Magnað myndband af Mo Salah að halda bolta á lofti með fótalausum strák Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 10:00 Mohamed Salah og Ali Turganbekov. Getty/Alex Caparros Liverpool liðið er nú statt í Istanbul í Tyrklandi þar sem Evrópumeistararnir mæta í kvöld Chelsea í leiknum um Ofurbikar Evrópu. Liverpool vann Meistaradeildina í vor en Chelsea vann Evrópudeildina. Evrópumeistaraliðin mætast alltaf í upphafi tímabilsins og í boði er bikar sem Liverpool hefur unnið þrisvar sinnum (1977, 2001 og 2005) og Chelsea (1998) einu sinni. Fyrir leikinn þá héldu leikmenn Liverpool opna æfingu á Vodafone Park í Istanbul með krökkum frá UEFA foundation en börnin eiga það sameiginlegt að glíma við einhvers konar fötlun. Það kemur þó ekki í veg fyrir fótboltaáhuga þeirra og flottast var örugglega að sjá stórstjörnuna Mohamed Salah sem gaf sér góðan tíma með fótalausum strák sem heitir Ali Turganbekov. Mohamed Salah og Ali héldu boltanum þannig saman á lofti eins og sjá má á þessu magnaða myndbandi hér fyrir neðan.Wonderful@MoSalah making memories with two children of the @UEFA_Foundation #SuperCuppic.twitter.com/7n6K10tWe2 — Liverpool FC (@LFC) August 13, 2019 Mohamed Salah var á skotskónum í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi og vakti líka athygli þegar hann leitaði upp strák sem hafði hlaupið á ljósastaur við það að ná athygli Egyptans. Strákurinn endaði með blóðnasir en fékk líka að hitta hetjuna sína. Hér fyrir neðan má sjá líka samskipti Jürgen Klopp við börnin og annað sjónarhorn á það þegar Mohamed Salah og fótalausi strákurinn héldu boltanum á lofti.Beautiful moments between the Reds and the children of the @UEFA_Foundation#SuperCuppic.twitter.com/ApsVSubrFn — Liverpool FC (@LFC) August 13, 2019 Leikur Liverpool og Chelsea hefst klukkan 19.00 í kvöld og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.45. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Sjá meira
Liverpool liðið er nú statt í Istanbul í Tyrklandi þar sem Evrópumeistararnir mæta í kvöld Chelsea í leiknum um Ofurbikar Evrópu. Liverpool vann Meistaradeildina í vor en Chelsea vann Evrópudeildina. Evrópumeistaraliðin mætast alltaf í upphafi tímabilsins og í boði er bikar sem Liverpool hefur unnið þrisvar sinnum (1977, 2001 og 2005) og Chelsea (1998) einu sinni. Fyrir leikinn þá héldu leikmenn Liverpool opna æfingu á Vodafone Park í Istanbul með krökkum frá UEFA foundation en börnin eiga það sameiginlegt að glíma við einhvers konar fötlun. Það kemur þó ekki í veg fyrir fótboltaáhuga þeirra og flottast var örugglega að sjá stórstjörnuna Mohamed Salah sem gaf sér góðan tíma með fótalausum strák sem heitir Ali Turganbekov. Mohamed Salah og Ali héldu boltanum þannig saman á lofti eins og sjá má á þessu magnaða myndbandi hér fyrir neðan.Wonderful@MoSalah making memories with two children of the @UEFA_Foundation #SuperCuppic.twitter.com/7n6K10tWe2 — Liverpool FC (@LFC) August 13, 2019 Mohamed Salah var á skotskónum í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi og vakti líka athygli þegar hann leitaði upp strák sem hafði hlaupið á ljósastaur við það að ná athygli Egyptans. Strákurinn endaði með blóðnasir en fékk líka að hitta hetjuna sína. Hér fyrir neðan má sjá líka samskipti Jürgen Klopp við börnin og annað sjónarhorn á það þegar Mohamed Salah og fótalausi strákurinn héldu boltanum á lofti.Beautiful moments between the Reds and the children of the @UEFA_Foundation#SuperCuppic.twitter.com/ApsVSubrFn — Liverpool FC (@LFC) August 13, 2019 Leikur Liverpool og Chelsea hefst klukkan 19.00 í kvöld og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.45.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Sjá meira