Kona dæmir leik Liverpool og Chelsea: „Stelpurnar sjá mig í sjónvarpinu og vita að þetta er hægt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 11:00 Stéphanie Frappart dæmir hér víti í úrslitaleiknum á HM kvenna. Getty/Richard Heathcote Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbul á miðvikudaginn og skrifar um leið nýjan kafla hjá UEFA. Enn eitt risaskrefið í uppgangi kvenna í fótboltaheiminum í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem kona dæmir úrslitaleik karla hjá UEFA en með henni verða kynsysturnar og aðstoðardómararnir Manuela Nicolosi og Michelle O’Neill. Sú síðarnefnda er frá Írlandi. Þegar Stéphanie Frappart varð fyrsta konan til að dæma karlaleik í frönsku deildinni á síðustu leiktíð þá fékk hún frábærar móttökur í stúkunni. Hún fylgdi því eftir með góðri frammistöðu á HM kvenna þar sem hún fékk á endanum að dæma úrslitaleikinn.European Super Cup referee Stéphanie Frappart: 'Girls see me on TV and know it's possible' | @Paul_Doylehttps://t.co/X48AZ8o3EI — Guardian sport (@guardian_sport) August 11, 2019The Observer tók viðtal við Stéphanie Frappart um leikinn á miðvikudaginn sem verður hægt að sjá í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Pressan á mér er öðruvísi. Ég veit vel að fólk mun horfa til að sjá hvernig ég stend mig,“ sagði hinn 35 ára gamla Stéphanie Frappart. Hún var aðeins önnur konan til að dæma karlaleik í einni af fimm stærstu deildum Evrópu en sú fyrsta var Bibiana Steinhaus í þýsku bundesligunni árið 2017. Sian Massey-Ellis hefur verið aðstoðardómari í ensku úrvalsdeildinni en aldrei verið aðaldómari. Frappart dæmdi leik Amiens og Strasbourg í frönsku deildinni en það verður allt annað að dæma stórleik á móti ensku liðanna Liverpool og Chelsea. Franski blaðamaðurinn Yohann Hautbois á L’Équipe hrósaði henni fyrir frammistöðuna í franska deildarleiknum. „Af þeim 23 sem voru inn á vellinum þá var hún líklega sú sem gerði fæst mistök,“ skrifaði hann í L’Équipe. „Ég sýndi að ég hafði hæfileikana og getuna til að dæma þarna,“ ssagði Frappart sem þarf að standast sömu próf og karlkyns dómararnir. „Leikmennirnir hlaupa ekkert hægar þótt að dómarinn sé kona“ sagði Frappart. „Það er mjög ánægjulegt að sjá að þetta er hægt. Ungar stelpur munu sjá mig í sjónvarpinu og vita um leið að þetta er mögulegt. Ég vona að það hvetji þær til að elta sína drauma,“ sagði Frappart en það má sjá alla greinina um hana hér. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira
Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbul á miðvikudaginn og skrifar um leið nýjan kafla hjá UEFA. Enn eitt risaskrefið í uppgangi kvenna í fótboltaheiminum í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem kona dæmir úrslitaleik karla hjá UEFA en með henni verða kynsysturnar og aðstoðardómararnir Manuela Nicolosi og Michelle O’Neill. Sú síðarnefnda er frá Írlandi. Þegar Stéphanie Frappart varð fyrsta konan til að dæma karlaleik í frönsku deildinni á síðustu leiktíð þá fékk hún frábærar móttökur í stúkunni. Hún fylgdi því eftir með góðri frammistöðu á HM kvenna þar sem hún fékk á endanum að dæma úrslitaleikinn.European Super Cup referee Stéphanie Frappart: 'Girls see me on TV and know it's possible' | @Paul_Doylehttps://t.co/X48AZ8o3EI — Guardian sport (@guardian_sport) August 11, 2019The Observer tók viðtal við Stéphanie Frappart um leikinn á miðvikudaginn sem verður hægt að sjá í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Pressan á mér er öðruvísi. Ég veit vel að fólk mun horfa til að sjá hvernig ég stend mig,“ sagði hinn 35 ára gamla Stéphanie Frappart. Hún var aðeins önnur konan til að dæma karlaleik í einni af fimm stærstu deildum Evrópu en sú fyrsta var Bibiana Steinhaus í þýsku bundesligunni árið 2017. Sian Massey-Ellis hefur verið aðstoðardómari í ensku úrvalsdeildinni en aldrei verið aðaldómari. Frappart dæmdi leik Amiens og Strasbourg í frönsku deildinni en það verður allt annað að dæma stórleik á móti ensku liðanna Liverpool og Chelsea. Franski blaðamaðurinn Yohann Hautbois á L’Équipe hrósaði henni fyrir frammistöðuna í franska deildarleiknum. „Af þeim 23 sem voru inn á vellinum þá var hún líklega sú sem gerði fæst mistök,“ skrifaði hann í L’Équipe. „Ég sýndi að ég hafði hæfileikana og getuna til að dæma þarna,“ ssagði Frappart sem þarf að standast sömu próf og karlkyns dómararnir. „Leikmennirnir hlaupa ekkert hægar þótt að dómarinn sé kona“ sagði Frappart. „Það er mjög ánægjulegt að sjá að þetta er hægt. Ungar stelpur munu sjá mig í sjónvarpinu og vita um leið að þetta er mögulegt. Ég vona að það hvetji þær til að elta sína drauma,“ sagði Frappart en það má sjá alla greinina um hana hér.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira