Einfalt að skipta skipaeldsneyti út fyrir rafmagn en vantar fjármagn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 20:15 Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að efla þurfi eftirlit með því hvort að farþegaskip virði bann um að nota ekki svartolíu við hafnir hér á landi. Þá þurfi að koma til opinbert framlag svo að hægt sé að hraða uppbyggingu á umhverfisvænum háspennustöðvum í íslenskum höfnum sem sjái skipunum fyrir rafmagni í stað eldneytis. Árlega koma um 1500 skip til Reykjavíkurhafnar og hafa Faxaflóahafnir mælt útstreymi koltvísýrings frá þeim síðustu þrjú ár. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir skipin losa mikið magn koltvísýrings út í andrúmsloftið á hverju ári. „Árleg losun koltvísýrings er um 40-50 þúsund tonn og af þeim eru um 15 þúsund tonn frá um 200 skemmtiferðaskipakomum,“ segir Gísli. Ef landið allt er talið er árleg losun skipa um 30% af allri losun koltvísírings hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Hafnarstjóri segir að hægt sé að koma í veg fyrir stóran hluta þessarar mengunar með því að koma upp svokölluðum landtengingum með háspennustöðvum sem gætu þá séð þessum skipum fyrir rafmagni í stað eldsneytis. Slíkt verkefni sé þó afar dýrt og mikilvægt að hið opinbera styrki hafnirnar í að setja upp slíkan búnað. „Hafnirnar þyrftu að sjá um þetta en fjárhagur þeirra leyfir aðeins takmarkaða uppsetningu. Þá er spurning hvernig orkufyrirtækin gætu komið að þessu. Og svo er það þannig að í nágrannalöndum okkar fá hafnirnar opinbera styrki til svona verkefna en við erum svolítið einmana þegar kemur að þessum málum hér á landi,“ segir Gísli. Gísli segir enn fremur að bannað sé að nota svartolíu í íslenskum höfnum en til að framfylgja slíku banni þurfi að vera virkt eftirlit með skipunum. „Við erum með mikið af eftirliti sem þarfnast auka fjármagns og meiri mannafla með þessum málum. Það er mjög mikilvægt að reglum sem settar eru um þessi mál sé fylgt,“ segir Gísli. Umhverfismál Tengdar fréttir Skemmtiferðaskip losar fínt svifryk á við þúsundir bíla Mengunin getur orðið enn meiri undan vindi yfir byggð, að sögn dansks umhverfisverkfræðings sem mældi svifryksmegnun í Sundahöfn. 7. ágúst 2019 10:00 Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15 Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmtiferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risaskemmtiferðaskip rakst á bryggju. 10. ágúst 2019 07:45 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að efla þurfi eftirlit með því hvort að farþegaskip virði bann um að nota ekki svartolíu við hafnir hér á landi. Þá þurfi að koma til opinbert framlag svo að hægt sé að hraða uppbyggingu á umhverfisvænum háspennustöðvum í íslenskum höfnum sem sjái skipunum fyrir rafmagni í stað eldneytis. Árlega koma um 1500 skip til Reykjavíkurhafnar og hafa Faxaflóahafnir mælt útstreymi koltvísýrings frá þeim síðustu þrjú ár. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir skipin losa mikið magn koltvísýrings út í andrúmsloftið á hverju ári. „Árleg losun koltvísýrings er um 40-50 þúsund tonn og af þeim eru um 15 þúsund tonn frá um 200 skemmtiferðaskipakomum,“ segir Gísli. Ef landið allt er talið er árleg losun skipa um 30% af allri losun koltvísírings hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun. Hafnarstjóri segir að hægt sé að koma í veg fyrir stóran hluta þessarar mengunar með því að koma upp svokölluðum landtengingum með háspennustöðvum sem gætu þá séð þessum skipum fyrir rafmagni í stað eldsneytis. Slíkt verkefni sé þó afar dýrt og mikilvægt að hið opinbera styrki hafnirnar í að setja upp slíkan búnað. „Hafnirnar þyrftu að sjá um þetta en fjárhagur þeirra leyfir aðeins takmarkaða uppsetningu. Þá er spurning hvernig orkufyrirtækin gætu komið að þessu. Og svo er það þannig að í nágrannalöndum okkar fá hafnirnar opinbera styrki til svona verkefna en við erum svolítið einmana þegar kemur að þessum málum hér á landi,“ segir Gísli. Gísli segir enn fremur að bannað sé að nota svartolíu í íslenskum höfnum en til að framfylgja slíku banni þurfi að vera virkt eftirlit með skipunum. „Við erum með mikið af eftirliti sem þarfnast auka fjármagns og meiri mannafla með þessum málum. Það er mjög mikilvægt að reglum sem settar eru um þessi mál sé fylgt,“ segir Gísli.
Umhverfismál Tengdar fréttir Skemmtiferðaskip losar fínt svifryk á við þúsundir bíla Mengunin getur orðið enn meiri undan vindi yfir byggð, að sögn dansks umhverfisverkfræðings sem mældi svifryksmegnun í Sundahöfn. 7. ágúst 2019 10:00 Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15 Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmtiferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risaskemmtiferðaskip rakst á bryggju. 10. ágúst 2019 07:45 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Skemmtiferðaskip losar fínt svifryk á við þúsundir bíla Mengunin getur orðið enn meiri undan vindi yfir byggð, að sögn dansks umhverfisverkfræðings sem mældi svifryksmegnun í Sundahöfn. 7. ágúst 2019 10:00
Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15
Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmtiferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risaskemmtiferðaskip rakst á bryggju. 10. ágúst 2019 07:45