Fótsporin okkar Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Fótsporið okkar er heitt umræðuefni, sem sýnir okkur að tungumálið dansar í takt við viðhorfin. Flestir skilja að fótsporið er mikilvægt. Og allir vilja kolefnisjafna. Við vitum að við eigum að minnka kjötneyslu og matarsóun, hjóla frekar en að keyra allra okkar ferða, fljúga minna og viljum síður að helgarsteikin ferðist yfir hálfan hnöttinn til að geta lent á matarborðinu okkar. Við viljum boðlegar aðstæður dýra í matvælaiðnaði og borgum gjarnan meira fyrir egg ef hænan var hamingjusöm og fyrir lífrænt ræktað grænmeti. Við viljum meðvitaða matseld og berum matvörur heim í öðru en plastpoka. Blessunarlega erum við meðvituð um mikilvægið. Niðurstöður ASÍ um brot á vinnumarkaði segja líka sögu af fótspori. Það er ekki bara íslenskur veruleiki. Við vitum að grunsamlega ódýr fatnaður er að minnsta kosti líklegur til að vera framleiddur af fólki sem ekki alltaf nýtur réttinda og boðlegra kjara. Og viljum við ekki að lífræni bananinn sé ræktaður af fólki sem fékk greidd sanngjörn laun? Eða að helgin á hótelinu sé ekki niðurgreidd af fólkinu sem þrífur herbergin? Nokkrar opinberar stofnanir og fyrirtæki kolefnisjafna núna starfsemi sína og geta líka sem stórkaupendur vöru og þjónustu haft mikil áhrif með því að gera kröfur. Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa til dæmis farið í aðgerðir, meðvituð um sitt fótspor, og hafa sem kaupendur vöru haft áhrif á aðbúnað launafólks erlendis. Við hin getum svo kannski reynt að skoða fleiri þætti í okkar daglega lífi og bætt fótsporum á listann. Við liggjum réttilega andvaka yfir plastinu sem ógnar tilveru okkar en ættum líka að vilja kaupa bómullarpoka sem er framleiddur af fólki sem fékk greidd full laun fyrir vinnu sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Vinnumarkaður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Fótsporið okkar er heitt umræðuefni, sem sýnir okkur að tungumálið dansar í takt við viðhorfin. Flestir skilja að fótsporið er mikilvægt. Og allir vilja kolefnisjafna. Við vitum að við eigum að minnka kjötneyslu og matarsóun, hjóla frekar en að keyra allra okkar ferða, fljúga minna og viljum síður að helgarsteikin ferðist yfir hálfan hnöttinn til að geta lent á matarborðinu okkar. Við viljum boðlegar aðstæður dýra í matvælaiðnaði og borgum gjarnan meira fyrir egg ef hænan var hamingjusöm og fyrir lífrænt ræktað grænmeti. Við viljum meðvitaða matseld og berum matvörur heim í öðru en plastpoka. Blessunarlega erum við meðvituð um mikilvægið. Niðurstöður ASÍ um brot á vinnumarkaði segja líka sögu af fótspori. Það er ekki bara íslenskur veruleiki. Við vitum að grunsamlega ódýr fatnaður er að minnsta kosti líklegur til að vera framleiddur af fólki sem ekki alltaf nýtur réttinda og boðlegra kjara. Og viljum við ekki að lífræni bananinn sé ræktaður af fólki sem fékk greidd sanngjörn laun? Eða að helgin á hótelinu sé ekki niðurgreidd af fólkinu sem þrífur herbergin? Nokkrar opinberar stofnanir og fyrirtæki kolefnisjafna núna starfsemi sína og geta líka sem stórkaupendur vöru og þjónustu haft mikil áhrif með því að gera kröfur. Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa til dæmis farið í aðgerðir, meðvituð um sitt fótspor, og hafa sem kaupendur vöru haft áhrif á aðbúnað launafólks erlendis. Við hin getum svo kannski reynt að skoða fleiri þætti í okkar daglega lífi og bætt fótsporum á listann. Við liggjum réttilega andvaka yfir plastinu sem ógnar tilveru okkar en ættum líka að vilja kaupa bómullarpoka sem er framleiddur af fólki sem fékk greidd full laun fyrir vinnu sína.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar