Segir hallarekstur Landspítalans hafa komið á óvart Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. ágúst 2019 20:00 Heilbrigðisráðherra segir hallarekstur Landspítalans hafa komið á óvart. Hún segir aðþað sé alvarlegt þegar stofnanir fari fram úr fjárheimildum en að hún beri þó fullt traust til forstjóra spítalans. Landspítalinn glímir nú við rekstrarvanda en rekstrarhallinn nam 2,4 milljörðum króna samkvæmt hálfsuppgjöri spítalans. Áætlað er að hann verði um 4,5 milljarðar á árinu að óbreyttu en Morgunblaðið greindi fyrst frá upphæðinni. „Nú höfum við í höndunum sex mánaða uppgjör Landspítalans og þá erum við komin með tvo ársfjórðunga og við sjáum að það stefnir í allt of háar tölur þar. Það sem gerist þá er að það fer ákveðið ferli af stað og spítalinn gerir ráðuneytinu grein fyrir því hverju sætir og kemur með tillögur til að koma til móts við stöðuna,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Níu framkvæmdastjórum hefur verið sagt upp störfum, ekki liggur ljóst fyrri hvort frekari uppsagnir verði. Heilbrigðisráðherra segir hallareksurinn hafa komið á óvart. „Það kemur auðvitað á óvart þegar um er að ræða niðurstöður fjárlaga sem við samþyktum fyrir hálfu ári og allir gerðu það með opin augu og ekki síst þeir sem stýr Landspítalanum. Það er eitt af verkefnum hverrar ríkisstjórnar að stýra verkefnum innan fjárlaga og þess vegna kom þetta okkur á óvart já,“ sagði Svandís. Þá mun Fjárlaganefnd Alþingis funda með spítalanum um málið. „Ég hef fregnir af því að fjárlaganefnd sem hefur eftirlitshlutverk gangvart öllum stofnunum ríkisins, hefur kallað spítalann á sinn fund og við þurfum að leita allra leiða til að ná utan um þetta mál en verkefnið er í raun Landspítala og okkar að styðja viðþær hugmyndir sem þar hafa komið fram,“ sagði Svandís.Berð þú fullt traust til forstjóra Landspítalans? „Að sjálfsögðu,“ sagði Svandís. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. 23. ágúst 2019 11:36 Uppsagnir stjórnenda á Landspítala Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. 16. ágúst 2019 06:00 Ekki sjálfsagt að rekstrarhalli Landspítala verði strikaður út Formaður fjárlaganefndar segir Landspítala þurfa að bregðast við hallarekstri með hagræðingu. Ekki sé sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Nefndin fjallar um málið í næstu viku. 24. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir hallarekstur Landspítalans hafa komið á óvart. Hún segir aðþað sé alvarlegt þegar stofnanir fari fram úr fjárheimildum en að hún beri þó fullt traust til forstjóra spítalans. Landspítalinn glímir nú við rekstrarvanda en rekstrarhallinn nam 2,4 milljörðum króna samkvæmt hálfsuppgjöri spítalans. Áætlað er að hann verði um 4,5 milljarðar á árinu að óbreyttu en Morgunblaðið greindi fyrst frá upphæðinni. „Nú höfum við í höndunum sex mánaða uppgjör Landspítalans og þá erum við komin með tvo ársfjórðunga og við sjáum að það stefnir í allt of háar tölur þar. Það sem gerist þá er að það fer ákveðið ferli af stað og spítalinn gerir ráðuneytinu grein fyrir því hverju sætir og kemur með tillögur til að koma til móts við stöðuna,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Níu framkvæmdastjórum hefur verið sagt upp störfum, ekki liggur ljóst fyrri hvort frekari uppsagnir verði. Heilbrigðisráðherra segir hallareksurinn hafa komið á óvart. „Það kemur auðvitað á óvart þegar um er að ræða niðurstöður fjárlaga sem við samþyktum fyrir hálfu ári og allir gerðu það með opin augu og ekki síst þeir sem stýr Landspítalanum. Það er eitt af verkefnum hverrar ríkisstjórnar að stýra verkefnum innan fjárlaga og þess vegna kom þetta okkur á óvart já,“ sagði Svandís. Þá mun Fjárlaganefnd Alþingis funda með spítalanum um málið. „Ég hef fregnir af því að fjárlaganefnd sem hefur eftirlitshlutverk gangvart öllum stofnunum ríkisins, hefur kallað spítalann á sinn fund og við þurfum að leita allra leiða til að ná utan um þetta mál en verkefnið er í raun Landspítala og okkar að styðja viðþær hugmyndir sem þar hafa komið fram,“ sagði Svandís.Berð þú fullt traust til forstjóra Landspítalans? „Að sjálfsögðu,“ sagði Svandís.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. 23. ágúst 2019 11:36 Uppsagnir stjórnenda á Landspítala Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. 16. ágúst 2019 06:00 Ekki sjálfsagt að rekstrarhalli Landspítala verði strikaður út Formaður fjárlaganefndar segir Landspítala þurfa að bregðast við hallarekstri með hagræðingu. Ekki sé sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Nefndin fjallar um málið í næstu viku. 24. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku. 23. ágúst 2019 11:36
Uppsagnir stjórnenda á Landspítala Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum. 16. ágúst 2019 06:00
Ekki sjálfsagt að rekstrarhalli Landspítala verði strikaður út Formaður fjárlaganefndar segir Landspítala þurfa að bregðast við hallarekstri með hagræðingu. Ekki sé sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Nefndin fjallar um málið í næstu viku. 24. ágúst 2019 09:00