Hvorki né Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 08:00 Sjálfstæðisflokkurinn á undir högg að sækja í skoðanakönnunum. Flokkurinn sem lengi vel gat gengið að þriðja hverju atkvæði vísu, mælist nú með tæplega tuttugu prósenta fylgi. Þessi staða kemur ekki á óvart. Þróunin alþjóðlega hefur verið sú að hefðbundnir kjölfestuflokkar geta ekki lengur gengið að fylgi sínu vísu. Efnahagshrunið 2008 kom flokknum illa, og hefur hann æ síðan verið í tilvistarkreppu. Strax í kjölfarið vildi ný kynslóð forystumanna í flokknum halla sér að Evrópusambandinu og taka upp evruna. Núverandi formaður skrifaði blaðagreinar þeirri skoðun til stuðnings. En harðlínuöfl í flokknum hleyptu loftinu fljótlega úr þeirri blöðru. Hópur flokksmanna taldi sig í framhaldinu ekki eiga samleið með flokknum og stofnaði Viðreisn, sveit frjálslyndra og alþjóðasinnaðra fyrrverandi Sjálfstæðismanna. Nú er staðan sú að Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera milli steins og sleggju. Skynsamlega þenkjandi hægri fólk á kost í Viðreisn. Íhaldssamari og þjóðernissinnaðri kjósendur hafa Miðflokkinn. Andlegur leiðtogi og klappstýra síðarnefnda hópsins er fyrrverandi formaðurinn og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann spýr nú eldi og brennisteini á síðum blaðsins. Kannski er vandi Sjálfstæðisflokksins sá að hann hefur leitast við að þóknast öllum. Sigla lygnan sjó. Úr verða hvorki né stjórnmál. Sjaldgæft er að heyra flokksmenn eða kjörna fulltrúa færa hugmyndafræðileg rök fyrir máli sínu. Að nálgast mál frá markaðslegum forsendum eða hægri stefnu á ekki að vera feimnismál. Þvert á móti. Sjálfstæðisflokkurinn stendur á krossgötum. Valið virðist standa milli þess að halla sér í átt til íhaldssamari gilda, og sækja á mið Miðflokksins og Framsóknar, eða að tala fyrir alþjóðlegum gildum og frelsi í viðskiptum. Umræðan um Orkupakkamálið gæti markað tímamót. Forysta flokksins hefur almennt staðið vörð um Evrópusamstarfið og staðið uppi í hárinu á íhaldssamari og popúlískari flokkssystkinum. Mögulega er þetta leiðarljós um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn geti markað sér sérstöðu í breyttu pólitísku umhverfi. Látið popúlíska einangrunarsinna lönd og leið, en sótt á hinn vænginn. Talað af sannfæringu um frelsi í viðskiptum og alþjóðahyggju. Með því má kannski ná Viðreisnarkjósendum aftur heim. Nú er reynt að láta sverfa til stáls með undirskriftasöfnun innan Sjálfstæðisflokksins þar sem krafist er almennrar kosningar um afstöðu flokksmanna til þriðja Orkupakkans. Miðflokksmenn hafa af listfengi áróðursmannsins náð því að slá sig til riddara í Klaustursfárinu. Þeir kunna að tala til síns hóps. En erindi þeirra í pólitík er óskiljanlegt, annað en að skapa persónu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vettvang á stjórnmálasviðinu. Saga sérframboða á óskýrri vegferð bendir til þess að ævintýrið verði skammlíft. Sjálfstæðisflokkurinn ætti að hugsa til lengri tíma og hætta eltingaleik við mestu popúlistana hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn á undir högg að sækja í skoðanakönnunum. Flokkurinn sem lengi vel gat gengið að þriðja hverju atkvæði vísu, mælist nú með tæplega tuttugu prósenta fylgi. Þessi staða kemur ekki á óvart. Þróunin alþjóðlega hefur verið sú að hefðbundnir kjölfestuflokkar geta ekki lengur gengið að fylgi sínu vísu. Efnahagshrunið 2008 kom flokknum illa, og hefur hann æ síðan verið í tilvistarkreppu. Strax í kjölfarið vildi ný kynslóð forystumanna í flokknum halla sér að Evrópusambandinu og taka upp evruna. Núverandi formaður skrifaði blaðagreinar þeirri skoðun til stuðnings. En harðlínuöfl í flokknum hleyptu loftinu fljótlega úr þeirri blöðru. Hópur flokksmanna taldi sig í framhaldinu ekki eiga samleið með flokknum og stofnaði Viðreisn, sveit frjálslyndra og alþjóðasinnaðra fyrrverandi Sjálfstæðismanna. Nú er staðan sú að Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera milli steins og sleggju. Skynsamlega þenkjandi hægri fólk á kost í Viðreisn. Íhaldssamari og þjóðernissinnaðri kjósendur hafa Miðflokkinn. Andlegur leiðtogi og klappstýra síðarnefnda hópsins er fyrrverandi formaðurinn og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann spýr nú eldi og brennisteini á síðum blaðsins. Kannski er vandi Sjálfstæðisflokksins sá að hann hefur leitast við að þóknast öllum. Sigla lygnan sjó. Úr verða hvorki né stjórnmál. Sjaldgæft er að heyra flokksmenn eða kjörna fulltrúa færa hugmyndafræðileg rök fyrir máli sínu. Að nálgast mál frá markaðslegum forsendum eða hægri stefnu á ekki að vera feimnismál. Þvert á móti. Sjálfstæðisflokkurinn stendur á krossgötum. Valið virðist standa milli þess að halla sér í átt til íhaldssamari gilda, og sækja á mið Miðflokksins og Framsóknar, eða að tala fyrir alþjóðlegum gildum og frelsi í viðskiptum. Umræðan um Orkupakkamálið gæti markað tímamót. Forysta flokksins hefur almennt staðið vörð um Evrópusamstarfið og staðið uppi í hárinu á íhaldssamari og popúlískari flokkssystkinum. Mögulega er þetta leiðarljós um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn geti markað sér sérstöðu í breyttu pólitísku umhverfi. Látið popúlíska einangrunarsinna lönd og leið, en sótt á hinn vænginn. Talað af sannfæringu um frelsi í viðskiptum og alþjóðahyggju. Með því má kannski ná Viðreisnarkjósendum aftur heim. Nú er reynt að láta sverfa til stáls með undirskriftasöfnun innan Sjálfstæðisflokksins þar sem krafist er almennrar kosningar um afstöðu flokksmanna til þriðja Orkupakkans. Miðflokksmenn hafa af listfengi áróðursmannsins náð því að slá sig til riddara í Klaustursfárinu. Þeir kunna að tala til síns hóps. En erindi þeirra í pólitík er óskiljanlegt, annað en að skapa persónu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vettvang á stjórnmálasviðinu. Saga sérframboða á óskýrri vegferð bendir til þess að ævintýrið verði skammlíft. Sjálfstæðisflokkurinn ætti að hugsa til lengri tíma og hætta eltingaleik við mestu popúlistana hverju sinni.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun