Hergagnaframleiðsla og íslensk náttúra Guðjón Jensson skrifar 13. ágúst 2019 07:00 Miklu púðri hefur verið eytt í umræðu um orkumál á Íslandi á undanförnum árum. Okkur venjulegum Íslendingum er jafnvel núið um nasir að vilja ekki lengur njóta rafmagns nema stóriðjumenn fái ekki óheftan aðgang að náttúru landsins til að virkja sem allra mest og helst hvar sem er og þrengja jafnframt að náttúruvernd. Varla mega náttúruunnendur sjá einhvers staðar fagurt umhverfi, fossa og óbyggðir til að njóta en að sporgöngumenn stóriðjunnar verði hvumsa við og safni í sig kjarki og hafi stundum uppi stórkarlalegar yfirlýsingar. Í viðtali í sjónvarpsfréttum 29.7. sl. lét Guðni Jóhannesson orkumálastjóri t.d. vægast sagt mjög umdeilda fullyrðingu frá sér fara þar sem gagnrýndar eru raunhæfar hugmyndir um aukna náttúruvernd sem og þjóðgarð á hálendinu: „Við megum ekki girða fyrir möguleika komandi kynslóða, megum heldur ekki dæma þessar kynslóðir til atvinnuleysis og fátæktar í framtíðinni.“ Spurning er hvort íslensk stjórnvöld séu í þjónustu hergagnaframleiðenda? Nú er svo komið að 83% af raforkuframleiðslunni á Íslandi eru í þágu stóriðjunnar en einungis 17% til venjulegrar notkunar. Ekki er fyrirsjáanlegt að stóraukin þörf á raforku sé fyrirsjáanleg í þágu venjulegs fólks ef undan er skilin aukin rafvæðing samgöngutækja. Í dag eru starfandi þrjár álbræðslur í landinu. A.m.k. ein þeirra, sú stærsta í eigu Alkóa austur á Reyðarfirði, er mjög nátengd hergagnaframleiðslu BNA. Auk þess eru tvær verksmiðjur sem framleiða mjög mikilvægt hráefni fyrir stálframleiðslu. Má með öðrum orðum telja Íslendinga staðna að því að fórna mikilvægum náttúruperlum í þeim eina tilgangi að mylja undir þessa umdeildu starfsemi sem er framleiðsla vopna í heiminum? Því miður lenda þessi stórvarhugaverðu vopn í höndum misviturra aðilja, glæpamanna sem virðast ekkert hafa annað þarfara en að skipuleggja manndráp víða um heim. Má geta þess að áratugalöng hernaðarátök hafa verið meginástæða flóttamannavandans en í dag er talið að hátt í 100 milljónir manna séu á flótta undan stríðsátökum og breytingum á náttúru í heimalöndum sínum. Hvers vegna hefur sjónum landsmanna aldrei verið beint að þessari hlið? Stóriðjan hefur verið á útleið innan Evrópusambandsins með aukinni endurnýtingu og bættum lífskjörum með minni sóun verðmæta. Bandaríkjamenn eiga töluvert langt í land og þarlend stjórnvöld sjá framtíð sína í friðsamlegum samskiptum við aðrar þjóðir. Þar er vopnaburður og hætta á ofbeldi talin vera mikilvægur þáttur í mannréttindum og frelsi sem við Evrópubúar lítum á með skelfingu. Eiga málsvarar stóriðjunnar að eiga síðasta orðið um hvernig við förum með landið okkar eða eigum við að fá að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda og lýðræðis að ákveða sjálf hvar og hvernig við viljum virkja og hvað við viljum friða fyrir vaxandi ágangi gagnvart náttúrunni?Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari í Mosfellsbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Þriðji orkupakkinn Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Sjá meira
Miklu púðri hefur verið eytt í umræðu um orkumál á Íslandi á undanförnum árum. Okkur venjulegum Íslendingum er jafnvel núið um nasir að vilja ekki lengur njóta rafmagns nema stóriðjumenn fái ekki óheftan aðgang að náttúru landsins til að virkja sem allra mest og helst hvar sem er og þrengja jafnframt að náttúruvernd. Varla mega náttúruunnendur sjá einhvers staðar fagurt umhverfi, fossa og óbyggðir til að njóta en að sporgöngumenn stóriðjunnar verði hvumsa við og safni í sig kjarki og hafi stundum uppi stórkarlalegar yfirlýsingar. Í viðtali í sjónvarpsfréttum 29.7. sl. lét Guðni Jóhannesson orkumálastjóri t.d. vægast sagt mjög umdeilda fullyrðingu frá sér fara þar sem gagnrýndar eru raunhæfar hugmyndir um aukna náttúruvernd sem og þjóðgarð á hálendinu: „Við megum ekki girða fyrir möguleika komandi kynslóða, megum heldur ekki dæma þessar kynslóðir til atvinnuleysis og fátæktar í framtíðinni.“ Spurning er hvort íslensk stjórnvöld séu í þjónustu hergagnaframleiðenda? Nú er svo komið að 83% af raforkuframleiðslunni á Íslandi eru í þágu stóriðjunnar en einungis 17% til venjulegrar notkunar. Ekki er fyrirsjáanlegt að stóraukin þörf á raforku sé fyrirsjáanleg í þágu venjulegs fólks ef undan er skilin aukin rafvæðing samgöngutækja. Í dag eru starfandi þrjár álbræðslur í landinu. A.m.k. ein þeirra, sú stærsta í eigu Alkóa austur á Reyðarfirði, er mjög nátengd hergagnaframleiðslu BNA. Auk þess eru tvær verksmiðjur sem framleiða mjög mikilvægt hráefni fyrir stálframleiðslu. Má með öðrum orðum telja Íslendinga staðna að því að fórna mikilvægum náttúruperlum í þeim eina tilgangi að mylja undir þessa umdeildu starfsemi sem er framleiðsla vopna í heiminum? Því miður lenda þessi stórvarhugaverðu vopn í höndum misviturra aðilja, glæpamanna sem virðast ekkert hafa annað þarfara en að skipuleggja manndráp víða um heim. Má geta þess að áratugalöng hernaðarátök hafa verið meginástæða flóttamannavandans en í dag er talið að hátt í 100 milljónir manna séu á flótta undan stríðsátökum og breytingum á náttúru í heimalöndum sínum. Hvers vegna hefur sjónum landsmanna aldrei verið beint að þessari hlið? Stóriðjan hefur verið á útleið innan Evrópusambandsins með aukinni endurnýtingu og bættum lífskjörum með minni sóun verðmæta. Bandaríkjamenn eiga töluvert langt í land og þarlend stjórnvöld sjá framtíð sína í friðsamlegum samskiptum við aðrar þjóðir. Þar er vopnaburður og hætta á ofbeldi talin vera mikilvægur þáttur í mannréttindum og frelsi sem við Evrópubúar lítum á með skelfingu. Eiga málsvarar stóriðjunnar að eiga síðasta orðið um hvernig við förum með landið okkar eða eigum við að fá að njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda og lýðræðis að ákveða sjálf hvar og hvernig við viljum virkja og hvað við viljum friða fyrir vaxandi ágangi gagnvart náttúrunni?Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari í Mosfellsbæ
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun