Ljósmóðir dáist að Ronju en mælir ekki með athæfinu Gígja Hilmarsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. ágúst 2019 20:00 Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands Vísir Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir það gott að kona sé í svo góðum tengslum við líkama sinn að hún treysti sér til að fæða barn á eigin spýtur án inngripa heilbrigðisstarfsfólks. Hún mæli hins vegar ekki með því að konur séu einar eða aðeins með maka sínum í fæðingu. Ronja Mogensen myndlistakona eignaðist dóttur sína þann 24. júní síðastliðinn. Þau Klemens Hannigan, söngvari hljómsveitarinnar Hatari, voru ein á heimili þeirra við fæðinguna. Ronja tók þá ákvörðun að fæða barnið á eigin spýtur til að forðast óþarfa inngrip frá heilbrigðiskerfinu. Í viðtali við Fréttablaðið í morgun, sem birtist einnig á Vísi, fjallaði Ronja um reynslu sína af heimafæðingu eldri dóttur hennar og Klemens sem endaði með því að ljósmæður sendu hana á sjúkrahús. Í þetta sinn vildi hún hafa fullkomið vald yfir eigin aðstæðum og því tók hún þá ákvörðun að Klemens væri sá eini sem fengi að vera viðstaddur fæðinguna. Miður að fólk beri ekki traust til heilbrigðisstarfsfólks Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að henni þyki frábært að til séu svona sjálfstæðar konur sem trúa á eigin líkama og vilja gera þetta. Henni þyki hins vegar miður að fólk beri ekki það traust heilbrigðisstarfsfólks og vilji hafa fagmann viðstaddan. Í viðtali við Fréttablaðið sagði Ronja Mogensen fæðingu ekki vera læknisfræðilegan viðburð. „Þú þarft ekki að vita neitt til þess að fæða barn. Líkami þinn veit hvernig hann á að gera það, alveg eins og hann vissi hvernig hann átti að búa barnið til,“ segir Ronja. Áslaug segir þetta vera rétt hjá Ronju, hins vegar geti alltaf eitthvað komið upp. „Eðlileg fæðing hjá hraustri konu sem á eðlilega meðgöngu er bara náttúrulegur viðburður. Það er þess vegna mikilvægt að allar konur séu í meðgönguvernd svo hægt sé að greina hvort eitthvað sé að fara úrskeiðis í meðgöngunni. Það geta alltaf komið upp ófyrirséð tilvik og þess vegna vilja flestar konur, sem kjósa heimafæðingu, hafa fagmann viðstaddan, þó að fagmaðurinn eigi pínulítið að halda sér til hlés“ segir Áslaug. Annað par af höndum mikilvægt Hún bendir á að það sé líka ástæðan fyrir því að ljósmæður vilji ekki vera einar í heimafæðingum. „Það er mikilvægt að hafa annað par af höndum ef svo ólíklega vill til að eitthvað komið upp á,“ segir Áslaug. Áslaug bendir á að mikið af vandamálum sem eru fyrirséð greinast í meðgönguverndinni og því sé hún nauðsynleg. Hún segist dást að Ronju og þykir gott hjá henni að geta gert þetta og vera í svo góðum tengslum við eigin líkama. Ljósmæður geti þó ekki mælt með því að fæða ein eða aðeins með maka. „Þó maður reikni ekki með að neitt komi upp og reikni með að hún sé búin að vera í góðri meðgönguvernd og að allt sé gott, þá er alltaf eitthvað sem hugsanlega getur gerst. Því er gott að hafa fagmann innan seilingar,“ segir Áslaug. Þá bendir hún á að hægt sé að ræða við ljósmóðurina fyrir fæðinguna. Til dæmis um hvernig konan vilji hafa hana og jafnframt muni ljósmóðirin skýra það fyrir konunni að hún geti ekki lofað henni að hún þurfi ekki að fara á spítala enda geti ákveðin tilfelli komið upp. Allt sé uppi á borðinu þegar að fæðingunni kemur. Áslaug segist viss um að Klemens hefði að öllum líkindum tekið eftir því hefði eitthvað „meiriháttar“ komið upp. Ýmislegt sé þó þess eðlis að ekki sé auðvelt að taka eftir því hafi maður ekki þekkinguna. „Ég er ekki viss um að hann hefði getað metið til dæmis blæðingu. Það er mjög erfitt, ef maður er ekki fagmaður að hafa auga fyrir því hvað er eðlileg blæðing í fæðingu,“ segir Áslaug. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tók á móti eigin barni í baðkarinu heima Klemens Hannigan og Ronja Mogen sen eignuðust sína aðra dóttur í júní. Hún fæddist í baðkari á heimili fjölskyldunnar. Ronja segist hafa viljað forðast óþarfa inngrip frá heilbrigðiskerfinu. 10. ágúst 2019 07:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir það gott að kona sé í svo góðum tengslum við líkama sinn að hún treysti sér til að fæða barn á eigin spýtur án inngripa heilbrigðisstarfsfólks. Hún mæli hins vegar ekki með því að konur séu einar eða aðeins með maka sínum í fæðingu. Ronja Mogensen myndlistakona eignaðist dóttur sína þann 24. júní síðastliðinn. Þau Klemens Hannigan, söngvari hljómsveitarinnar Hatari, voru ein á heimili þeirra við fæðinguna. Ronja tók þá ákvörðun að fæða barnið á eigin spýtur til að forðast óþarfa inngrip frá heilbrigðiskerfinu. Í viðtali við Fréttablaðið í morgun, sem birtist einnig á Vísi, fjallaði Ronja um reynslu sína af heimafæðingu eldri dóttur hennar og Klemens sem endaði með því að ljósmæður sendu hana á sjúkrahús. Í þetta sinn vildi hún hafa fullkomið vald yfir eigin aðstæðum og því tók hún þá ákvörðun að Klemens væri sá eini sem fengi að vera viðstaddur fæðinguna. Miður að fólk beri ekki traust til heilbrigðisstarfsfólks Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að henni þyki frábært að til séu svona sjálfstæðar konur sem trúa á eigin líkama og vilja gera þetta. Henni þyki hins vegar miður að fólk beri ekki það traust heilbrigðisstarfsfólks og vilji hafa fagmann viðstaddan. Í viðtali við Fréttablaðið sagði Ronja Mogensen fæðingu ekki vera læknisfræðilegan viðburð. „Þú þarft ekki að vita neitt til þess að fæða barn. Líkami þinn veit hvernig hann á að gera það, alveg eins og hann vissi hvernig hann átti að búa barnið til,“ segir Ronja. Áslaug segir þetta vera rétt hjá Ronju, hins vegar geti alltaf eitthvað komið upp. „Eðlileg fæðing hjá hraustri konu sem á eðlilega meðgöngu er bara náttúrulegur viðburður. Það er þess vegna mikilvægt að allar konur séu í meðgönguvernd svo hægt sé að greina hvort eitthvað sé að fara úrskeiðis í meðgöngunni. Það geta alltaf komið upp ófyrirséð tilvik og þess vegna vilja flestar konur, sem kjósa heimafæðingu, hafa fagmann viðstaddan, þó að fagmaðurinn eigi pínulítið að halda sér til hlés“ segir Áslaug. Annað par af höndum mikilvægt Hún bendir á að það sé líka ástæðan fyrir því að ljósmæður vilji ekki vera einar í heimafæðingum. „Það er mikilvægt að hafa annað par af höndum ef svo ólíklega vill til að eitthvað komið upp á,“ segir Áslaug. Áslaug bendir á að mikið af vandamálum sem eru fyrirséð greinast í meðgönguverndinni og því sé hún nauðsynleg. Hún segist dást að Ronju og þykir gott hjá henni að geta gert þetta og vera í svo góðum tengslum við eigin líkama. Ljósmæður geti þó ekki mælt með því að fæða ein eða aðeins með maka. „Þó maður reikni ekki með að neitt komi upp og reikni með að hún sé búin að vera í góðri meðgönguvernd og að allt sé gott, þá er alltaf eitthvað sem hugsanlega getur gerst. Því er gott að hafa fagmann innan seilingar,“ segir Áslaug. Þá bendir hún á að hægt sé að ræða við ljósmóðurina fyrir fæðinguna. Til dæmis um hvernig konan vilji hafa hana og jafnframt muni ljósmóðirin skýra það fyrir konunni að hún geti ekki lofað henni að hún þurfi ekki að fara á spítala enda geti ákveðin tilfelli komið upp. Allt sé uppi á borðinu þegar að fæðingunni kemur. Áslaug segist viss um að Klemens hefði að öllum líkindum tekið eftir því hefði eitthvað „meiriháttar“ komið upp. Ýmislegt sé þó þess eðlis að ekki sé auðvelt að taka eftir því hafi maður ekki þekkinguna. „Ég er ekki viss um að hann hefði getað metið til dæmis blæðingu. Það er mjög erfitt, ef maður er ekki fagmaður að hafa auga fyrir því hvað er eðlileg blæðing í fæðingu,“ segir Áslaug.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Tók á móti eigin barni í baðkarinu heima Klemens Hannigan og Ronja Mogen sen eignuðust sína aðra dóttur í júní. Hún fæddist í baðkari á heimili fjölskyldunnar. Ronja segist hafa viljað forðast óþarfa inngrip frá heilbrigðiskerfinu. 10. ágúst 2019 07:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Tók á móti eigin barni í baðkarinu heima Klemens Hannigan og Ronja Mogen sen eignuðust sína aðra dóttur í júní. Hún fæddist í baðkari á heimili fjölskyldunnar. Ronja segist hafa viljað forðast óþarfa inngrip frá heilbrigðiskerfinu. 10. ágúst 2019 07:30