Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 29. ágúst 2019 20:24 Airbus-breiðþota Air Greenland á flugvellinum í Kangerlussuaq, sem áður hét Syðri-Straumfjörður. Bombardier-vél Flugfélags Íslands sést fyrir framan. Þetta er eini flugvöllur Grænlands í dag sem tekur við þotum í áætlunarflugi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, þetta sé bara byrjunin en Grænlendingar áforma jafnframt gerð átta annarra flugvalla. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þar sem Grænland er án vegakerfis og óraunhæft að byggja það upp telja grænlensk stjórnvöld flugvallagerðina vera mikilvægustu innviðauppbyggingu landsins.Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Staða innviðanna núna er ekki allt of góð. Með þessu erum við að hugsa um framtíðina,“ segir Kim Kielsen um flugvallaverkefnið í viðtali við Stöð 2. Flugvöllurinn í Kangerlussuaq er sá eini á Grænlandi fyrir stórar farþegaþotur en hann hefur þann stóra ókost að vera fjarri þéttbýlisstöðum. Með samningum við dönsk stjórnvöld í fyrrahaust tryggði Kim fjármögnun nýrra millilandaflugvalla í Nuuk og Ilulissat, sem Grænlendingar telja lykilinn að aukinni ferðaþjónustu og fiskútflutningi með flugi.Flugvöllurinn í Nuuk eftir stækkun, samkvæmt teikningu. Flugbrautin fer úr 950 metrum upp í 2.200 metra.Grafík/Kalaalit Airports.„Við viljum gjarnan að fleiri ferðamenn komi til okkar. Við viljum fá fleiri tækifæri til að selja fisk til umheimsins með hraðari hætti. Og við viljum gjarnan að það verði auðveldara fyrir okkur að komast á milli hinna ýmsu búsvæða á Grænlandi,“ segir Kim. Gerð 2.200 metra flugbrauta í Nuuk og Ilulissat verða í fyrsta áfanga og stefnt að því að framkvæmdir hefjist í haust og fljótlega hefst jafnframt gerð nýs innanlandsvallar í Qaqortoq.Grafísk mynd af flugvellinum í Ilulissat eftir stækkun. Ef grannt er skoðað sést að Grænlendingar gera ráð fyrir flugvélum frá Icelandair og Air Iceland Connect.Grafík/Kalallit Airports.„Þetta verða ekki síðustu flugvellir sem verða byggðir á Grænlandi. Við erum einnig að skoða byggingu nokkurra smærri flugvalla.“ Grænlendingar stefna þannig að gerð átta annarra innanlandsvalla, eða alls ellefu flugvalla, vítt og breytt um landið. Auk vallanna þriggja er verið að skoða flugvallagerð í Tasiilaq og Ittoqqortoormiit á austurströndinni, í Nanortalik og Narsaq á Suður-Grænlandi, og loks gerð fjögurra valla á svæðinu í kringum Diskó-flóa á vesturströndinni; í Kangaatsiaq, Qasigiannguit, Qeqertarsuaq og Uummannaq.Í fyrsta áfanga verður gerð flugvalla í Ilulissat, Nuuk og Qaqortoq, sem merktir eru með bláum lit. Jafnframt er verið að skoða gerð átta annarra flugvalla á stöðum sem merktir eru með rauðum lit.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Kim Kielsen er bjartsýnn á framtíð Grænlands. „Hún er björt og það hefur hún alltaf verið,“ segir leiðtogi Grænlendinga. Hér má sjá viðtalið: Fréttir af flugi Grænland Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Sjá meira
Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, þetta sé bara byrjunin en Grænlendingar áforma jafnframt gerð átta annarra flugvalla. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þar sem Grænland er án vegakerfis og óraunhæft að byggja það upp telja grænlensk stjórnvöld flugvallagerðina vera mikilvægustu innviðauppbyggingu landsins.Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Staða innviðanna núna er ekki allt of góð. Með þessu erum við að hugsa um framtíðina,“ segir Kim Kielsen um flugvallaverkefnið í viðtali við Stöð 2. Flugvöllurinn í Kangerlussuaq er sá eini á Grænlandi fyrir stórar farþegaþotur en hann hefur þann stóra ókost að vera fjarri þéttbýlisstöðum. Með samningum við dönsk stjórnvöld í fyrrahaust tryggði Kim fjármögnun nýrra millilandaflugvalla í Nuuk og Ilulissat, sem Grænlendingar telja lykilinn að aukinni ferðaþjónustu og fiskútflutningi með flugi.Flugvöllurinn í Nuuk eftir stækkun, samkvæmt teikningu. Flugbrautin fer úr 950 metrum upp í 2.200 metra.Grafík/Kalaalit Airports.„Við viljum gjarnan að fleiri ferðamenn komi til okkar. Við viljum fá fleiri tækifæri til að selja fisk til umheimsins með hraðari hætti. Og við viljum gjarnan að það verði auðveldara fyrir okkur að komast á milli hinna ýmsu búsvæða á Grænlandi,“ segir Kim. Gerð 2.200 metra flugbrauta í Nuuk og Ilulissat verða í fyrsta áfanga og stefnt að því að framkvæmdir hefjist í haust og fljótlega hefst jafnframt gerð nýs innanlandsvallar í Qaqortoq.Grafísk mynd af flugvellinum í Ilulissat eftir stækkun. Ef grannt er skoðað sést að Grænlendingar gera ráð fyrir flugvélum frá Icelandair og Air Iceland Connect.Grafík/Kalallit Airports.„Þetta verða ekki síðustu flugvellir sem verða byggðir á Grænlandi. Við erum einnig að skoða byggingu nokkurra smærri flugvalla.“ Grænlendingar stefna þannig að gerð átta annarra innanlandsvalla, eða alls ellefu flugvalla, vítt og breytt um landið. Auk vallanna þriggja er verið að skoða flugvallagerð í Tasiilaq og Ittoqqortoormiit á austurströndinni, í Nanortalik og Narsaq á Suður-Grænlandi, og loks gerð fjögurra valla á svæðinu í kringum Diskó-flóa á vesturströndinni; í Kangaatsiaq, Qasigiannguit, Qeqertarsuaq og Uummannaq.Í fyrsta áfanga verður gerð flugvalla í Ilulissat, Nuuk og Qaqortoq, sem merktir eru með bláum lit. Jafnframt er verið að skoða gerð átta annarra flugvalla á stöðum sem merktir eru með rauðum lit.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Kim Kielsen er bjartsýnn á framtíð Grænlands. „Hún er björt og það hefur hún alltaf verið,“ segir leiðtogi Grænlendinga. Hér má sjá viðtalið:
Fréttir af flugi Grænland Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Sjá meira
Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45
Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45