Aðgerðir á húsnæðis- markaði að skila árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Hlutfall fyrstu kaupenda af heildarfjölda íbúðarkaupenda hefur farið stöðugt vaxandi á síðastliðnum misserum og árum að því er fram kemur í nýjustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Það eru mjög jákvæðar fréttir og sýna að nú sé orðið auðveldara en áður fyrir stærri hóp að safna fyrir útborgun í íbúð. Það er sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að eitt af lykilatriðunum í yfirlýsingu stjórnvalda um stuðning við lífskjarasamninga aðila vinnumarkaðarins frá því í vor var að auðvelda ungu fólki og tekjulágum að komast inn á fasteignamarkaðinn.Betur má ef duga skal Þetta er vissulega fagnaðarefni en betur má ef duga skal. Í skýrslu sem verkefnisstjórn, sem ég skipaði til að fjalla um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn, skilaði af sér í vor, kom fram að þröskuldur ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkað væri enn of hár. Þrátt fyrir aukinn kaupmátt og sögulega lága raunvexti. Í félagsmálaráðuneytinu er því unnið að því, í samstarfi við Íbúðalánasjóð og aðila vinnumarkaðarins, að útfæra enn frekari úrræði til stuðnings fyrstu kaupendum og tekjulágum. Hinir tekjulægstu mega ekki gleymast Húsnæði er grunnþörf allra og það er óábyrgt ef við skiljum stóra hópa eftir á húsnæðismarkaði. Leigumarkaðurinn nærri því tvöfaldaðist í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 og samkvæmt könnun Íbúðalánasjóðs telja 92% leigjenda það óhagstætt að leigja og einungis 8% telja sig geta farið af leigumarkaði innan sex mánaða. Þá er ótalið allt það fólk sem missti húsnæði sitt í efnahagshruninu og hefur ekki komist inn á fasteignamarkaðinn á nýjan leik. Í mörgum tilfellum nær það fólk einfaldlega ekki að brúa bilið sem til þarf til að leggja fram 20-30% eigið fé við kaup á íbúð. Þessir hópar mega ekki gleymast. Félagsmálaráðuneytið vinnur að margvíslegum fleiri aðgerðum til að stuðla að auknu jafnvægi og stöðugleika á húsnæðismarkaði. Nýlega var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda tilraunaverkefni á vegum Íbúðalánsjóðs til þess að bregðast við vanda sveitarfélaga á landsbyggðinni. Bind ég miklar vonir við að það geti orðið til þess að rjúfa stöðnun í atvinnumálum landsbyggðarinnar þar sem skortur á hentugu íbúðarhúsnæði hamlar oftar en ekki uppbyggingu atvinnulífs í héraði. Á næsta þingi hyggst ég síðan mæla fyrir umfangsmiklum breytingum á lögum sem varða húsnæðismál. Þar á meðal eru breytingar á lögum um almennar íbúðir sem þegar hafa verið kynntar en þær felast meðal annars í breytingum á tekju- og eignamörkum þannig að fleiri eigi kost á að leigja og búa í almennum leiguíbúðum. Sömuleiðis eru fyrirhugaðar breytingar á húsaleigulögum til að tryggja enn betur réttarstöðu leigjenda. Með fyrirhugaðri sameiningu Mannvirkjastofnunar og þess hluta Íbúðalánasjóðs sem snýr að framkvæmd húsnæðisstuðnings stjórnvalda verður til ný öflug húsnæðisstofnun. Stofnunin fær það hlutverk að framfylgja stefnu stjórnvalda um að almenningur hafi ávallt aðgang að viðunandi og öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu. Sú krafa kom jafnframt skýrt fram í lífskjarasamningunum. Framangreindar aðgerðir eru skref í þessa átt.Höfundur er félags- og barnamálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Hlutfall fyrstu kaupenda af heildarfjölda íbúðarkaupenda hefur farið stöðugt vaxandi á síðastliðnum misserum og árum að því er fram kemur í nýjustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Það eru mjög jákvæðar fréttir og sýna að nú sé orðið auðveldara en áður fyrir stærri hóp að safna fyrir útborgun í íbúð. Það er sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að eitt af lykilatriðunum í yfirlýsingu stjórnvalda um stuðning við lífskjarasamninga aðila vinnumarkaðarins frá því í vor var að auðvelda ungu fólki og tekjulágum að komast inn á fasteignamarkaðinn.Betur má ef duga skal Þetta er vissulega fagnaðarefni en betur má ef duga skal. Í skýrslu sem verkefnisstjórn, sem ég skipaði til að fjalla um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn, skilaði af sér í vor, kom fram að þröskuldur ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkað væri enn of hár. Þrátt fyrir aukinn kaupmátt og sögulega lága raunvexti. Í félagsmálaráðuneytinu er því unnið að því, í samstarfi við Íbúðalánasjóð og aðila vinnumarkaðarins, að útfæra enn frekari úrræði til stuðnings fyrstu kaupendum og tekjulágum. Hinir tekjulægstu mega ekki gleymast Húsnæði er grunnþörf allra og það er óábyrgt ef við skiljum stóra hópa eftir á húsnæðismarkaði. Leigumarkaðurinn nærri því tvöfaldaðist í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 og samkvæmt könnun Íbúðalánasjóðs telja 92% leigjenda það óhagstætt að leigja og einungis 8% telja sig geta farið af leigumarkaði innan sex mánaða. Þá er ótalið allt það fólk sem missti húsnæði sitt í efnahagshruninu og hefur ekki komist inn á fasteignamarkaðinn á nýjan leik. Í mörgum tilfellum nær það fólk einfaldlega ekki að brúa bilið sem til þarf til að leggja fram 20-30% eigið fé við kaup á íbúð. Þessir hópar mega ekki gleymast. Félagsmálaráðuneytið vinnur að margvíslegum fleiri aðgerðum til að stuðla að auknu jafnvægi og stöðugleika á húsnæðismarkaði. Nýlega var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda tilraunaverkefni á vegum Íbúðalánsjóðs til þess að bregðast við vanda sveitarfélaga á landsbyggðinni. Bind ég miklar vonir við að það geti orðið til þess að rjúfa stöðnun í atvinnumálum landsbyggðarinnar þar sem skortur á hentugu íbúðarhúsnæði hamlar oftar en ekki uppbyggingu atvinnulífs í héraði. Á næsta þingi hyggst ég síðan mæla fyrir umfangsmiklum breytingum á lögum sem varða húsnæðismál. Þar á meðal eru breytingar á lögum um almennar íbúðir sem þegar hafa verið kynntar en þær felast meðal annars í breytingum á tekju- og eignamörkum þannig að fleiri eigi kost á að leigja og búa í almennum leiguíbúðum. Sömuleiðis eru fyrirhugaðar breytingar á húsaleigulögum til að tryggja enn betur réttarstöðu leigjenda. Með fyrirhugaðri sameiningu Mannvirkjastofnunar og þess hluta Íbúðalánasjóðs sem snýr að framkvæmd húsnæðisstuðnings stjórnvalda verður til ný öflug húsnæðisstofnun. Stofnunin fær það hlutverk að framfylgja stefnu stjórnvalda um að almenningur hafi ávallt aðgang að viðunandi og öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu. Sú krafa kom jafnframt skýrt fram í lífskjarasamningunum. Framangreindar aðgerðir eru skref í þessa átt.Höfundur er félags- og barnamálaráðherra
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun