilinu 3,5-4 lítra af vatni á dag og konur 2,5-3 lítra en það er heildarinntakan með fæðu og drykkjum yfir daginn. Þetta er auðvitað einstaklingsbundið og breytist með til dæmis aukinni hreyfingu og öðrum umhverfisþáttum. Góð regla er fyrir einstaklinga sem borða sínar reglulegu máltíðir og millibita að drekka að meðaltali 6-8 glös af vökva yfir daginn. Besti svaladrykkurinn er vatn og líkaminn lætur þig vita, ágætt er að venja sig á að hlusta á hann og ekki spillir fyrir á Íslandi að hafa jafn gott aðgengi að hreinu vatni úr krananum og raun ber vitni. Mundu að vatn er besti svaladrykkurinn og við erum með ríkari þjóðum hvað það snertir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Teitur Guðmundsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Líkami okkar er samsettur að meirihluta úr vatni eða að meðaltali í kringum 55-65% af heildarþyngd, ákveðinn munur er milli kynja þar sem karlar eru með almennt lítillega hærra hlutfall en konur. Eftir því sem við eldumst dregur úr magni vatns, börn hafa svo hærra hlutfall eða allt að 75-80% af líkamsþunga þeirra. Samsetning líkamans breytist svo enn frekar með auknu hlutfalli fitumagns og annarra þátta. Við þurfum að drekka vökva reglulega til að viðhalda eðlilegri starfsemi og jafnvægi í söltum og öðrum snefilefnum. Þetta jafnvægi er tiltölulega viðkvæmt og því er stjórnað fyrst og fremst af nýrunum sem stýra útskilnaði og viðhalda vökvajafnvægi hjá okkur. Vökvaskortur getur verið alvarlegt vandamál og skapað ýmis einkenni svo sem eins og munnþurrk, þreytu, slen og orkuleysi og allt að því að fá krampa og svo ef hann verður nægjanlega alvarlegur getur hann jafnvel leitt til dauða. Við getum tapað vökva á mismunandi vegu, til dæmis með því að taka til okkar minna en kerfið þarfnast, með auknu tapi í gegnum hitaálag og svita sem og við sjúkdóma til dæmis þar sem uppköst og niðurgangur eru hluti af vandanum. Ýmsir sjúkdómar geta svo ruglað kerfið og haft áhrif og þá hafa lyf ýmsa virkni til þvagræsingar sem og auka- og milliverkanir. Áfengi eykur útskilnað og leiðir í raun til vökvataps. Sjúkdómar sem hafa einnig veruleg áhrif á vökvabúskap okkar eru hjarta- og nýrnabilun þar sem útskilnaður er minnkaður og vökvi safnast fyrir í líkama okkar með þeim afleiðingum að kerfið ef svo má kalla þynnist út að vissu marki og getur of mikil vökvasöfnun skapað bjúg og vandamál í lungum svo það getur þurft að ræsa þann vökva út sérstaklega með þvagræsilyfjum eða í tilfelli bilunar nýrna í blóð- eða kviðskilun til að losna við eiturefni sem safnast fyrir og skapa margvíslegan vanda til viðbótar. Þannig er auðvelt að átta sig á því að líkaminn er fullkomlega stilltur til þess að viðhalda þessu jafnvægi öllu saman ef ekkert bjátar á, hann lætur okkur vita ef það vantar vökva í kerfið með því að framkalla þorsta og þá drekkum við. Hann sendir okkur reglulega á klósettið til að losa okkur við úrgangsefni og vökva sem nýrun hafa unnið úr blóðinu og vilja skila út. Öllu jöfnu tökum við ekki meiri vökva til okkar en við þurfum né of lítið heldur. En hvað er þá eðlileg inntaka vatns á dag fyrir hraustan einstakling? Það má segja að við tökum töluvert magn inn með fæðu enda uppistaðan í til dæmis ávöxtum og grænmeti vatn, í kjöti og fiski einnig og þeim vökva sem við drekkum hvort heldur sem hann er í formi kaffineyslu, kolsýrðra drykkja, djúsa eða annars. Almenn regla er að karlmenn eiga að taka til sín á bilinu 3,5-4 lítra af vatni á dag og konur 2,5-3 lítra en það er heildarinntakan með fæðu og drykkjum yfir daginn. Þetta er auðvitað einstaklingsbundið og breytist með til dæmis aukinni hreyfingu og öðrum umhverfisþáttum. Góð regla er fyrir einstaklinga sem borða sínar reglulegu máltíðir og millibita að drekka að meðaltali 6-8 glös af vökva yfir daginn. Besti svaladrykkurinn er vatn og líkaminn lætur þig vita, ágætt er að venja sig á að hlusta á hann og ekki spillir fyrir á Íslandi að hafa jafn gott aðgengi að hreinu vatni úr krananum og raun ber vitni. Mundu að vatn er besti svaladrykkurinn og við erum með ríkari þjóðum hvað það snertir.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun