Hugleiðing um mögulega rökvillu Ástþór Ólafsson skrifar 14. ágúst 2019 13:35 Núna á næstunni byrjar skólaárið á ný og ein af mikilvægastu stéttum þjóðfélagsins kemur sér fyrir í sínum hefðbundnu stellingum. Ég er að sjálfsögðu að tala um kennara sem ráðast á verkefnið endurnærð eftir sumarfríið og tilbúin að takast á við krefjandi, erfiðan og skemmtilegan vetur. Einstaklingarnir sem hugsa um framtíðina og reyna að skapa henni hæfni, þrautsegju og getu til að takast á við nútíðina sem framtíðina. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um hversu mikilvæg starfsgrein kennarar eru að þessu, heldur velta upp þeirri hugsun í tengslum við að fá borgað fyrir hæfni eða heppni. Í bók sem sálfræðingurinn Daniel Kahneman gaf út og ber heitið „Thinking, Fast and Slow“. Fer hann yfir rannsókn sem var framkvæmd af honum sjálfum þar sem verðbréfa viðskipti voru skoðuð og fannst honum áhugavert að skilja betur hvert væri eðli starfsumhverfisins með tillit til dómgreindar varðandi heppni eða hæfni. Fyrirfram var spáð að hæfni væri ríkjandi þáttur, enda þurfa menn að vera nokkuð vel að sér búnir til að skilja hegðun talna undir þeim skilmerkjum að geta selt verðbréf og komið þeim á réttann og viðeigandi staði, enda um flókin líkön að ræða. En eftir að gögnin voru skoðuð nánar með ítarlegum hætti kom í ljós að nær meira en helmingur af þeim starfsmönnum sem seldu verðbréf létu heppni ráða ferðinni, þannig það var heppni sem var drifkrafturinn ekki hæfni. Í þessu samhengi er erfitt að streitast ekki á móti því að yfirfæra þetta ekki á kennarastéttina sem vissulega hefur verið staðfest með rannsóknum og námsárangri hjá nemendum, að hæfni kennara sé ástæðan af hverju nemendur koma sér með góðum og tilheyrandi hætti út í samfélagið hvort sem horft er á náms, sál- eða félagsþroska. Í framhaldi er án efa ekki erfitt að velta því fyrir sér að einstaklingar sem vinna út frá heppni í veðbréfa viðskiptum séu að fá hærri laun en kennara sem vinna út frá hæfni sinni. Við getum rétt ímyndað okkur ef kennarar myndu vinna út frá heppni og myndu mæta í vinnuna með það hugarfar að heppni er eina sem ræður að lokum. Að nemendurnir væru verðbréfavísistala og unnið væri með þá af handófskenndum hætti. Við værum sennilega ekki með marga samfélagsþegna sem gætu þjónað á markvissan og skilvirkan hátt og haldið áfram að þróa okkar þjóðfélag að sterku velferðarríki, sennilega enginn verðbréfasali til eða jújú aðeins þeir sterkur lifa af eins og félagslegur Darwinismi heldur fram, ákveðin skynvilla þar á ferð hvað varðar samhengi en nóg um það. En til að glöggva sig en meira á þessu öllu saman, er talað um í bókina hans Kahneman að verðbréfa viðskipti tapi gríðarlegum miklum fjármunum sem við samfélagið gerum okkur ekki grein fyrir á hverjum tímapunkti fyrir sig og sé þessi ávinningur í engu samræmi við það sem fer til spillis . Á sama tíma eru kennarar stanlaust að auka þjóðfélagið sem um munar og lítið í taprekstri. Gefum okkur tíma að hugleiða þetta á meðan að kennarar eru að hefja sín störf en samt ekki með hröðum hætti heldur hægum og leyfum þessu að sökkva djupt ofan í okkar sjálfs- og siðferðisvitund. Höfundur er tilvonandi grunnskólakennari og seigluráðgjafi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ástþór Ólafsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Núna á næstunni byrjar skólaárið á ný og ein af mikilvægastu stéttum þjóðfélagsins kemur sér fyrir í sínum hefðbundnu stellingum. Ég er að sjálfsögðu að tala um kennara sem ráðast á verkefnið endurnærð eftir sumarfríið og tilbúin að takast á við krefjandi, erfiðan og skemmtilegan vetur. Einstaklingarnir sem hugsa um framtíðina og reyna að skapa henni hæfni, þrautsegju og getu til að takast á við nútíðina sem framtíðina. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um hversu mikilvæg starfsgrein kennarar eru að þessu, heldur velta upp þeirri hugsun í tengslum við að fá borgað fyrir hæfni eða heppni. Í bók sem sálfræðingurinn Daniel Kahneman gaf út og ber heitið „Thinking, Fast and Slow“. Fer hann yfir rannsókn sem var framkvæmd af honum sjálfum þar sem verðbréfa viðskipti voru skoðuð og fannst honum áhugavert að skilja betur hvert væri eðli starfsumhverfisins með tillit til dómgreindar varðandi heppni eða hæfni. Fyrirfram var spáð að hæfni væri ríkjandi þáttur, enda þurfa menn að vera nokkuð vel að sér búnir til að skilja hegðun talna undir þeim skilmerkjum að geta selt verðbréf og komið þeim á réttann og viðeigandi staði, enda um flókin líkön að ræða. En eftir að gögnin voru skoðuð nánar með ítarlegum hætti kom í ljós að nær meira en helmingur af þeim starfsmönnum sem seldu verðbréf létu heppni ráða ferðinni, þannig það var heppni sem var drifkrafturinn ekki hæfni. Í þessu samhengi er erfitt að streitast ekki á móti því að yfirfæra þetta ekki á kennarastéttina sem vissulega hefur verið staðfest með rannsóknum og námsárangri hjá nemendum, að hæfni kennara sé ástæðan af hverju nemendur koma sér með góðum og tilheyrandi hætti út í samfélagið hvort sem horft er á náms, sál- eða félagsþroska. Í framhaldi er án efa ekki erfitt að velta því fyrir sér að einstaklingar sem vinna út frá heppni í veðbréfa viðskiptum séu að fá hærri laun en kennara sem vinna út frá hæfni sinni. Við getum rétt ímyndað okkur ef kennarar myndu vinna út frá heppni og myndu mæta í vinnuna með það hugarfar að heppni er eina sem ræður að lokum. Að nemendurnir væru verðbréfavísistala og unnið væri með þá af handófskenndum hætti. Við værum sennilega ekki með marga samfélagsþegna sem gætu þjónað á markvissan og skilvirkan hátt og haldið áfram að þróa okkar þjóðfélag að sterku velferðarríki, sennilega enginn verðbréfasali til eða jújú aðeins þeir sterkur lifa af eins og félagslegur Darwinismi heldur fram, ákveðin skynvilla þar á ferð hvað varðar samhengi en nóg um það. En til að glöggva sig en meira á þessu öllu saman, er talað um í bókina hans Kahneman að verðbréfa viðskipti tapi gríðarlegum miklum fjármunum sem við samfélagið gerum okkur ekki grein fyrir á hverjum tímapunkti fyrir sig og sé þessi ávinningur í engu samræmi við það sem fer til spillis . Á sama tíma eru kennarar stanlaust að auka þjóðfélagið sem um munar og lítið í taprekstri. Gefum okkur tíma að hugleiða þetta á meðan að kennarar eru að hefja sín störf en samt ekki með hröðum hætti heldur hægum og leyfum þessu að sökkva djupt ofan í okkar sjálfs- og siðferðisvitund. Höfundur er tilvonandi grunnskólakennari og seigluráðgjafi
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun